Tölvumál - 01.12.1995, Side 29

Tölvumál - 01.12.1995, Side 29
Desember 1995 Mynd 2 Yfirlitsskjámynd hjá hafnsögumönnum í Grindavík í eigið gagnaminni. Gögnin eru geymd í gagnaminni mælistöðv- anna, en oftast er lesið af þeim frá safntölvu á 10 mín. eða einnar klst. fresti. Milli mælistöðva og safntölvu em notaðar fastar síma- línur, upphringilínur eða farsímar. Við hönnun mælistöðvanna var þess gætt að þær uppfylltu staðla Veðurstofunnar varðandi nákvæmni, skráningaraðferðir og uppsetningu og kvörðun á veður- skynjurum. Helstu mæliþættir eru flóðhæð og ölduhæð innan og utan hafnar, vindhraði og vindátt, lofthiti og loftþrýstingur ásamt sjávarhita og seltu. í sumum stöðvum er einnig mæld úrkoma, loftraki og sólgeislun. Öldudufl Hafnamálastofnun hefur undanfarin ár rekið nokkur út- hafsöldudufl sem mæla ölduhæð á rúmsjó. Upplýsingar frá þeim eru sendar jafnóðum með radíó- sendi til lands þar sem móttöku- búnaður tekur við þeim. Þaðan er ölduhæðinni skilað sjálfkrafa í safntölvu í viðkomandi höfn. Víða um land eru aðstæður þannig að ölduhæð hefur afger- andi áhrif á hvort hægt sé að sækja sjó þann daginn. Sem dæmi má nefna að Horna- fjarðarós verður nánast ófær skipum ef ölduhæð fer yfir ákveðin mörk. Talvélar Til þess að auðvelda aðgang að veðurupplýsingum var þróuð svokölluð talvél hjá Hugrúnu hf., sem er sjálfvirkur símsvörunar- búnaður og er tengdur við safn- tölvu á hverjum stað. Síðastliðið ár hafa sjófarendur t.d. getað fengið nákvæmar upplýsingar um veður og sjólag við Horna- fjarðarós með því að hringja í tal- vél sem er þar. Sjómenn hafa nýtt sér þessar upplýsingar og fyrstu 6 mánuðina voru símtölin um 250 á viku. Annað dæmi um notkun talvélar er á Grundar- tangahöfn. Þar er ekki reglu- bundin hafnsöguvakt, en hins vegar er þar hafnarstöð og tveggja línu talvél (á íslensku og ensku) með veðurupplýsingum sem uppfærðar eru á 10 mín. fresti. I nóvember sl. var tekin í notkun hjá Hafnamálstofnun tal- vél sem getur sinnt mörgum not- endum í einu. Með því að hringja þangað í síma 902-1000, er hægt að fá upplýsingar um veður og sjólag frá um 20 stöðum víðs vegar um land. Tölvumál - 29

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.