Tölvumál - 01.03.1997, Qupperneq 28
TOLVUMAL
upplýsingar. Tölvukerfið er þannig
samnýtt af mörgum fiskmörkuðum
sem þýðir lágmarks stofnkostnað
í tölvubúnaði hjá fiskmörkuð-
unum. Þeir þurfa einungis að ráða
yfir PC-tölvu, módemi og prent-
ara.
Á síðasta ári voru seld 51 þús-
und tonn af fiski fyrir rúma 3.8
milljarða króna hjá RSF. Ef með-
talinn er virðisaukaskattur, ýmiss
konar kostnaður og gjöld sem inn-
heimt eru í gegnum Tengil lætur
nærri að um 5 milljarðar króna
renni árlega í gegnum kerfið.
Sölu- og
markaðs„brölt“
RSF hefur allt frá árinu 1993
verið að kynna kerfið erlendum
aðilum og lagði áherslu á að kynna
kerfið í Noregi 1993-94. Síðustu
tvö árin hefur RSF beint sjónum
sínum að fiskmörkuðum í Banda-
ríkjunum. Þróun fiskmarkaða í
Bandaríkjunum hefur ekki fylgt
almennri tækniþróun og því eru
tölvur yfirleitt ekki notaðar við að
bjóða upp fisk þar. Á sumum
mörkuðum er gamla krítartaflan
látin duga þar sem kaupendur geta
lesið framboð dagsins og svo er
boðið upp með hrópum og köllum
á milli kaupenda og uppboðshald-
ara. Uppboð ganga mjög hægt
fyrir sig og kaupendur eyða allt of
miklum tíma í uppboðið sjálft. Öll
uppboð eru staðbundin, að selja í
fjarskiptum þekkist ekki.
I tengslum við sjávarútvegs-
sýninguna í Boston (Boston Sea-
food Show) 1995 setti Reiknistof-
an upp útstöð á Sheraton hótelinu
og tengdist inn á uppboðið hér
heima. Þarlent fyrirtæki, North-
coast Seafood, keypti fisk beint
yfir Atlantshafið frá fundarsalnum
á Sheraton. I framhaldi af sýning-
unni tók RSF þátt í útboði í sam-
vinnu við Verk- og kerfisfræði-
stofuna sem fólst í að tölvuvæða
fiskmarkaðinn í Portland í Maine
fylki. Aðrir sem tóku þátt í útboð-
inu voru tvö bandarísk hugbún-
aðarfyrirtæki, eitt hollenskt og eitt
belgískt. Eftir mikið japl, jaml og
fuður lenti RSF í 2. sæti í útboðinu
en ákveðið var að ganga til sam-
starfs við þarlent hugbúnaðarfyrir-
tæki um hönnun á fiskmarkaðs-
kerfi frá grunni. Óhætt er að segja
að gamla hreppapólitíkin hafi verið
í hávegum höfð við þá ákvörðun.
Kerfið átti að afhendast 1. jan
1996 en skemmst er frá að segja
að það hefur ekki enn verið tekið í
notkun þegar þetta er skrifað í
janúar 1997.
Reiknistofan tók svo þátt í Bos-
ton sýningunni í mars 1996 þar
sem hún var með útstöð frá tölvu-
kerfinu hér á Islandi. Þar komu að
máli við RSF aðstandendur BASE
sem höfðu á prjónunum áætlanir
um stofnun uppboðsfyrirtækis í
líkingu við Reiknistofu fiskmark-
aða. Þeir höfðu hug á að tengja
saman fjarlæga fiskmarkaði, svo
og að bjóða upp aðrar vörur í fjar-
skiptum svo sem grænmeti og kjöt.
Þeir skoðuðu Tengil og úr varð að
skrifað var undir samninga í júlí
það árið.
Bandaríska kerfið
CASS boðar byltingu í upp-
boðsháttum í USA þar sem upp-
boðsmarkaðir starfrækja hefð-
bundna gólfmarkaði, þ.e.a.s.
kaupendur mæta á viðkomandi
fiskmarkað, skoða fiskinn og
bjóða svo í hann þegar viðkomandi
markaður heldur uppboð. Fyrir
fiskverkanda, sem kaupir á
fjarlægum fiskmörkuðum, þýðir
þetta að hann verður að ráða sér
starfsmann í viðkomandi borg sem
fer á markaðinn, skoðar fiskinn og
tekur þátt í uppboðinu fyrir
fiskverkandann. Með tilkomu
CASS getur fiskverkandinn tengst
BASE tölvusambandi, skoðað og
prentað út lýsingu á þeim fiski sem
er í boði á öllum fiskmörkuðum
tengdum BASE. Hann getur
sjálfur tekið þátt í uppboðinu í
gegnum tölvuskjá frá skrifstofu
sinni í stað þess að gefa umboðs-
manni fyrirskipanir í gegnum
símann.
Tölvukerfi BASE samanstend-
ur af tveimur HP9000/D2xx Unix
vélum (önnur er varavél ef aðalvél
skyldi bila), „exlernal" diskum, og
fjarskiptabúnaði fyrir fastar staf-
rænar kaupendalínur. Einnig eru
nokkur upphringimódem sem not-
uð verða fyrir demo-aðgang og
kaupendur á ferðalagi sem vilja
geta tengst inn á uppboðið t.d. frá
hótelherbergi.
Flestir kaupendur verða tengdir
BASE í gegnum fasta 19.2K staf-
ræna línu sem þeir fá lagða inn á
skrifstofu til sín. Kaupendur notast
við „heimska" skjái á þessari teng-
ingu. I upphafi verða 30 stafrænar
línur tengdar inn á kerfið en gert
er ráð fyrir að 50 - 80 kaupendur
verði tengdir nokkrum vikum eftir
gangsetningu CASS. I upphafi var
gert ráð fyrir að notast við ISDN
tengingar en vegna reynsluleysis
símafélagsins á staðnum í ISDN
málum, og þeirrar staðreyndar að
ekki var búið að setja upp ISDN
búnað í símstöðinni, var afráðið
að halda sig við 19.2K samband
sem góð reynsla er af.
Á hverjum uppboðsmarkaði
verða settir upp nokkrir skjáir fyrir
„minni“ kaupendur sem vilja ekki
leggja út í kostnað við fasta línu
inn á skrifstofuna.
CASS er að miklu leyti byggt
á Tengli en að sjálfsögðu þurfti að
þýða og aðlaga kerfið að banda-
rískum aðstæðum.
Kerfið var endurskrifað þannig
að öll framsetning miðast við að
hægt sé að bjóða hvaða vöru sem
er til sölu í kerfinu en ekki ein-
skorðast við fisk. Einnig var öll
textaframsetning endurskrifuð og
gerð staðlaðri þ.a. þýðingar yfir á
önnur tungumál verði tiltölulega
auðveldar.
Helstu breytingarnar felast
aðallega í uppboðsþættinum sjálf-
um. Uppboðið verður alveg raf-
Frh. á nœstu síðu
28 - MARS 1997