Vísir - 12.10.1962, Side 10

Vísir - 12.10.1962, Side 10
10 VÍSIR . Föstudagur 12. október 1962. „Ég er fædd og alin upp með sjö hestum“. í LOK VEIZLUNNAR Framhaid aí bls. 9 djöfla", segir sá toginleiti með hrosshöfuðið. Nú hófst mikið skvaldur. „Ert það þú, sem gekkst á milli bæja og barnaðir kven- fólkið", segir einn úr hópnum við annan. „Þér ferst“, segir hinn. Nokkrir Skagstrendingar koma aðvífandi í ijótum bíl. Einn ligg- ur dauður í aftursæti. „Við ætlum kannski að urða hann hér í „Hólunum", segir sjofförinn. Farþeginn frammi í við hliðina á honum er glottandi, þegar hann lítur aftur f. Svo bregður fyrir miskunnsemi í refslegum augum 'ians, og hann segir: „Æi annars — við nennum því ekki“. Svona heidur lestin úr réttinni leiðar sinnar út dalinn. Nú er hraðað sér inn í dalinn, sem dregur að eins og svartur galdur þetta hraustkvöld. © ’yiÐ BLINDA hæð er hægt á T sér. Spöl fram undan kemur ríðandi fyiking í móti. Tveir ald- urhnignir menn eru í fararbroddi og unglingspiltur til annarrar handar eins og meðreiðarsveinn eða stallari þeirra. Gamlingjarnir riðu hægt eins og herforingjaráð úr riddaraliði — samgrónir hestunum. Þeir lögðu alveg undir sig veginn og ekki líklegir til að víkja fyrir neinum — allra sízt einhverjum, ef hann skyldi vera að sunnan. Þögn grúfir yfir dalnum. Það heyrist dauft hófatak og örlítið glamur í beizlismélum. Þannig riðu þessir húnvetnsku öldungar í móti manni fet fyrir fet. — — Annar maðurinn vekur eftirtekt — kominn á nfræðis- aldur, nauðalíkur Clemenceau gamla, þeim fræga úr fyrri heimsstyrjöldinni, sem kallaður var „tígrisdýrið". Þetta er Krist- ján Vigfússon frá Vatnsdalshól- um. Hinn náunginn er kominn nokkuð á sjötugsaldur, heitir Snæbjörn Jónsson frá Snærings- stöðum, mágur Hannesar á Und- irfelli — — „..... en hafðu hljótt um það“, segir karl og glottir. Svartan Hreyfilsbíi ber að. Maður í reiðbuxum vindur sér út úr bílnum og spyr: „Frá hvaða blaði eruð þér?“ „Frá Vfsi, mussju". „Svo hann er frá Isvestia", segir mágur Hannesar frá Undir- felli og er' nú æringjalegur í framan. „Það fer vel við rússneska bíl- inn þarna“, segir annar. „Það er nú gott, meðan hann er ekki • frá Tímanum", segir bóndi með gott andlit. Kristján Vigfússon hefur stundað Vatnsdalsrétt 75 ár, er skeifnasmiður, gamall tamninga- maður, hefur verið gangnafor- ingi, flokksforingi, þegar hefur verið skipt á heiðarnar í göngum. „Hefurðu drukkið um ævina, Kristján?" „Alla tíð“. „Hefurðu drukkið þig fullan?" „Ég varð fullur einu sinni á ævinni —' það var vestur á Fjörðum í Bolungavík árið 1903“. „Af illri nauðsyn?" „Það vildi bara óvart til“: „Gengurðu enn að heyskap?“ „Svo má heita ■— annars er letin að drepa mig“. , Kristján kenndi ekki kelli Elli um eitt né neitt. „Segðu mér, Snæbjörn, þú hefur líka sopið?“ „Töluvert drukkið 'af brenni- víni eða nóg til að ná þessum aldri“. Þá hlógu hinir Húnvetningarn- ir. „Hvenær upphófst ieikurinn í dag?