Tölvumál - 01.10.2000, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.10.2000, Blaðsíða 22
Persónuvernd Verður ættartölu- grúskið ólöglegt? (http://www.cenorm.be/ISSS/). Formaður þessa stýrihóps heitir Nick Mansfield og mun hann koma á ráðstefnu Staðlaráðs og Skýrslutæknifélagsins 19. októberog kynna stöðu þessara mála. í lýsingu á markmiðum IPSE segir meðal annars að enn sé deilt um hvort þörf sé á frumkvæði um sjálfreglun (self-regul- atory initiative) til að leiðbeina fyrirtækj- um við að fullnægja kröfum tilskipunar ESB. Hins vegar sé ljóst að markaðsaðilar þurfi margs konar hentug og áreiðanleg verkfæri sem njóti trausts þannig að ekki verði of kostnaðarsamt að fullnægja kröf- um tilskipunarinnar. Fyrirtæki munu með- al annars styðjast við staðla um meðferð persónuupplýsinga. Líklegt þykir að stað- allinn BS 7799 eigi eftir að hljóta mikla útbreiðslu sem fyrirmynd að siða- og verklagsreglum. Unnið er að því innan al- þjóðlegu staðlasamtakanna ISO að taka BS 7799 upp sem alþjóðlegan staðal. Staðlaráð íslands hefur einnig ákveðið að þýða staðalinn og Fagráð í upplýsinga- tækni mun líklega mæla með að hann verði gerður að íslenskum staðli. BS 7799 verður kynntur á ráðstefnunni 19. október. Mikilvægar spurningar Fyrirtæki þurfa að geta svarað því hvort þau fullnægi ákvæðum tilskipunar ESB. Geri þau það er starfsemi þeirra í sam- ræmi við íslenska löggjöf. Jafnframt munu þau geta boðið þjónustu sína á öllu Evr- ópska efnahagssvæðinu. Líklegt er að mörg íslensk fyrirtæki muni spyrja sömu spurninganna: Er t.d. í lagi að nota kenni- tölur sem viðskiptamannanúmer? Verður ættartölugrúskið ólöglegt? Verður nauð- synlegt fyrir fyrirtæki sem meðhöndla við- kvæmar persónuupplýsingar að verða sér úti um einhvers konar vottun? Ættu leið- andi tölvufyrirtæki á Islandi að koma sér saman um siðareglur? Hvaða gögnum má safna og og hvemig má safna gögnum? Sumum slíkra spuminga svarar tilskipunin beint en hin nýja persónuverndarstofnun hefur það hlutverk að leiðbeina og skera úr um vafatriði. A ráðstefnu um persónu- vemd í viðskiptum og stjórnsýslu 19. október gefst tækifæri til að hlusta á fróð- ustu menn á þessu sviði og jafnframt koma á framfæri skilaboðum um hvaða svör menn vildu helst fá! Þorgeir Sigurðsson framkvæmdastjóri FUT (Fagráðs í upplýsingatækni) Kámskeið á vegu m ÍggJ ENDBRMENNTDNARSTOFNDNAR HÁSKÖLA ISLANDS DUNHAGA 7 • 107 REYKJAVÍK • SÍMI: 525-4444 • FAX: 525 4080 Netfang: endurmenntun@hi.is • Heimasíða: http://www.endurmenntun.is * Stjórnun hugbúnaðarverkefna Sjá einnig: * Fjármál fyrir aðra en fjármálastjóra * XML * Stjórnun fyrir nýja stjórnendur * Verndun hugbúnaðar Nánari upplýsingar: * Hönnun vöruhúsa gagna www. endurmentttun. íii. is 22 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.