Tölvumál - 01.12.1995, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.12.1995, Blaðsíða 28
Desember 1995 Grein þessi birtist áður í 2.tbl. sem helgað var upplýsingatækni í sjávarútvegi. Vegna mistaka féll niður kafli úr greininni og er hún því birt hér aftur. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Upplýsingakerfi fyrir sjófarendur Eftir Steingrím Gunnarsson Inngangur Hugrún hf. er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í þróun og smíði á búnaði fyrir umhverfis- rannsóknir. Arið 1993 hófst sam- starf milli Hafnamálastofnunar og Hugrúnar hf. um þróun á mæli- og samskiptabúnaði sem yrði grunnur að upplýsingakerfi fyrir sjófarendur. Kerfið byggir á tölvubúnaði í höfnum sem safnar saman upplýsingum frá veðurstöðvum og öldu- duflum. Fyrstu hafnar- stöðvarnar voru settar upp í byrjun árs 1994 og síðan hafa verið settar upp stöðvar í nokkrum höfnum og í vitum á annesjum. Má þar nefna Hornbjargsvita, Straumnesvita, Bjarg- tanga og Font á Langa- nesi. Tilgangurinn með verkefninu er: • Að sjófarendur og hafnsögumenn fái sem gleggsta mynd af veðri og sjólagi á hverjum stað. • Að þróa og setja upp búnað vegna undirstöðurann- sókna sem Hafna- málastofnun stund- ar í þeim tilgangi að tækni- legar forsendur mannvirkja- gerðar verði sem bestar. í því sambandi eru gerðar mæling- ar á sjólagi, veðri, afstöðu láðs og lagar svo og líkanatil- raunir. Að fjölga veðurathugunar- stöðum fyrir Veðurstofu. Að upplýsingar verði að- gengilegar öðrum notendum og nýtist þeim sem best. Hafnarstöðvar Grunneiningar í upplýsinga- kerfinu eru hafnarstöðvar sem samanstanda af veðurstöðvum, safntölvu og aukabúnaði, eins og ölduduflsmóttakara og sjálfvirk- um símsvara eða talvél. Safntölvur eru oftast staðsett- ar hjá hafnsögumönnum og eru tengdar við eina eða fleiri mæli- stöðvar og birta upplýsingar jafn- óðum á grafísku formi á skjá. Mælibúnaður Uppsetning á mæli- búnaði er nokkuð mis- munandi eftir aðstæðum á hverjum stað. Mæli- stöðvamar eru t.d. festar á ljósamastur á bryggju, eða komið fyrir inni í vita. Mæli-og söfnunar- tækið og samskiptabún- aður eru í vatnsþéttum skápi. Stöðvarnar hafa vararafgeymi þannig að þær geta mælt og safnað gögnum þó að það verði rafmagnslaust. Þar sem rafmagns nýtur ekki við, t.d. á annesjum, eru not- aðar sólarsellur og litlar vindrafstöðvar. Mælistöð varnar mæla á sek. fresti, en 10 mín. meðaltöl eru skráð 28 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.