Tölvumál - 01.12.1995, Síða 12

Tölvumál - 01.12.1995, Síða 12
Desember 1995 íslandshandbókin Eftir Heimi Páisson og Tryggva Jakobsson Þegar lokið er verkum við fyrsta alíslenska margmiðlunar- diskinn er eðlilegt að menn ætlist til að við sem þar höfum að verki staðið lítum til baka, gerum upp reynsludæmið - og miðlum þar með öðrum af þekkingu okkar, kannski dálítið dýrkeyptri. Snemma árs árið 1995 vissu aðeins fáir íslendingar hvað eig- inlega væri í því fólgið að gefa efni út fyrir margmiðlun, efni á geisladiski, ætlað til lestrar í tölvu. Margir höfðu að sjálf- sögðu kynnst erlendri fram- leiðslu á þessu sviði, notað diska eins og Encarta eða aðra al- fræðidiska, fáeinir notað tónlist- ardiska, einkum helgaða ein- stökum tónskáldum. Margir höfðu fjölbreytta fordóma, eink- um tengda því að þeim virtist komið til enn eitt tilræðið við „bókina“; þeir híuðu á barnaleg- ar hugmyndir um að fólk sæti og læsi bækur af skjánum. Meðal algengustu giósa sem við feng- um, eftir að vinna við íslands- handbókina var hafin, voru spurningar um það hvort okkur fyndist nú ekki þægilegra að hafa með okkur bók en tölvu í rúmið, eða hvort konan ætti ekki erfitt með að sofna við ljósið á skjánum okkar á kvöldin. Allt er þetta skiljanlegt og byggt á skemmtilegri fastheldni á fornar dyggðir. En hins vegar voru þeir líka margir sem sýndu tilraun okkar mjög lifandi áhuga og reyndust fljótt tillögugóðir og hugmyndaríkir. Er ástæða til að taka skýrt fram í eitt skipti fyrir Margmiðlunarútgáfa íslandshandbók- arinnar gerir kröfu um a.m.k. 486 ör- gjörva, 4 Mb vinnsluminni (helst 8) og hið minnsta 256 lita VGA skjáupp- lausn. öll að þar var ekki á kynjamunur og fjarri þvf að konur reyndust standa fjær verkefni okkar en karlar. Forsaga útgáfunnar Aðdragandi verksins spann- aði nokkur ár og hófst með sam- ræðum milli fulltrúa Námsgagna- stofnunar, Örlygs Hálfdanarsonar bókaútgefanda, Rafhönnunar hf. og Landmælinga Islands. Ljóst var að íslandshandbókin væri kjörið efni til að vekja áhuga skólanemenda á íslenskri landa- fræði og sögu, en hins vegar voru menn að vonum hikandi lengi framan af enda óljóst hvaða stefnu mál tækju á sviði rnarg- miðlunar. Hjá Námsgagnastofn- un sannfærðust sífellt fleiri um að ekki yrði undan því vikist að gefa út margmiðlunarefni fyrir skóla, þó ekki væri nema tii þess að tryggja íslenskum börnum og unglingum aðgang að efni á móðurmáli þeirra. Virtist mönn- um það eðlilegt metnaðarmál fyr- ir grunnskólaforlag. Það var þó ekki fyrr en um miðjan febrúar 1995 að undirrit- aður var samningur milli Náms- gagnastofnunar og Örlygs Hálf- danarsonar, bókaútgefanda, og síðan í kjölfarið verksamningur við Rafhönnun hf. Þar með gat vinna við texta bókarinnar og myndasöfnun hafist, en áður hafði mikilvægur undirbúningur farið fram. Systkinin Marina Candi verk- fræðingur og Indro Indriði Candi arkitekt höfðu þegar hér var komið sögu gert ýmsar tilraunir með skjámyndir og gerðu tillögu að notendaskilum snemma árs. Þar með gat vinna við textann hafist af fullum krafti. Frá bók á skjá Þótt íslandshandbókin væri tölvusett árið 1989 og því til í rafrænu formi, fór það að vonum að sá texti kallaði á mikla handa- vinnu. Vélarnar sem notaðar voru árið 1989 eru með öllu úreltar og 12 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.