Tölvumál - 01.03.1997, Page 20
TÖLVUMÁL
Kynning - Skýrr hf.
Gögnum breytt í gull
- með vöruhúsi gagna
Eftir Bönn Snœ Guðbrandsson
Hvað er vöruhús
gagna?
Vöruhús gagna hýsir safn val-
inna gagna sem búið er að hreinsa
og flytja úr afgreiðslukerfum og
setja upp í töflur sem eru aðgengi-
legar til upplýsingavinnslu fyrir
stjómendur. Með þessu gefa vöru-
hús möguleika á upplýsingagjöf
sem áður var vart möguleg og þá
aðeins með aðstoð sérfræðinga,
t.d. þegar leiða þarf saman gögn
úr nokkrum ólíkum skrám og/eða
kerfum.
Við notkun vöruhússins sjá
menn nýja möguleika við nýtingu
gagnanna til upplýsingagjafar.
Þetta leiðir til þess að virði gagn-
anna eykst því gögn sem ekki eru
notuð, eða lítið nýtt, eru eigend-
um sínum lítils virði. Vöruhús
gagna er aðferð til að nýta gögnin
betur og gera þau verðmæt með
því að breyta þeim í upplýsingar.
Þú getur breytt gögnum í gull með
vöruhúsi gagna!
F
Y
R
I
R
S
P
u
R
N
I
R
N
O
T
E
N
D
A
Myndin sýnir grunnhugmynd vöruhúss gagna. Gögnin flytjast vélrænt úr sívinnslu-
kerfum í vöruhús gagna þar sem gögnin eru geymd í töflum. Notendur gera síðan
fyrirspurnir í vöruhúsið og í vöruhúsum þar sem grunntöflur eru mjög stórar nota
stjórnendur nær eingöngu töflur þar sem gögnin hafa verið sett upp í samtölur.
Þaðan er hægt að grafa sig niður í grunngögnin ef þarf að skoða hvað stendur að
baki samandreginna talna.________________________________________________
20 - MARS 1997