Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1997, Side 15

Tölvumál - 01.03.1997, Side 15
TOLVUMÁL Útflutningur hjá Kerfi hf. Effr Bon Z Ásgrnsson Inngangur Kerfi hf. er eitt elsta hugbún- aðarfyrirtæki landsins stofnað 1954 af Bjama P. Jónassyni fyrsta forstjóra Skýrr. Fyrstu árin var starfssemin frekar smá í sniðum en upp úr 1970 hóf það reglulega starfsemi í hugbúnaðargerð og þá aðallega í þjónustu við þáverandi viðskiptavini Skýrr. Árið 1984 var starfssemin útvíkkuð og hafist var handa við gerð staðlaðs hugbún- aðar fyrir íslenskt atvinnulíf. Hug- búnaðurinn var hannaður fyrir S/ 36 tölvur IBM og fékk nafnið Alvís. Með tilkomu AS/400 á markaðinn á miðju ári 1988 þurfti að taka ákvörðun um þróunar- stefnu Alvís fyrir AS/400. Ákveð- ið var að endurskrifa allan hug- búnaðinn fyrir svokallaðan „Native Mode“ en það þýddi að öll forrit voru sérstaklega hönnuð fyrir innbyggðan vensla gagna- grunn tölvunnar. Þetta var nýjung á þeim tíma, og því um braut- ryðjendastarf að ræða hér á landi. Flest önnur fyrirtæki völdu auð- veldari leið þ.e að flytja forritin sín af S/36 beint yfir í S/36 hermi á AS/400 Þremur árum síðar voru allar vinnuaðferðir fyrirtækisins við hugbúnaðargerð endurskoðaðar, eftir ítarlega skoðun á erlendum viðskiptahugbúnaði og þróunar- verkfærum sem í boði voru. I ljósi þeirrar framtíðarsýnar, sem stjóm- endur fyrirtækisins höfðu var sett á fót hugbúnaðarverksmiðja til framleiðslu og þróunar á eigin hugbúnaði, sem innifól m.a. öfluga verkefnis- og útgáfustjórn (project management, change management and version control). Þetta var gert til að auka fram- leiðni við hugbúnaðargerðina, en það var nauðsynlegt til að standast samkeppni við erlenda hugbún- aðamsa, er hófu innrás á innlenda markaðinn í samstarfi við íslensk fyrirtæki. Þau töldu vænlegra til árangurs að flytja inn og aðlaga erlendan hugbúnað fremur en að þróa hann frá grunni hér landi. Hugbúnaðarverksmiðjan, sem reynst hefur frábærlega vel heitir Smiðjanog hefur verið í stöðugri þróun undanfarin ár. Allt hugbún- aðarstarf hjá Kerfi hf. byggist á smiðjunni og er hún nú grundvöll- ur útrásar fyrirtækisins á erlendum markaði. Hjá Kerfi starfa nú 20 manns þar af 16 kerfisfræðingar og af þeim vinna 10 manns að þróun og framleiðslu hugbúnaðar en 6 í þjónustu. Forsendur útflutnings Það gildir jafnt hjá hugbúnað- arfyrirtækjum og iðnfyrirtækjum að til að ná árangri í útflutningi er nauðsynlegt að hafa náð árangri á öflugum heimamarkaði. Markaður hér á landi fyrir vörur og þjónustu tengdum sjávarútvegi er nokkuð stór í alþjóðlegum samanburði, þess vegna er eðlilegt að áætla að helstu útflutningstækifæri framtíðarinnar liggi á þessu sviði. Kerfi hf. hefur þróað heilsteypt upplýsingakerfi fyrir sjávarútveg sem ber nafnið Seascape (sjá mynd) og hefur það reynst mjög vel í alla staði. Meðal helstu við- skiptavina hér á landi eru leiðandi fyrirtæki í sjávarútvegi, svo sem Samherji, ÚA, HB og Hraðfrysti- húsið Hnífsdal. Þessi fyrirtæki eru verðugir fulltrúar íslensks sjávar- útvegs í alþjóðlegum samanburði, sem sífellt leita nýrra leiða í upp- byggingu tæknibúnaðar og upplýs- ingakerfa fyrir sinn fjölþætta rekstur. Með þennan öfluga heima- markað sem kjölfestu hafa starfs- menn Kerfis hf. getað þróað Sea- scape sem er einstakur í sinni röð hvort sem er í heild eða í hlutum. Hugbúnaðurinn hefur verið kynnt- ur erlendum aðilum og hafa við- tökur verið mjög góðar og hafa ýmsir hlutar hans verið seldir. Það hefur komið í ljós að hugbúnaður sem leysir jafn víðtækar þarfir og Seascape hefur ekki verið á boðstólum á alþjóðamarkaði. Stjórnendur Kerfis hf. hafa einnig gert sér grein fyrir því að reynslan sem skapaðist af hinni miklu þróunarvinnu við Seascape er einnig að verða mikilvæg út- flutningsvara, en það er það sem á góðu máli nefnist „Data Ware- housing“. Á þessu sviði teljum við vera mikla vaxtarmöguleika erlendis ekki eingöngu meðal fyrir- tækja í sjávarútvegi, heldur einnig í matvælavinnslu ýmiskonar. Við teljum að matvælafyrirtæki í ná- lægum löndum standi ekki mjög framarlega í tölvuvæðingu og upp- MARS 1997 - 15

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.