Tölvumál - 01.10.2000, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.10.2000, Blaðsíða 31
Persónuvemd í viðskiptum og stjórnsýslu Ráðstefna Staðlaráðs íslands og Skýrslutæknifélags íslands Hótel Loftleiðum - fimmtudaginn 19. október kl. 13.00 Setning ráðstefnu Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra setur ráðstefnuna. Ráðstefnustjóri er Jóhann Gunnarsson ritari Ráðgjafanefndar forsætis- og fjármálaráðuneyta um upplýsinga- og tölvumál. Áhrif tiiskipunar ESB á fyrirtæki og viðskiptaiíf Nick Mansfield flytur erindi um tilskipun ESB um persónuvernd og persónuupplýsingar; meginkröfurnar í tilskipuninni, áhrif hennar á fyrirtæki og stofnanir innan Evrópska efnahagssvæðisins og viðskipti á alþjóðamarkaði. Mansfield ræðir einnig hugsanlegar kröfur um vottun fyrirtækja og segir álit sitt á víðtækri notkun kennitölunnar í íslensku viðskiptalífi og stjórnsýslu með hliðsjón af tilskipuninni. Persónuvernd - stjórnsýsluhlutverk og stefna í Ijósi nýrra laga Sigrún Jóhannesdóttir flytur erindi um nýstofnaða Persónuvernd og nýmæli nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Páll Hreinsson fjallar um almennar ráðstafanir og öryggisreglur sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að fylgja við meðhöndlun persónuupplýsinga. 15:00 ÍST BS 7799 - væntanlegur íslenskur staðall um öryggi upplýsinga Svana Helen Björnsdóttir flytur erindi um uppbyggingu staðalsins BS 7799 og hvernig hann gagnast til að uppfylla kröfur um meðferð upplýsinga og bæta sóknarfæri í viðskiptum. 15:30 Þýðing og áhrif nýrra lagareglna um persónuvernd og meðferð persónulegra upplýsinga fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir - skoðun lögmanns Hlynur Halldórsson héraðsdómslögmaður reifar skoðanir sínar um það hvaða áhrif tilskipun Evrópubandalagsins og ný lög um persónuvernd kunna að hafa á skipulag, starfsemi og rekstur íslenskra fyrirtækja og stofnana. 16:00 Pallborðsumræður - tækifæri og ógnanir Hvaða ný tækifæri og ógnanir sjá menn fyrir sér? Munu nýjar kröfur og ný löggjöf íþyngja íslenskum fyrirtækjum og stofnunum eða bjóða uppá áður óþekkt tækifæri og aukið hagræði? Er kennitalan í hættu? Er um réttarbót að ræða fyrir almenning? Hallgrímur Snorrason, Hagstofustjóri, Friðrik Sigurðsson, formaður Staðlaráðs íslands og forstjóri Tölvumynda, Pétur Hauksson, formaður Mannverndar, Svana Helen Björns- dóttir, framkvæmdastjóri Stika og Úlfar Erlingsson, forstöðumaður gagnaöryggis hjá (slenskri erfðagreiningu ræða málin. Tölvumál 31

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.