Tölvumál - 01.12.2000, Síða 3
••
TOLVUiAL
Tímarit Skýrslutæknifélags íslands
• E • F • N • I
EPICS - Nýtt nám í upplýsingatækni c
Eggert ólafsson J
Um skólastarf og skógrækt k
Birgir Edwald 0
Nýr starfsgreinahópur í upplýsinga- fækniiðnaði innan Samtaka iðnaðarins
Ingvar Kristinsson og Guðmundur ÁSMUNDSSON 8
Active Directory & Windows 2000 ÓLAFUR ÍSAKSSON 10
Slökkvikerfi og annar öryggisbúnaður fyrir tölvurými 14
SlGURÐUR INGVARSSON
Næsta kynslóð þráðlausra staðarneta 16
Wynne Davies
Ráðstefnur og sýningar 21
ISSN-NÚMER:
I021-724X
iimiiinii
Viðburðaríku ári í sögu Sl er lokið þar sem aðsókn á ráðstefnur
félagsins var með besta móti. Þar fyrir utan var mikil gróska á öllum
sviðum upplýsingatækninnar hérlendis sem erlendis og margar
nýjungar kynntar til sögunnar. Einnig voru miklar sviptingar og á
forsíðum blaða voru margsinnis fyrirsagnir tengdar greininni og má
þar nefna hið umdeilda tónlistardreifingaforrit Napster og gjaldþrot
nefverslunarinnar Boo.com markaði tímamót, ekki síst fyrir hversu
ótrúlega hratt fyrirtækið reis og féll og hversu gífurlegar upphæðir
glötuðust. Reyndar sagði sá hraði ákveðna sögu og þau ummæli
voru látin falla undir lok ársins að hraðinn væri of mikill og stíga
þyrfti á bremsurnar svo einhverja stjórn væri hægt að hafa á
breytingunum.
Geymslur geyma gjarnan gripi sem fólk tímir ekki að henda og
þeirra á meðal eru kynslóðir tölva sem eru í lagi en úreltar og rata
ekki út í tunnu. Undirritaður rakst um daginn þó á annan gleymdan
grip sem var fyrsta forritið sem hann eignaðist. Það fylgdi með 33
snúninga vinyl-hljómplötu sem hét XL* 1 með tónlistarmanninum Pete
Shelley og árið var 1983. Forritið var eins og hvert annað „lag" á
plötunni og átti að taka upp á segulband og keyra á Sinclair
Spectrum tölvu. A þeim árum var engin tölva heimavið svo það var
skundað til kunningja og prófað. Fyrirmæli voru á plötunni um að
spila titillagið samhliða því
að keyra forritið og saman
myndaði þetta einskonar
margmiðlun (orðið var ekki
til á þeim árum). Frumstætt,
en vísir að því sem í vænd-
um var. Þetta er öllu
einfaldara núna og með
hljómdiskum fylgir stundum
meira efni til að keyra á
tölvum. Það telst sjálfsagt
mál að blanda saman tón-
list, grafík og hreyfimynd-
um áreynslulaust með
óaðfinnanlegum gæðum.
Já, þeir Pete Shelley og
Clive Sinclair (Spectrum)
dúsa I myrkvuðum geymsl-
um flestum gleymdir en arf-
takarnir halda merkinu á
lofti.
Ritstjórn Tölvumála
þakkar höfundum efnis og
lesendum fyrir liðið ár og
óskar þeim alls velfarnaðar
á þvi komandi.
Einar H. Reynis
IMPORTANT
(» thjl ther* n ■ "Locking Groovn" bdWMtl tracLl 5
to *void computsr loéding
DISCOVER A WORLD OF
INTERACTIVE LISTENINC
ON OUR CD-ROH
Each month, BBC Musie Miigtizine* I’C CD-ROM ofícrs an intcr-
actívc, casy-to-follow listening guldc to thc music on the covcr CD,
along with mcful hackgrouud artidcs niul fcuturcs, witli aiuiio at thc
touch of ít btttton. 'I'hcrcs also an cxtcndcd vcrsion of our Ditcovering
Musie fcaturc, illtiMratcd with sound cxumplcs.
ON THE CD-ROM THIS MONTH:
INTERACTIVE LISTENINC CUIDE
Our intcractivc guide to this
momh's CDs Baroquc conccrtos
nicans you can rcad in-dcpth notcs
on tiic music whilc listcning to
thc OAK's recording. Discovcr
more about tbc cotnposcrs fcaturcd
on thc disc.
lölvumál
3