Tölvumál - 01.10.2000, Blaðsíða 10
Schengen samkomulagið
Frakkar eru ábyrgir
fyrir dagtegum rekstri.
Nefndir með fulltrúum
frá öllum aðildarríkj-
um taka allar stórar
ákvarðanir og
tryggja samhæfingu
á milli C.SIS og
allra N.SIS
upplýsingar eru færðar inn í C.SIS og
uppfærðar þaðan í öll N.SIS, þ.e. skrán-
ingarupplýsingar þátttökulands eru ekki
færðar beint í N.SIS viðkomandi lands.
Schengen upplýsingakerfið er þannig upp-
byggt að aðildarlöndin geta ekki skipst á
upplýsingum beint hvert til annars heldur
einungis með skeytasendingum til C.SIS,
sem fullgildir skráningar og varpar þeim
síðan til gagnagrunns þátttökulandanna.
Til þess að athuga heilleika N.SIS gagn-
vart C.SIS er framkvæmdur gagnagrunns-
samanburður með reglubundnu millibili.
Uppfærsla á C.SIS og innganga Norð-
urlandanna
Schengen löndin vinna nú að uppfærslu á
C.SIS kerfinu. Uppfærslan kallast
C.SIS 1+ og tengdist fyrri hluti hennar
endurbótum vegna ártalsins 2000 og síðari
hlutinn viðbótum vegna inngöngu Norður-
landanna fimm auk væntanlegri inngöngu
Stóra Bretlands og Irlands. Fyrri áfangi
þessarar uppfærslu var tekinn í notkun
fyrir núverandi aðildarríki á síðari hluta
árs 1999, en síðari hlutinn verður tekinn í
notkun í nóvember árið 2000.
Tenging Norðurlandanna við C.SIS til
prófana átti sér fyrst stað í júní sl. Norður-
Mynd 2: Þátttökuiönd í Schengen samstarfinu eftir
löndin fimm, Danmörk, Finnland, Noreg-
ur, Svíþjóð og Island eiga svo að hafa að
fullu starfhæf N.SIS kerfi til tenginga við
C.SIS 1+ í desember 2000.
Framtíðaruppfærsla með algerlega nýrri
högun fyrir C.SIS, svonefnd SIS II, er nú
þegar á teikniborðinu, þar sem núverandi
útgáfa ræður ekki við fleiri en 18 aðildar-
lönd. Litið er til stækkunar ESB til austurs
í þessu sambandi og reiknað með að lönd
eins og Tékkland, Pólland o.fl. eigi eftir
að bætast við síðar.
C.SIS rekstur
Frakkar eru ábyrgir fyrir daglegum rekstri.
Nefndir með fulltrúum frá öllum aðildar-
ríkjum taka allar stórar ákvarðanir og
tryggja samhæfingu á milli C.SIS og allra
N.SIS. Starfsmenn C.SIS eru um 40 tals-
ins og sjá þeir meðal annars um uppsetn-
ingu tenginga við N.SIS, prófanir, aðstoða
við villugreiningar og ýmsa tölfræði.
Rekstur C.SIS er greiddur af öllum þátt-
tökulöndunum eftir ákveðinni hlutfalls-
skiptingu.
N.SIS
N.SIS eru staðsett hjá öllum aðildarríkjum
og eru þau í rekstri allan sólarhringinn
inngöngu fimm Norðurianda
10
Tölvumál