“ „Byrjað að tína úr kl. 7 í morgun. Ég fór að engu óðslega, skildi að hross í allan dag svona í rólegheitum og fékk mér bragð á milli eins og gengur", segir Kristján. © TVÚ KEMUR út úr svarta bíln- ^ um gerðarlegur kvenmaður í reiðfötum — — „hestakona af guðsnáð“, segir einn húnvetnsk- ur kavaler. „Ég er fædd og alin upp með sjö hestum", segir hún. „Elskið þér hesta, frú?“ „Hesturinn er það dásamleg- asta ,sem til er, — hesturinn er bezti vinurinn fyrir utan börnin manns“, segir kvenmaðurinn. „Eruð þér héðan?“ Hún gaf ógreið svör og helzt var á henni að skilja, að hún væri úr tveim lögsagnarumdæmum, bæði Skagafirðinum og Húna- þingi — það munaði ekki um minna. Það var tignarleg sjón að sjá hana handleika hest Kristjáns frá Vatnsdalshólum. Þo sagði hann: „Mér þykir hún haida nokkuð fast í hann. Jón Ásgeirsson sagði alltaf, að það væri um að gera, að halda laust við þá“. Hestakonan tók nokkra spretti eftir veginum, skilaði svo Krist- jáni he Únum og hvarf inn í Hreyfilsbíiinn, sem ók á brott. Nú var komið myrkur og snú- ið til baka í norður. í skini bíl- ijósanna skammt frá Giljá sást sá toginleiti með hestshöfuðið . og tengdasonurinn þeysast á Ieið til sinna heimkynna. Ofan við veg í þýflendi æddi skjóttur hestur með víndauðan mann á baki. — stgr. Ræða Emils — Frh. af 7. síðu: bænasamfélagið við guð vekur manninum í lífsstríði hans og frásögn allra frásagna af guðs óumræðilega miklu kærleiksfórn vegna mannanna. ímyndum vér oss að börn vor og þjóð vor yrði sælli, auðugri og frjálsari í hugs- un, orði og verki þegar þessu hefði öllu verið rutt úr vegi? Svari hver fyrir sig og starfi í samræmi við það. Því að þessu stefnir, ef ekki er að gjört — það stefnir að því að trúar- brögðunum sé eigi aðeins þokað til hliðar heldur út úr þjóðlífinu. Þá heyrir enginn talað um guð framar nema í háði. Þá eru menn lausir við það. Er það ekki gleði- leg tilhugsun? Hvað gerist þá? Hvað gerist ef túnið er ekki sleg- ið? Það kemst í órækt. Hvað ger- ist ef vegur er ekki lengur far- inn? Hann verður að óvegi. Hvað verður af barn elst ekki upp með foreldrum sínum? Það þekkir þá ekki. Hver verður raunin á ef vér kennum börnum vorum eigi framar að lesa um guð í hans orði, eigi að sjá guð í sköpunar- verki hans, eigi að hlýða á guðs rödd f samvizkunni? Hvað gerist ef barnið heyrir aldrei minnzt á guð á heimilinu eða í skólanum og ef enginn fer með það til kirkju? Hvað gerist? Blátt áfra'C það að barnið lærir aldrei að þekkja guð, verður munaðarlaust eins og barn sem hefur misst for- eldra sína eða aldrei séð þá. Þetta er það sem er þegar að gerast alltof víða í þjóðlífinu i kringum oss. Og prestarnir. Ja, hvað gera þeir? Þeir gera aldrei neitt, segja menn, þeir eru svo lélegir, þetta er allt þeim að kenna. Að vísu segja það ekki allir og ég ætla nú að gerast svo djarfur að láta í ljós þá von að vér, hinir margumtöluðu lélegu liðsmenn kirkjunnar séum þó, hver í sínum söfnuði með vax- andi starfi með börnum og fyrir þau, að sá þeim fiœjum trúar og trausts í sálir þeirra, sem gætu reynzt til ómetanlegrar blessunar fyrir niðja vora, ef guð lofar. Það gildir hverju er sáð í sálir barnanna, eftir sáningunni fer