Tölvumál - 01.10.2000, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.10.2000, Blaðsíða 16
Nafnleyndarkerfi ÍE Nafnleyndarkerfi ÍE Yfírlit hugtaka og kerfís Skeggi Þormar Þar sem úrvinnsla eða rannsóknir fara fram er ekki þörf á persónuauðkennum Rannsóknarstaðir noti eigin auðkenni á gögnunum, sem séu hulin öllum ufanað- komandi aðilum og séu aftengd kennitölum með dulkóðun S Isamfélagi nútímans er til gífurlegt magn af tölvutækum upplýsingum á margvíslegum stöðum. Varðveisla og vinnsla gagna verður æ mikilvægari þáttur í starfsemi nær allra fyrirtækja, stofnana og félagssamtaka. Hér verður gert ráð fyr- ir þeirri almennu forsendu, að gögn sem tengd eru kennitölu(m) einstaklinga þarfn- ist sérstakrar aðgæslu. Astæður eru marg- víslegar, svo sem persónuvernd, þjóðfé- lagslegar venjur, fjárhagslegir og félags- legir hagsmunir. Eigi að síður eru það beinar og óbeinar kröfur samfélagsins að hægt sé að meðhöndla og rannsaka gögn af þessu tagi. Önnur meginforsenda er sú, að einungis þarf á kennitölu eða persónu- auðkenni að halda á þeim stað þar sem bein samskipti við einstaklinginn fara fram. Þar sem úrvinnsla eða rannsóknir fara fram er ekki þörf á persónuauðkenn- um. Þar er einungis þörf á að geta tilgreint hvaða gögn tilheyra einum og sama ein- staklingi, án tillits til þess hver sá einstak- lingur er. Hér verða þeir staðir þar sem bein samskipti við einstaklinga eiga sér stað nefndir samskiptastaðir en þeir staðir þar sem úrvinnsla eða rannsókn á gögnum fer fram nefndir rannsóknarstaðir. Dæmi um samskiptastað er deild á sjúkrahúsi og dæmi um rannsóknarstað gæti verið fjár- máladeild (sama) sjúkrahúss. Samkvæmt framangreindum forsendum er það eðli- legt að samskiptastaðir noti kennitölur, en rannsóknarstaðir noti eigin auðkenni á gögnunum, sem séu hulin öllum utanað- komandi aðilum og séu aftengd kennitöl- um með dulkóðun eða í tilvikum svo sem einnota rannsóknum þá sé algjör aftenging t.d. með öruggri slembivörpun. Þannig má ná fram skýrum aðskilnaði milli sam- skiptastaða og rannsóknarstaða. Þá má spyrja. Af hverju eru ekki slík kerfi í notk- un á öllum þannig stöðum? Ein ástæða er sú að þrátt fyrir að ofangreind lýsing sé harla einföld þá þurfa slík kerfi jafnframt að hafa fleiri og flóknari aðgerðir til þess að virkur aðskilnaður náist og til að hægt sé að tryggja rekstraröryggi. Hér er lagt til að eftirfarandi atriði þurfi að vera fyrir hendi í slíku kerfi: • Til að koma í veg fyrir að óviðkomandi persónur komist yfir gögn, geti sent skemmd gögn eða truflað kerfið á ann- an hátt þá verður að tryggja gagnaflutn- ing og gagnavarðveislu með stýringu á notendaaðgangi, og með dulkóðun. • Eftirlitskerfi þannig að tilnefndir eftir- litsaðilar geti sannreynt lögmæti allra samskipta. • Skráningu á öllum helstu viðburðum í kerfmu. • Notendaumsjónarkerfi þar sem hægt er að skilgreina hlutverk og aðgang not- enda. Það verður að vera hægt að til- greina notendahópa, til að stýra hvaða notendur mega skiptast á gögnum og hvernig. • Rekstraröryggi verður að tryggja þannig að hægt sé að skipta um stjórn- endur kerfisins og dulkóðunarlykla án annarrar truflunar á starfsemi. • Kerfið verður að vera auðvelt í notkun fyrir alla almenna notendur þess. Ef slík kerfi eru óþarflega íþyngjandi er hætta á að notendur leiti eftir leiðum framhjá þeim. Við munum ekki rökstyðja frekar þessi atriði, en í staðinn gefa yfirlit yfir hugbún- aðarkerfi sem Islensk erfðagreining hefur þróað í því skyni að uppfylla framan- greindar þarfir. Helstu eiginleikar • Tvískipt biðlara/miðlara kerfi, með hlutbundnum CORBA samskiptum. • Öryggi frá forriti til forrits, án milliliða (Application level security). • Netsamskipti samkvæmt SSL 3.0 staðli (Secure Socket Layer). • Dulkóðun á persónuauðkennum í gögn- 16 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.