Tölvumál - 01.10.2000, Blaðsíða 29
Minning
Ottó var einlægur áhugamaður um ís-
lenskt mál og stuðningsmaður allrar við-
leitni til að íslenskan færi ekki halloka í
heimi upplýsingatækninnar. Barátta fyrir
stöðu hennar þar hefur staðið allt frá því
að fyrstu gagnavinnsluvélarnar komu til
landsins og stendur enn, þó að hún færist
stöðugt á nýjan og nýjan vettvang. Þar
sem áður var strítt við stafatöflur og staf-
rófsröð standa Islendingar nú frammi fyrir
þeim vanda að kenna tölvum talað mál.
Til að koma því verkefni í höfn er óskandi
að til komi liðsmenn af því tagi sem Ottó
var.
Ottó var aldrei í vafa um forgangsröð
hlutanna. í fyrirtækjum hans var það ávallt
efst á blaði að viðskiptavinurinn, hver sem
hann var, skyldi fá þá þjónustu sem best
var unnt að veita. Til marks um það eru til
sögur sem ekki verða raktar hér. Hann
valdi sér samstarfsmenn af kostgæfni og
kappkostaði að gera þannig við þá bæði í
menntun, starfsumhverfi og öðrum kjörum
að þeir yndu sér vel. Ottó fór nokkuð eftir
tilfinningu sinni er hann valdi úr hópi um-
sækjenda. Virðist það hafa gefist honum
vel því að svo mikið er víst að stór hópur
góðra manna og kvenna hefur átt með
honum langt samstarf. Sinn eigin persónu-
lega hag setti hann á stundum neðar í for-
gangsröð verka sinna en hollt var.
Ekki er svo hægt að ræða um Ottó A.
Michelsen að ekki sé minnst á eitt helsta
áhugamál hans, en það er starf hans á veg-
um kirkjunnar. Það er sjálfsagt ekki mörg-
um kunnugt hvemig hann, ávallt störfum
hlaðinn, gat eytt jafn mörgum stundum og
raun bar vitni, við byggingu Bústaða-
kirkju, eða í öðrum störfum á vegum safn-
aðarins, en allt það starf var honum mjög
kært, og unnið af mikilli gleði og ánægju.
Það fór heldur ekki á milli mála hvar rætur
hans lágu, Skagafjörður var í hans huga
sveitin eina, svo fremri öllum öðrum var
hún, og djásnið sem hún bar nefndist
Sauðárkrókur. Já, hann unni bernskuslóð-
um sínum, og oft á tíðum lagði hann þar
hönd á plóg, þegar honum fannst eitthvað
mætti betur fara.
Ottó var fæddur 10. júní árið 1920, son-
ur Jörgens Franks Michelsen, úrsmiðs og
kaupmanns á Sauðárkróki, er fæddur var í
Horsens á Sjálandi árið 1882, og konu
hans Guðrúnar Pálsdóttur frá Draflastöð-
um í Eyjafirði, af Hvassafellskyni, sem
fædd var 1886.
Ottó lærði viðgerðir á skrifstofuvélum í
Þýskalandi og Danmörku og útskrifaðist
sem skriftvélavirki árið 1946. Eftir heim-
komu frá námi það ár stofnaði hann fyrir-
tækið Skrifstofuvélar, og byggði það upp í
að verða eitt öflugasta fyrirtækið á land-
inu, á sviði skrifstofuvéla, og þjónustu við
þær.
Arið 1950 tók hann að sér umboð fyrir
IBM hér á landi og lærði viðhald gagna-
vinnsluvéla IBM, m.a. í Svíþjóð. Þegar
forráðamenn IBM ákváðu að stofna útibú
á Islandi árið 1967 var hann ráðinn fyrsti
forstjóri þess, og gegndi því starfi til árs-
ins 1982.
Eftirlifandi eiginkona Ottós er sveitungi
hans Gyða, fædd 4. ágúst 1924, dóttir Jóns
Þ. Björnssonar skólastjóra frá Veðramóti
og Geirlaugar Jóhannesdóttur. Börn þeirra
eru fjögur en fyrir hjónaband eignaðist
Ottó tvö börn. Ottó segir sjálfur í viðtals-
bók sinni og Jóhannesar Helga, sem út
kom hjá Hörpuútgáfunni 1997 að Gyða
hafí verið sér stoð og stytta alla tíð, í með-
byr sem mótbyr. Kunnugir vita að þetta er
síst ofsagt.
Við viljum votta minningu Ottós A.
Michelsen virðingu okkar fyrir hans mikla
frumkvöðulsstarf á sviði vélrænnar gagna-
vinnslu, sem lagði grunninn að því sem nú
hefur þróast í það sem nefnt er upplýs-
ingatækni, og er í dag orðinn einn af mik-
ilsverðari þáttum í íslensku samfélagi.
Jakob Sigurðsson
Jóhann Gunnarsson
Tölvumál
29