uppskeran. Þetta vita þeir sem hafa einsett sér að móta lífs- stefnu vaxandi kynslóðar, hvort sem það er gert í góðum eða miður góðum tilgangi. Þ,eir vita að það er of seint að móta Ieir- inn þegar hann er harðnaður. En hvað má höndin ein og ein í þessu örlagaríkasta máli þjóðar- innar, trúaruppeldinu? Allir, sem hafa hugboð um hvað hér er í húfi, að það er kjölfesta ein- staklingsins og þjóðlífsins í heild, lífsgæfa þjóðarinnar og æðstu hugsjónir beztu manna hennar fyrr og síðar, að það er sjálf blessun guðssamfélagsins, mann- kærleikurinn, manndómurinn, frelsið og rétturinn, heilagur réttur lítilmagnans, sem engan á að, ef hann er sviptur guði, — allir þeir, sem hafa hugboð um þetta, þurfa að taka höndum sam an um að bjarga því dýrmætasta, sem lífi voru er léð, börnum vor- um og samfélaginu við guð. Það er átakanlegt að sjá börnin flykkj ast ein í guðshúsin þyrst í að læra gott, en sjá foreldra þeirra sárasjaldan eða aldrei leiða þau þangað sér við hönd, unz börnin eru fermd og eru orðin of stór til þess að vilja láta leiða sig. Og það er þungbært að óttast að Minning: Frú Jósefína Oddný Gísladóttir Frú Jósefína Oddný Gísladóttir, lézt hinn 5. þ. m. aðeins 43 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi. Hún var fædd á ísafirði 4. des- ember 1918 og voru foreldrar henn- ar hjónin Gísli Bjarnason frá Ár- múla við ísafjarðardjúp og María j Rannveig Níelsdóttir frá Bolungar- vík, og eru þau bæði látin. Þau eignuðust 3 börn, sem auk Jósefínu eru Bjarni stöðvarstjóri í Gufunesi, giftur Guðnýju Gestsdóttur, og Jó- \ hanna, gift Karli Péturssyni raf- virkja. Jósefína fluttist ásamt for- eldrum sínum til Reykjavíkur árið 1926 og átti þar heima siðan. Árið 1947 giftist hún Þorsteini 1 Jósefssyni blaðamanni og eignuð- ust þau eina dóttur, Ástríði, sem nú er 14 ára gömul. Mjög eru þeir margir, sem hafa kynnzt heimili þeirra hjóna, því gestkvæmt var þar jafnan. Frænd- fólk og kunningjar hvaðanæva að af iandinu, svo og fjölmargir út- Iendingar voru þar tíðum gestir, enda hjónin bæði gestrisin og góð heim að sækja, og meðan heilsa Jósefínu leyfði hafði hún yndi af því að sinna gestum og láta þeim Iíða vel. Áhugamál manns hennar gerði' hún einnig að sínum áhuga- málum. Þorsteinn er þjóðkunnur fw*tr ljósmyndir sínar, sem birzt hafa í blöðum og bókum hér heima og erlendis. Jósefína hafði jafnan hinn mesta áhuga á þessu starfi hans og þar sem það er tímafrekt tómstundastarf hefur aðstoð henn- ar og áhugi að sjálfsögðu verið kærkominn og oft var það, sem hún gladdist yfir góðum árangri manns sfns. Jósefína tók einnig virkan þátt í bókasöfnun Þorsteins. Hún að- stoðaði hann eftir mætti til þess að auka við hið góða bókasafn, og þegar honum auðnaðist að hreppa sjaldgæfa bók, sem vantaði j í safnið, gladdist hún hjartanlega. Ferðalög voru enn eitt af hugð- armálum Jósefínu og bar hún gæfu til að ferðast mikið. Auk þess að kynnast landi sínu vel á ferðalög- um hérlendis ferðuðust þau hjónin mikið erlendis og eignuðust marga vini á þeim ferðalögum. Frú Jósefína starfaði hjá