Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 16
ÞráÖlaus staðarnet Næsta kynslóð þráðlausra staðarneta Wynne Davies Gjörbreyting varð á í nóvember árið 1999 þegar IEEE staðfesti nýjan staðal yfir háhraða þráðlaus staðarnet: IEEE 802.1 Ib Notendur hafa beðið lengi eftir við- unandi þráðlausu staðarneti. Þó þráðlaus staðarnet hafi verið í notkun í um það bil áratug hafa þau til þessa verið bæði dýr og afkastalítil. Dæmigert þráðlaust staðarnet gat ekki skilað meiri afköstum en 1 til 2 Mb/s. Gjörbreyting varð á í nóvember árið 1999 þegar IEEE staðfesti nýjan staðal yfir há- hraða þráðlaus staðarnet: IEEE 802.1 lb. Þessi nýi staðall leyfir hraða allt að 11 Mb/s og jafnvel að teknu tilliti til pakkaumfremdar sem alltaf er til staðar í þráðlausum kerfum hefur netið afkasta- getu til notandans upp á 6 til 7 Mb/s. Þetta mikilvæga þróunarskref hefur vakið athygli fjölda tækjaframleiðenda. Til viðbótar við þá sem fyrir voru og buðu búnað fyrir þráðlaus staðarnet, eins og til dæmis Lucent, Proxim, Breezecom, Sym- bol og fleiri hafa Compaq, Nortel og 3Com bæst við og meira að segja hið volduga fyrirtæki Cisco keypti nýlega fyrirtækið Aironet sem framleiddi búnað fyrir þráðlaus staðarnet. Það er ekki bara að iðnaðurinn veiti því eftirtekt þegar slfk- ur risi meðal netbúnaðarfyrirtækja tekur þráðlaus staðarnet alvarlega heldur það sem meira er um vert að allir þessir aðilar eru að framleiða kerfi samkvæmt sama staðli og útkonran er sú að verð á notenda- búnaði hríðfellur. Fyrir notandann eru þetta gleðitíðindi. Þeir dagar eru að baki að þráðlaus staðar- net voru dýr og afkastarýr og búnaður sem er samkvæmt IEEE 802.1 lb hefur lækkað svo rnikið í verði og er orðinn svo afkasta- mikill að fyrirtæki eru farin að koma þeim fyrir í stórum stíl. Slíkt er ekki bara bund- ið við afkimanotkun eins í friðuðum bygg- ingum, bráðabirgða- og leiguhúsnæði, vöruskemmum, verslunum, flugvöllum og sjúkrahúsum og svo framvegis heldur er farið að nota þau allsstaðar. Flest stærri fyrirtæki sem einhvers mega sín eru farin að hafa þráðlaus staðarnet sem valkost í útboðum sínum þegar verið er að íhuga flutning á skrifstofum eða endurnýjun húsnæðis. Svo það er allt í góðu lagi í heirni þráð- lausra staðarneta! Ekki alveg því tækni- geirinn er þegar farinn að leggja drög að næstu kynslóð háhraða þráðlausra staðar- neta. Staðreyndin er að staðlavinna hófst fyrir löngu síðan og í einu tilfelli; HIPERLAN, sem er High Performance Radio LAN og nær allt að 20 Mb/s hraða er ekki bara að vinnan hafi hafist fyrir ára- tug síðan heldur var staðallinn sem slíkur að fullu frágenginn og staðfestur árið 1997. Því má spyrja að úr því að allt var frá- gengið á árinu 1997, hvers vegna er þá HIPERLAN búnaður ekki á markaði? Það er vegna þess að málið er ekki eins einfalt og ætla rnætti. Saga HIPERLAN til þessa: Það var einn kaldan desemberdag á árinu 1991 sem fjöldi fulltrúa frá stórum tölvu- og símabúnaðar framleiðendum komu saman til að ræða möguleika á því að skil- greina sannkallað háhraða þráðlaust stað- arnet. Meðal þeirra fyrirtækja sem tóku virkan þátt voru Motorola, AT&T, Oli- vetti, IBM, Nokia, Hewlett Packard, Apple Computer, Siemens, Racal, GPT, ICL/Fujitsu og fleiri. Markmiðið var að framleiða þráðlaust staðarnet sem væri ISO 8802 samhæft. Það er að skrifa MAC og PHY tæknilýs- ingu sem væri eins nálægt Ethemet högun og mögulegt væri. Þetta var hugsað sem nokkurs konar þráðlaust Ethernet sem myndi leyfa uppsetningu á afkastamiklum þráðlausum netum án þess að nota þráð- tengt umhverfi sem fyrir væri. Radíótíðn- um fyrir þessa þróun var úthlutað af CEPT á 5 GHz bandinu. Vinnunni var lokið árið 1997 og HIPERLAN var samþykkt form- lega sem ETSI staðall (ETS 300 652). Fram að þeim tímapunkti var aðeins til eitt HIPERLAN en þá, alveg óvænt, tók málið nýja stefnu! ETSI ákvað endur- skipulagningu og sameinaði vinnu HIPERLAN nefndarinnar við aðra sem var að vinna að þráðlausu breiðbandi. Frá apríl 1997 var ETSI HIPERLAN nefndin 16 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.