Tölvumál - 01.05.1998, Qupperneq 7
TÖLVUMÁL
Framkvæmd stefnu
ríkisstjórnar íslands um
upplýsingasamfélagið
Siaurðardóttur
í október 1996 gaf ríkisstjórn ís-
lands út ritið „Framtíðarsýn ríkis-
stjórnar íslands um upplýsinga-
samfélagið". í ritinu kemur fram
sá ásetningur að tæknin verði sem
best nýtt til að tryggja vaxandi
hagsæld í landinu svo unnt verði
að halda uppi velferðarkerfi og
menningarstigi eins og best gerist.
Þessi ásetningur kemur vel fram í
yfirmarkmiði framtíðarsýnarinnar
sem hljóðar svo:
íslendingar verði í fararbroddi
þjóða heims við nýtingu upplýs-
ingatækni í þágu bætts mann-
lífs og aukinnar hagsældar.
í framhaldi af birtingu stefnunn-
ar var mótaður farvegur fyrir fram-
kvæmd hennar. í maí 1997 ákvað
ríkisstjórnin að setja á stohi þróun-
arverkefni um íslenska upplýsinga-
samfélagið. Verkefnið stendur yfir í
5 ár, frá 1. september 1997 til 1.
september 2002 og miðar að því að
koma stefnu og framtíðarsýn ríkis-
stjórnar íslands um upplýsinga-
samfélagið í framkvæmd.
Verkefnisstjórn
Skipuð hefur verið verkefnis-
stjórn sem er ráðgefandi fyrir for-
sætisráðuneyti og stýrir, fyrir þess
hönd, víðtæku samráði ráðuneyta,
sveitarfélaga, fulltrúa atvinnurek-
enda, launþega o.fl. um málefni
upplýsingasamfélagsins. Verkefn-
isstjórn er skipuð fulltrúum ráðu-
neyta fjármála, menntamála, sam-
göngumála, iðnaðar og viðskipta,
auk fulltrúa forsætisráðuneytis sem
er formaður verkefnisstjórnar.
Verkefnisstjórn fjallar um fram-
kvæmd verkefna sem krefjast sam-
ræmingar milli ráðuneyta eða
varða samfélagið í heild. Verkefn-
isstjórn ber ábyrgð á reglulegri
heildarendurskoðun stefnunnar
og metur árlega þann árangur sem
náðst hefur.
Helstu verkefni verkefnisstjórn-
ar eru eftirfarandi:
• Að fylgja eftir þeirri heildar-
stefnumótun sem fram hefur
farið á vegum ríkisstjórnarinn-
ar um málefni upplýsingasam-
félagsins og vinna að reglu-
bundinni endurskoðun hennar.
• Að stuðla að því að íslensk
stjórnvöld, atvinnulíf og al-
menningur hagnýti sér kosti
sem leiða af örri framþróun á
sviði upplýsinga- og fjarskipta-
tækni.
• Að vera vettvangur fyrir og
leiða samstarf ráðuneytanna á
sviði upplýsinga- og fjarskipta-
tækni.
• Að leita eftir samstarfi við aðila
utan ríkiskerfisins, einkum
sveitarfélög, fyrirtæki og fé-
lagasamtök um málefni upp-
lýsingasamfélagsins.
• Að fylgja eftir sérstökum áhersl-
um ríkisstjórnar á þessu sviði.
• Að vera ráðgefandi fyrir ríkis-
stjórn um fjárveitingar til þess-
ara mála.
• Annast f.h. íslenskra stjórn-
valda þátttöku í 5 ára samstarfs-
verkefni Evrópuríkja um fram-
kvæmd stefnu í málefnum upp-
lýsingasamfélagsins.
Stærstu verkefnin nú varða
fjárlagagerðina og skipulag þróun-
arverkefnisins auk ýrnissa verkefna
á sviði menntamála sem verkefn-
isstjórn kemur að. Ekki er rúm til
að skýra frá þessum verkefnum
hér en nefna má dæmi um önnur
verkefni sem unnið er að:
Upplýsingamiðlun
Upplýsingamiðlun er mikil-
vægur þáttur í starfi verkefnis-
stjórnar. Frá september 1997 hef-
ur íslenska upplýsingasamfélag-
ið, stefna ríkisstjórnar og fram-
kvæmd hennar á ólíkum sviðurn
verið kynnt á tugurn funda og ráð-
stefna. Á slíkum fundum koma
gjarnan fram áhersluatriði mis-
munandi fag- eða þjóðfélagshópa
sem nauðsynlegt er að taka tillit
til við framkvæmd stefnunnar.
Könnun á tölvunotkun
Mat á þróun upplýsingasam-
félagsins þarf að byggja á töluleg-
um upplýsingum um tölvunotkun
sem aflað er með reglubundnum
hætti. Ráðgert er að gera slíkar
kannanir tvisvar á ári. Verkefnis-
stjórn og RUT-nefnd stóðu að
könnun sem framkvæmd var nú í
febrúar 1998. Þar kemur fram að
rúmlega 60% íslenskra heimila er
með tölvu og á rúmlega 34%
MAÍ 1998 - 7