lands- símanum um 20 ára skeið, fyrst á árunum 1938—1948 og svo aftur óslitið frá árinu 1952. í fyrstu starf aði hún sem talsímakona, síðar við innheimtu landssímans og loks við ýmisleg skrifstofustörf, nú síð- ast hjá hagdeild pósts og síiha. Eins og að líkum lætur eignað- ist Jósefína, eða Blb'f 'éins ö’g hún var oftast kölluðafokkursamstarfs mönnum hennar, fjölmarga vini og kunningja hjá þeirri stóru stofnun, pósti og síma. Þeir munu minnast hennar sem hinnar trygglyndu og hjálpsömu vinkonu og dagfars- prúðu samstarfskonu. Ef henni þótti ranglega hallað á einhvern, lét hún það aldrei afskiptalaust, heldur tók málstað hans hvenær og hvar sem var og alltaf var hún boðin og búin til þess að rétta öðrum hjálparhönd. Samstarfsmenn hennar kveðja hana með söknuði og þakklæti í huga og senda ástvinum hennar samúðarkveðjur. Aðalsteinn Norberg. auki að trúaruppeldið í heima- húsum og í skólunum sé í sam- ræmi við kirkjuræknina. Eftir hverju bíðum vér? Því brennur sú spurning á vörum Eftir hverju erum vér að biða, vér öll, alþingismenn, hæjarfull- trúar, verkalýðsleiðtogar, félags- foringjar, og umfram allt þó for- eldrar og uppalendur, vér sem játum þó og viðurkennum í hjarta voru að hið eilífa og stóra, kraftur og trú sé það sem vér óskum börnum vorum til handa um alla hluti fram, — eftir hverju erum vér að bíða? Vér sjálf og böm vor erum að hætta að þekkja guð. Og þó, þó er þjóð- in, trúhneigð. Eru það annir, sem hindra oss? Það eiga vissulega margir annríkt í þessu landi, eða er þetta svona voðalega víðtækt sinnuleysi um hið eina nauðsyn- lega, eða fyrirverðum vér oss fyr- ir trúartilfinningu vora? Stund- um liggur manni við að halda að svo sé, að menn séu orðnir alltof gáfaðir og upplýstir á þessu landi til þess að upplýsa eða fræða börn sín um guð og hans heilaga vilja, ég tala nú ekki um að leiða þau sér við hönd f guðs hús. En betra er að leiða barn sitt í heil- agt hús en að gefa því gullúr í fermingargjöf þótt gott sé. Betra er að sjá löggjafa og leiðtoga þjóðarinnar leita hinnar æðstu vizku í helgidóminum en að þiggja fjárveitingu úr höndum þeirra, þótt hún geti vissulega komið sér vel. En gagnvart þeim hinum upplýstu og gáfuðu, ef einhverjir eru, sem bera því við að þeir séu upp yfir það hafnir að hlýða á andlaust stagl f ein- hverjum presti í einhverri kirkju, gagnvart þeim skal leiðréttur ör- lagaríkur misskilningur í þessu sambandi. Það er hvorki prest- urinn né ræða hans sem skiptir mestu í kirkjunni. Það er ná- lægð guðs á helgum stað og stund, það er guðs heilagi andi í orði hans og sakramentum, það er Ioígjörðin og þakkargjörðin, og náðin, það er samfélagið við hinn heiiaga í kyrrð og friði, það er snertingin við kraft hans, það er að vera allir einum huga í bæninni. Það er þetta sem eng- inn sér með augum líkamans og enginn heyrir, heldur finnur og lifir í andanum. Það er það sem er aðalatriði hverrar guðsþjón- ustugjörðar. Það er guð, sem er allt. Það er hann sem fyllir kirkj- una, þótt hún sé tóm.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.