Tölvumál - 01.05.1998, Síða 18
TÖLVUMÁL
Neteftirlit með
Open View
tir He qa He qason
í dag eru upplýsingakerfin ómiss-
andi þáttur í starfsemi fyrirtækja
og stofnana, afkoma þeirra bygg-
ist að meira eða rninna leyti á
þessum kerfurn og fjölmörg
vandamál þeim tengd blasa við
stjórnendum fyrirtækja og stofn-
ana. Flækjustig kerfanna er að
aukast, fyrirtæki og stofnanir sem
áður ráku lokuð staðarnetskerfi
eru nú með víðnets- og inter-
nettengingar í gengnum leigulín-
ur, háhraðanet og ISDN. Að auki
er umhverfið orðið meira og
minna blandað NT, Nowell, Unix
og hvað þetta nú heitir allt saman
og ofan á allt hafa „forsjálir"
tölvu- og hugbúnaðarhönnuðir
fortíðarinnar byggt inní kerfin
tímasprengju sem framlag til at-
vinnuöryggis tölvumanna. Það er
því auðsætt að það er auðvelt að
missa yfirsýnina og rekstrarleg
vandamál virðast á stundum ill
viðráðanleg. Flókinn búnaður
krefst mikillar sérfræðiþekkingar
og ekki er á valdi neins eins
starfsmanns að halda öllum þráð-
um og þar við bætist að hæfir
starfsmenn virðast ekki á hverju
strái. Það má því fullyrða að það
er ekki á færi nema stærstu fyrir-
tækja og stofnana að hafa yfir að
ráða þeim mannafla sem getur
þjónustað öll þeirra upplýsinga-
kerfi. Og þá kemur upp spurning-
in, því ættu þessi fyrirtæki og
stofnanir að standa í því að reka
18- MAÍ 1998
sínar eigin tölvudeildir, þegar það
blasir við að oft á tíðum er það
gert af vanmætti og sífellt er þörf
fyrir aðkeypta utanaðkomandi
vinnu. Svarið virðist blasa við,
því ekki að fela rekstur upplýs-
ingakerfanna í hendur fyrirtækja
sem hafa yfir að ráða sérhæfðum
mannafla til að þjónusta upplýs-
ingakerfin.
Hluti af því að veita slíka
rekstrarþjónustu felst í því að
fylgjast með kerfunum og bregð-
ast við, þegar ástand kerfanna gef-
ur tilefni til, helst áður en notend-
ur verða fyrir töfum eða óþæging-
um. Við hjá Skýrr hf. höfum nú í
nokkur ár notast við neteftirlits-
kerfið OpenView frá Hewlett
Packard. Eftirlit og vöktun með
OpenView byggir á svokölluðu
SNMP (Simple Network Mana-
gement Protocol). OpenView get-
ur vaktað bæði IP og IPX net en
sem stendur hefur áhugi okkar
eingöngu beinst að IP neturn af
ástæðum sem flestir skilja. SNMP
er í grundvallaratriðum staðall
sem lýsir því hvernig hægt er að
nálgast kerfisupplýsingar, og telj-
ara, svokallaðar SNMP uppsprett-
ur, sem gefa til kynna ástand og
virkni búnaðar, frá miðlægri
stjórnstöð (Network Node Mana-
ger), OpenView er einmitt slíkt
kerfi. Eftirlit sem hér um ræðir á
við bæði um vél- og hugbúnað,
oftast er uppbyggingin þ.a. það
stýrikerfi sem búnaðurinn keyrir
á veitir ákveðna grunnþjónustu
svokallaðan aðalútsendara (Mast-
er Agent), framleiðendur annars
búnaðar s.s. hugbúnaðarpakka
srníða svokallaða aukaútsendara
(Extension Agent) sem nýtir sér
grunnþjónustu aðalútsendarans
til þess að veita stjórnstöð aðgang
að ástandsupplýsingum urn
virkni búnaðarins. Eftirlit er
framkvæmt á tvennan hátt, ann-
arsvegar er skilgreint í stjórnstöð
reglubundið eftirlit (polling) með
tilteknum ástandsbreytum og telj-
urum, skilgreind eru þröskulds-
gildi þ.a. sjálfvirk viðbrögð fara í
gang ef tilefni er til, hinsvegar get-
ur útsendari gert viðvart, sent við-
vörun (trap), til stjórnstöðvar um
tiltekið ástand sem upp er komið
þ.a. sjálfvirk viðbrögð fari af stað.
Nú hafa mörg stýrikerfi í þó nokk-
ur ár haft uppá að bjóða aðalút-
sendara með tiltækum SNMP
uppsprettum og sörnu sögu er að
segja um ýmsan netbúnað s.s.
beina, meginbreytingin að undan-
förnu er sú að framleiðendur
staðlaðra hugbúnaðarlausna eru í
síauknum mæli farnir að innifela
SNMP uppsprettur sem hluta af
umhverfinu. Meðal þeirra eru
framleiðendur gagnagrunna eins
og Oracle og Microsoft, hóp-
vinnukerfið Lotus Notes og íleira
mætti vafalaust tína til. En það er
eitt að framkvæma eftirlit og vökt-
4