Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1997, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.03.1997, Blaðsíða 6
TOLVUMAL Sýnileiki Sú stefna að auglýsa alla við- burði hjá félaginu rækilega hefur skilað því að félagið er nú þekktara meðal almennings en áður. Okkur hefur einnig tekist að vekja athygli á félaginu og starfi þess meðal fjöl- miðla og hefur það skilað nokkru. Umfjöllun um starf og viðburði félagsins í fjölmiðlum hefur aldrei verið meiri og er það vel. Að mínu mati þarf að ganga lengra í þessa átt því fátt gefur starfi innan fél- agsins meira gildi en vitneskjan um að eftir því sé tekið, það einhvers metið og því sýndur áhugi. Það er mat mitt að takist okkur vel til í kynningarstarfi muni það verða hvati á allt starf félagsins. Það má heldur ekki gleyma því að það er fyrst og fremst sýnileiki og ímynd sem skapar okkur þá aðstöðu að litið verði á félagið sem sjálfsagðan málsvara upplýsinga- tækni á íslandi. Tölvuorðasafn Á árinu hefur verið unnið af kappi að undirbúningi útgáfu orða- safnsins. Af hálfu stjórnar voru það þeir Heimir Sigurðsson og Douglas Brochie sem þó báru hitann og þungann af því starfi. Ég ætla að láta formanni orðanefndar eftir að greina frá því í smáatrið- um. Ég get þó ekki orða bundist um það góða starf sem þar er unnið bæði af hálfu orðanefndar og ekki síður af hálfu ritstjóra orðasafnsins. Áætlun sem gerð var í upphafi undirbúnings útgáfunnar virðist ætla að standast og allt útlit er fyrir að orðasafnið komi út snemma á komandi hausti. Samstarf Samstarf félagsins við önnur félagasamtök bæði innlend og erlend hefur alltaf verið til umræðu innan stjórnar. Liðið ár var engin undantekning þar á. Það verður að segjast eins og er að samstarf við aðra er í algeru lágmarki. Eina samstarfið var samstarf við FUT um kynningu á ÍST 132 í upphafi árs og samstarf við Félag tölvu- kennara og Kennaraháskóla Islands um ráðstefnuna Skólastarf og upplýsingatækni. Sú ráðstefna þótti reyndar heppnast með af- brigðum vel. Hana sóttu 122 og hafa margir lýst sérstakri ánægju með framtakið. Velgengni þjóða mun að verulegu leiti byggjast á skynsamlegri notkun upplýsinga- tækni og mikilvægi góðrar mennt- unar verður þvf meiri en nokkru sinni fyrr. Því er sómi af þessu framlagi félagsins. Erlent samstarf var lítið á liðnu ári. Formaður sótti stjórnarfund hjá NDU í byrjun september og var það eina erlenda samstarfið. Til- gangur fararinnar var að reyna að átta sig á hvað upp úr samstarfi innan NDU væri að hafa. Fund- urinn var haldinn í Finnlandi sam- hliða NORDDATA. Þrátt fyrir mjög góðan undirbúning og gott efni ráðstefnunar var nánast engin þátttaka frá hinum Norðurlönd- unum. í heild náði þátttakan ekki 200 manns. Einu þátttakendurnir, utan Finnlands, voru 5 Norðmenn, 1 Svíi og 1 Dani. Framtíð NDU er óráðin þar sem samstarfsgrund- völlurinn, sem lengi vel varNord- Data, er ekki lengur til staðar. Samstarf þarf að mínu mati að hafa einhvern tilgang og þjóna einhverjum hagsmunum. Ef þessir þættir eru ekki til staðar á ekki að vera með samstarf, því þá er það tíma- og peningaeyðsla. Eini mögulegi samstarfsgrundvöllur skýrslutæknifélaga á norðurlönd- um er einhverslags samvinna á evrópska vísu. Á sviði erlends samstarfs eig- um við að einbeita okkur að starfi að sameiginlegum hagsmunum Skýrslutæknifélagsins og systur- félaganna í Evrópu og reyna eftir fremsta megni að læra af reynslu þeirra.Fyrir dyrum stendur að sækja um aðild að CEPIS sem eru samtök evrópskra skýrslutækni- félaga. Systurfélög okkar á norð- urlöndum eru öll í CEPIS og því ekki úr vegi að við skoðum hvað sú aðild færir okkur. Það er stefna félagsins að styrkja ekki félagsmenn til þátttöku í hinum ýmsu faghópum sem starf- andi eru á vegum erlendra félaga heldur á samstarfið að vera í því fólgið að læra af öðrum félögum um þeirra starf og miðla reynslu milli félaganna. Félagsmenn Félögum fjölgaði á liðnu ári um 13 sem er nokkuð meira en á árinu á undan en þá fjölgaði þeim um 3. Það er nokkuð áhyggjuefni að ekki fjölgi meira í félaginu sérstaklega í ljósi þess að fjöldi þeirra sem starfa að faginu vex stöðugt. Við höfum farið varlega í að beita brögðum til að fá fleiri til liðs við félagið. Vel þekkt bragð og mikið notað er mismunun milli félags og utanfélagsmanna í aðgangsgjöld- um að fundum og ráðstefnum. Þetta er án efa virkasta leiðin til að fá fleiri til liðs. Fjárhagur Rekstur félagsins var í jámum á liðnu ári. Tekjur umfram gjöld námu einungis 45 þúsundum. Reyndar er afkoman lakari en um langt árabil. Þó það sé ekki til- gangur félagsins að safna fé er góð fjárhagsleg staða grunnur að þrótt- miklu starfi og gefur möguleika á að ráðast í stærri verkefni og taka áföllum sem upp kynnu að koma. Ástæða verri afkomu eru aðallega tvær: I fyrsta lagi óx kostnaður við funda- og ráðstefnuhald umtals- vert á árinu án þess að þátttöku- gjöld hækkuðu að sama skapi. Auk þess voru viðburðir fleiri - með að 6 - MARS 1997

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.