Tölvumál - 01.10.2000, Blaðsíða 9
Schengen samkomulagið
Yfirvöld sem eru
ábyrg fyrir lögreglu-
málum, landamæra-
vörslu, tollamálum,
vegabréfsáritunum og
dvalarleyfum hafa
aðgang að kerfinu
Um er að ræða upp-
lýsingar um einstak-
linga sem yfirvöld
vilja hafa upp á og
einstaklinga sem ekki
fá að koma inn á
Schengensvæðið
Schengen upplýsingakerfið
(SIS)
Eins og áður sagði er landamæraeftirliti á
milli Schengenlandanna hætt og komið á
sameiginlegum vegabréfsáritunum með
Schengen samningnum. Ein af forsendum
þess að þetta geti gengið er að það minnki
ekki öryggi einstakra landa. Til þess að
tryggja þetta var komið á fót sameiginlegu
upplýsingakerfi til þess að gera yfirvöld-
um mögulegt með aðstoð tölvu að hafa
aðgang að upplýsingum um fólk og hluti
vegna landamæravörslu og annarrar lög-
og tollgæslu, auk aðgangs að upplýsingum
sem nota þarf við útgáfu vegabréfsáritana
og dvalarleyfa. Yfirvöld í aðildarlöndun-
um sameinast um rekstur kerfisins og hafa
öll aðgang að því. I kerfinu eru upplýsing-
ar um einstaklinga sem yfirvöld vilja hafa
upp á og einstaklinga sem ekki fá að koma
inn á Schengen svæðið auk upplýsinga um
hluti sem hugsanlega tengjast afbrotum.
Yfirvöld sem eru ábyrg fyrir lögreglumál-
um, landamæravörslu, tollamálum, vega-
bréfsáritunum og dvalarleyfum hafa að-
gang að kerfinu. Upplýsingakerfum
Schengen má skipta í 3 meginhluta þ.e.
Schengen Information System (SIS),
Supplementary Information Request at
National Entry (SIRENE) og Visa
Inquiry Open border Network (VISION).
Dómsmálaráðuneytið fer fyrir Islands
hönd með framkvæmd Schengen samn-
ingsins og hefur ráðuneytið samið við
Skráningarstofuna hf. (SKS) um að sjá
um undirbúning, þróun, uppsetningu og
rekstur tölvuvæddra upplýsingakerfa
vegna Schengen samstarfsins. Dagrétt út-
gáfa af SIS gagnagrunninum verður stað-
sett hjá Skráningarstofunni hf. Helstu
aðilar aðrir, sem koma að uppbyggingu
og rekstri Schengen upplýsingakerfa eru
Ríkislögreglustjórinn (SIRENE) og Út-
lendingaeftirlitið (VISON). Uppflettinot-
endur kerfanna verða einnig hjá framan-
greindum aðilum, lögregluembættum og
við landamceravörslu, aðallega í Leifs-
stöð.
Norðurlöndin fimm létu vinna ákveðinn
hluta upplýsingakerfisins sameiginlega í
samstarfi sem hefur verið nefnt NoCop.
Þessi hluti upplýsingakerfisins kallast
N.SIS. N.SIS hlutinn sér um öll samskipti
við hinn miðlæga hluta, sem kallast C.SIS
og er staðsettur í Strasbourg í Frakklandi.
Var samið um þann hluta við IBM í Dan-
mörku. Byggir sá sameiginlegi hluti á
lausn, sem IBM í Austurríki vann fyrir
Austurríkismenn, sem tengdust SIS 1997
og hefur reynst vera góð og sveigjanleg.
Norðurlöndin og Austurríki hafa nú mynd-
að sameiginlegan notendahóp til þess að
vinna að hagsmunamálum sínurn og
áframhaldandi þróun. IBM í Danmörku
afhenti N.SIS hugbúnaðinn og tilheyrandi
vélbúnað til Norðurlandanna í apríl sl.
Þjóðlegi hlutinn, þ.e. forritið sem sér
um notendaskilin við hina íslensku not-
endur og samskipti við N.SIS, er hins
vegar kallaður ISIS. Sambærileg þjóðleg
kerfi eru langt kornin í þróun á hinum
Norðurlöndunum.
Hvað er SIS ?
Tilgangur Schengen Information System,
SIS, er að gera yfirvöldum mögulegt með
aðstoð tölvukerfis að hafa aðgang að upp-
lýsingum um fólk og hluti vegna
iandamæravörslu og annarrar lög- og toll-
gæslu auk aðgangs að upplýsingum sem
nýta þarf við útgáfu vegabréfsáritana og
dvalarleyfa. Schengenlöndin annast sam-
eiginlega rekstur á þessu kerfi. Um er að
ræða upplýsingar um einstaklinga sem yf-
irvöld vilja hafa upp á og einstaklinga sem
ekki fá að koma inn á Schengensvæðið
ásamt upplýsingum um hluti sem hugsan-
lega tengjast afbrotum. Schengen upplýs-
ingakerfið á að vera aðgengilegt fyrir þá
sem annast:
a) Landamæraeftirlit
b) Annars konar eftirlit lögreglu og toll-
gœslu innan aðildarríkis
c) Utgáfu á vegabréfsáritunum, dvalar-
leyfum og öðrum leyfum til útlendinga.
Grunnuppbygging SIS, C.SIS og N.SIS
SIS er byggt upp kringum miðlægan
gagnagrunn, Central SIS (C.SIS), sem
staðsettur er í Strasbourg í Frakklandi. í
hverju Schengen þátttökulandi eru síðan
svokölluð National SIS (N.SIS), sent hafa
afrit af C.SIS gagnagrunninum. Aðilar í
hverju landi leita í sínum N.SIS. Nýjar
Tölvumál
9