Tölvumál - 01.03.1997, Page 5
TOLVUMAL
Skýrsla formanns
fyrir árið 1996
Eflir Hauk Oddsson
Árið 1996 var viðburðaríkt ár
í starfi Skýrslutæknifélags Islands.
Það var að venju fyrsta verk
nýrrar stjórnar að fara yfir stefnu
félagsins og ákveða áherslur
starfsins. Niðurstaða okkar var að
breyta ekki yfirmarkmiði sem var
sett árið áður og hafa að leiðar-
Ijósi:
Skýrslutœknifélag Islands -
félag fólks í upplýsingatækni er
málsvari fagsins á öllum sviðum.
Félagið er vettvangur umrœðna
og skoðanaskipta um upplýsinga-
tœkni í því skyni að gera veg
hennar sem mestan og stuðla að
skynsamlegri notkun hennar.
í framhaldi af þessu voru
ákveðnar eftirfarandi áherslur
starfsins:
• Áfram skyldi haldið á braut
sem þegar hafði verið mörkuð
og slá þar hvergi af. Hér var
sérstaklega átt við blómlegt
ráðstefnu- og fundahald ásamt
útgáfu Tölvumála.
• Málefni Tölvumála skyldu og
tekin til sérstakrar skoðunar og
útgáfumálin öll endurskoðuð.
• Á árinu 1996 skyldi haldið
áfram á þeirri braut að gera fél-
agið sýnilegra, jafnvel með
meiri þunga en áður.
• Undirbúningur að útgáfu orða-
safns var þegar í fullum gangi
og víst að það yrði fyrirferðar-
mikið í starfi ársins.
• Lögð skyldi áhersla á samstarf
við innlenda aðila um stærri
viðburði. Einnig skyldu kostir
samstarfs við erlenda aðila
skoðaðir sérstaklega.
• Stefnt að fjölgun félagsmanna
um a.m.k. 5% á árinu.
• Ákveðið var að endursemja
samþykktir félagsins sem þóttu
komnar nokkuð til ára sinna.
• Og að lokum þótti einnig
ástæða til að undirstrika ásetn-
ing um áframhaldandi upp-
byggingu fjárhags félagsins.
Það var mikið færst í fang - en
hvemig gekk.
Eins og gerist og gengur í öllu
starfi gengur misvel að fylgja eftir
áherslum og ná þeim markmiðum
sem sett eru. Skýrslutæknifélagið
er þar engin undantekning. Engu
að síður er stefnumörkun og mark-
miðasetning nauðsynleg og afar
tímasparandi þegar taka þarf
ákvarðanir og í raun eina leiðin til
að tryggja velgengni í bráð og
lengd.
Ég hygg að það sé ekki einung-
is sjálfumgleði mín sem foimanns
að starfsemi síðasta árs hafi verið
meiri en fyrr þó engan veginn hafi
öll markmið náðst.
Ráðstefnur
Ráðstefnu- og fundahald hefur
verið með miklurn blóma. Aldrei
hafa fundir og ráðstefnur félagsins
verið fleiri eða 11 í heildina.
Haldnir voru 6 hádegisverðarfund-
ir og 5 ráðstefnur, tvær af þeim
voru heilsdags ráðstefnur. Aðsókn
hefur í heildina aldrei verið meiri
því þessa viðburði sóttu hvorki
fleiri né færri en 955. Árið 1995
komu 800 á 9 viðburði. Meðal-
aðsókn féll því lítillega, eða úr 89
í 87. Þess má og geta að alls voru
það 42 fyrirlesarar sem töluðu á
ráðstefnum og fundum. Samkeppni
á ráðstefnumarkaðnum hefur vax-
ið aftur eftir tiltölulega róleg ár.
Eina leiðin til að standast þessa
samkeppni er að halda háum gæð-
um og huga vel að efnisvali.
Tölvumál
í samræmi við markmið var
hafist handa við skoðun málefna
Tölvumála. Skipaðir voru tveir
fulltrúar stjómar sem með ritstjóm
skyldu gera tillögur um útgáfumál.
Hópurinn skilaði milliniðurstöðum
í nóvember. Ekki hefur ennþá verið
unnið úr þeim - en það verður gert.
Tölvumál hafa að mínu mati aldrei
verið betra tímarit. Ritstjórn hélt
hvorki fleiri né færri en 34 fundi á
árinu (einum fleiri en árið áður) og
sýnir það glöggt urnfang þessa
starfs.
Það er einungis ein neikvæð
hlið á útgáfu Tölvumála en hún er
sú að blaðið er verulegur fjárhags-
legur baggi á félaginu því, eins og
sést í ársreikningum, var mikið tap
á rekstri þess eða um 500 þúsund
eða u.þ.b. 85 þúsund á hverju tölu-
blaði. Það verður að viðurkennast
að þarna erum við nokkuð langt
frá markmiðinu sem er að blaðið
standi undir sér. Ástæður þessa
taps eru að auglýsingatekjur hafa
dregist mikið saman.
í mínum huga er útgáfa Tölvu-
mála afar mikilvægur þáttur í starfi
félagsins. Endurskoðun og breyt-
ing á útgáfumálum er nauðsynleg
og verður án efa eitt af brýnustu
verkefnum nýrrar stjórnar.
MARS 1997 - 5