Vísir - 03.11.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 03.11.1962, Blaðsíða 9
V í S IR . Laugardagur 3. nóvember 1962, 9 ★ í þessari sjöttu grein skýrir Anna Borg frá ★ heimilislífinu og þeim hættum sem voru sam- ★ fara því að vera gift frægum leikara. Hann hafði komið með okkur þangað en veiktist þá skyndilega og í eitt dægur var hann svo fár- sjúkur að hann sveif milli heims og heiju. Leikhússtjórinn bauð okkur að aflýsa leiksýningunni, en maðurinn minn svaraði — nei. En við mig sagði hann: — Það gagnar Þorsteini ekkert að við séum heima. Læknirinn og hjúkrunarkonan vita allt sem þarf að gera og þau gera það miklu betur en við gætum gert það. Poul var ekki síður áhyggju- fuilur en ég, en sjálfsaginn brást honum ekki. Leiksýningin fór fram, gaman- söm og full af fjöri. Við lékunj gamanleikritið Andbýlingana, maðurinn minn lék von Buddinge liðsforingja og ég var Malli. I þeim atriðum sem við lékum saman í, þorðum við ekki að horfa í andlit hvors annars. Við vorum bæði kvalin af sama ótt- anum og bæði biðum við eftir því að síminn hringdi, biðum eft- ir boðum sem voru væntanleg. Við vissum ekki hvernig þau boð myndu verða. En þegar leikritið var úti feng- um við boðin. Drengurinn okkar hafði yfirunnið sjúkdóminn. ~jp^f til vill hjálpaði það mér þetta kvöld, að við lékum þenna gamanleik Hostrup. Þetta hefði orðið miklu erfiðara ef ég hefði verið í hlutverki þar sem ég hefði átt að túlka sömu örvæntingu og ótta sem ég fann sjálf til. Maður verður að gerþekkja þær tilfinningar, sem túlka skal á leiksviðinu, en þær mega ekki ganga of nærri manni og eigin sorg og kvíði má ekki koma fram í hlutverkinu. Anna Borg og synir hennar, Stefán er sá eldri, Torstein sá yngri. fyrstu árum mínum í Danmörku, en að sumu leyti hafði ég lokazt inni. Ef mér sárnaði eitthvað, byrgði ég það inni í mér og ég duldi það líka, ef ég gladdist af einhverju. Poul veit hvernig mér er inn- anbrjósts, hugsaði ég. Það er ekki nauðsynlegt að tala um það. Og hann vissi alltaf um það, en' hann hlaut að hugsa: — Hvers vegna segir hún mér það ekki? Meðan ég forðaðist það af mestu þverúð að leita ráða hjá honum, fannst honum eðlilegt að leita ráða hjá mér. Og þessi af- staða hans hjálpaði mér. I daglegu lífi með honum og tveimur börnum okkar fór ég bráðlega að losna úr innilokuninni og ég varð aftur og frjáls eins og ég hafði verið upprunalega. Og mér fannst ég verða eins dönsk í mér og maður minn — meðan honum fannst hann verða eins ís- lenzkur og ég. TVTæsta haust lék ég á móti Ey- ” vind Johan-Svendsen í ís- lenzka leikritinu Galdra Lofti. En það var einmitt í hlutverki Stein- Tímaleysingjanum. Johannes Poul sen lék aðalhlutverkið, Liva Wee) lék Pernillu og ég lék aftur Leo- noru. Um það layti fór Poul Reu- mert frá leikhúsinu um skeið. Við Johannes Poulsen lékum saman í mörgum fleiri leikritum, svo sem Faust og Cant. Hann var mikill og hugmyndaríkur leikari, og hann var góður og tryggur vinur. Adam Poulsen var líka góður vinur minn. Á heimili hans naut ég alltaf gestrisni og skilnings Þar kom ég oft á námsárum mín- um og Adam Poulsen las dönsku með mér. Ég fékk aldrei að borga honum neitt fyrir kennsi- una. — Ég geri það í minningu um móður yðar, sagði hann að- eins. I'kanskan fór að verða mér kær- * ' ari og kærari. Þegar maður verður að berjast fyrir því að tileinka sér tungumál, fer maður jafnvel að halda meira upp á það en tungumálið sem maður fékk í vöggugjöf og þannig fannst mér það vera. Þegar námstímanum var lokið varð ég að halda áfram þrotlaust ar átti ég heima. Þannig fannst mér það og þannig finnst mér það enn. Ég hvarf aðeins skamma stund til Dagmar-Ieikhússins, en ég kunni aldrei við mig þar. Tjegar eldri sonur okkar, Stefán, fæddist gerðist nokkuð und- arlegt með mér, að mér fannst. Ég varð svo uppnumin af honum unnar, sem Poul Reumert hafði fyrst látið mig reyna kraftana meðan ég var enn á leikskólan- um. Á fyrstu leikárum í Konung- lega leikhúsinu lék ég oft á móti Johannes Poulsen og samleikur- inn við hann var ætíð mjög á- nægjulegur með iistrænni gleði. Við lékum fyrst saman árið 1930 f leikritinu Gatan eftir Elmer Rice og á sama leikári lékum við f að æfa mig í málinu, ég varð að læra að bera hvert hljóð rétt fram og hvert áherzluatkvæði á sínum stað. Ég sé enn fyrir mér leikhandritin mín, eins og þau litu út á þessum fyrstu árum. Þar voru flest orðin undirstrikuð eða með hljóðtáknum og merkjum, sem ég ein gat skilið. Konunglega leikhúsið var orðið heimili mitt. Við það hafði ég lært og þar og hvergi annars stað .3 ég gat ekki um annað hugsað, allt annað varð að víkja. Það getur verið að þetta komi fyrir allar konur, er þær verða mæður. Og ég held, að þegar þannig stendur á, hljóti leikhæfileikarnir að hverfa fyrst í stað, þegar barnið hefur svo mikla þörf fyrir móður sfna. Barnið er henni líka nóg. Það var því gott, að á þeim ár- um dró ég mig nokkuð í hlé frá leikhúsinu og tók ekki að mér nein meiri háttar hlutverk. Svo líður þetta hjá og maður snýr endurnærður til leiksviðsins. Ctundum er erfitt að vera bæði ^ móðir og leikari. Það fann ég. oft meðan drengirnir voru litlir. Ég man eftir þvf að yngri sonur okkar Þorsteinn veiktist af lungnabólgu, þegar við vorum að leika gestaleik f leikhúsi Árósa. SKRÁÐ HEFUR INGA MÖRCK Poul Reumert með eldri son sinn Stefán.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.