Tölvumál - 01.10.2000, Blaðsíða 27
doc.is
Betaprófun mun fara
fram bæði á Húsavík
og Akureyri
lyfseðlana fyrr en allt er komið í lag.
Af þessu má sjá að kerfið býður upp á
mikið öryggi fyrir sjúklinga og lækna svo
ekki sé minnst á að með tilkomu kerfisins
verður mun erfiðara að falsa lyfseðla.
mPREF
Þetta kerfi er það sama og ePref nema
hvað það er til notkunar á smátölvum og
símum (mPref = mobile prescription
form)
Receptúrkerfi
Receptúrkerfið er afgreiðslukerfi fyrir
apótek þar sem öll öryggisforrit sem eru í
ePREF verða líka. Bæði er hægt að
„taxera" með venjulegum hætti og einnig
tekur það á móti rafrænum lyfseðlum. Það
verður gífurlegur vinnusparnaður í apó-
tekunum því að lyfseðlarnir koma nánast
fulltaxeraðir og lyfjafræðingurinn þarf
bara að líta yfir þá og athuga hvort þeir
séu ekki í lagi og hugsanlega setja inn TR
kort eða gefa afslátt. Auk þeirra öryggis-
forrita sem líka eru í ePREF verður örygg-
isforrit í receptúrkerfmu sem athugar
hvort sjúklingurinn sé að fá sama lyf frá
öðrum lækni, jafnvel undir öðru sérheiti.
doc.is er þegar farið að þjónusta 12 apótek
á íslandi.
Samstarfsaðilar
Landssími íslands hf.
Landssíminn er stærsti einstaki hluthafi í
doc.is Hann hefur mikilvægu hlutverki að
gegna í uppbyggingu kerfisins. Ströngustu
öryggiskröfur þarf að uppfylla í samskipt-
um gagnagrunna en öll gögn sem fara á
milli frá lækni til apóteks eru dulkóðuð.
Heilbrigðisstofnanir
Starfsmenn doc.is hafa átt mjög gott sam-
starf við lækna á Heilbrigðisstofnun Húsa-
víkur. Þeir tóku þátt í þarfagreiningu ePref
og þar verður kerfið prófað í nóvember á
þessu ári. Betaprófun mun fara fram bæði
á Húsavík og Akureyri. doc.is hefur gert
viljayfirlýsingu við Heilbrigðishóp Ey-
þings sem sarnan stendur af Heilbrigðis-
stofnun Þingeyinga, Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri og Héraðslækninum á
Norðurlandi eystra. A þessu svæði verður
kerfið prófað og reynt áður en það fer á
markað.
Apótek
Receptúrkerfi doc.is er í lokaprófun í
þremur apótekum. Þetta kerfi hefur það
umfram önnur kerfi sem eru í notkun í
apótekum á íslandi í dag, að í því verða
lyfjaupplýsingar og öryggisforrit fyrir
apótekin. Einnig getur það tekið á móti
rafrænum lyfseðlum. doc.is stefnir á það
að aðlaga receptúrinn að öðrum kerfum
sem fyrir eru í apótekum s.s. birgða- og
bókhaldskerfum.
Framtíðarsýn
Framtíðarverkefni doc.is verða til dæmis á
sviði nýrra möguleika í lyfjagjöf. Þar má
nefna hagnýtingu Lyfjaerfðafræðinnar
(e. Pharmacogenomics) við val á lyfja-
meðferðum. doc.is stefnir að því að bjóða
læknum upp á forrit sem les upplýsingar
úr s.k. SNPs-prófum og ráðleggur, út frá
niðurstöðum prófanna, hvaða lyf eru
hentug fyrir tiltekinn sjúkling og hver
skaðleg. Önnur framtíðarverkefni eru
hönnun lyfjaforrita sem tengjast sérgrein-
um lækna s.s. forrit varðandi bamalyfja-
meðferðir og krabbameinslyfjaforrit, og
upplýsingaforrit varðandi lausasölulyf og
náttúrulyf sem ætluð eru lyfjafræðingum
og lyfjatæknum þegar veita á sjúklingum
ráðgjöf vegna notkunar.
Þá eru óupptalin önnur hugbúnaðar-
vekefni sem lúta að faglausnum fyrir heil-
brigðisgeirann en tengjast ekki lyfjum.
Þegar er hafin frumvinna að nokkrum slík-
um verkefnum í samvinnu við aðila sem
veitt geta nauðsynlega fagþekkingu í slík
verkefni.
Jón Pétur Einarsson er lyfjafræðingur
og hefur starfað sem sérfræðingur hjá
doc.is frá stofnun þess
lblvumál
27