Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 14
Slökkvikerfi Slökkvikerfi og annar öryggisbúnaður fyrir tölvurými Sigurður Ingvarsson Fyrsta inergenkerfið á Islandi var sett upp í Þjóðarbókhlöðunni árið 1994 og er fjöldi inergenkerfa, nú þegar þetfa er skrifað, orðinn 65 S tæpan aldarfjórðung hafa verið í notkun í tölvurýmum á Islandi gasslökkvikerfi með halon 1301 slökkvimiðli. A miðjum níunda áratugnum var orðið Ijóst að halon var eitt af þeim efnum sem hvað mest skaðaði ósonlag heiðhvolfsins. Island gerðist aðili að Montreal-bókuninni um vemdun ósonlagsins og í framhaldi af því setti Umhverfisráðuneytið reglugerð varðandi þau mál. I henni er kveðið á um að fjarlægja skuli halon slökkvikerfí og koma efninu í förgun. I reglugerðinni er gert ráð fyrir því að halon slökkvikerfí hafí almennt verið tekin úr notkun fyrir 1. október 2000. Aðrar reglur gilda þó fyrir flugvélar og skip styttri en 60 metra, sem mega nota halonkerfi sín áfram. Þegar skaðsemi halons kom í ljós hófu efna- framleiðendur þróun efna til að koma í stað halons, sem hafði reynst frábærlega vel sem slökkvimiðill. Athygli beindist fljótt að efna- blöndum sem innihalda eðalgastegundina argon en slökkvimiðillinn INERGEN er út- breiddust þeirra. Inergen slökkvikerfí hafa því rutt sér til rúms á undanförnum árum og eru nú í notkun um allan heim. Fyrsta inergenkerfíð á íslandi var sett upp í Þjóðarbókhlöðunni árið 1994 og er fjöldi inergenkerfa, nú þegar þetta er skrifað, orðinn 65. Þar af hafa um 20 kerfi verið sett upp í vélarúmum skipa, nokkur í raf- magnstöfluherbergjum, spennarýmum og skjalageymslum en flest hafa verið sett upp í tölvurýmum. Inergen slökkvikerfi sem sett eru upp í landi eru ætíð sjálfvirk en skipakerfín eru vegna reglugerðarákvæða eingöngu handræst. Það er algengt að slökkvikerfi í tölvurýmum hafí einnig ofumæma reykskynjara til viðbótar þeim skynjurum sem stýra ræsingu kerfisins, og er slíkur búnaður nú í 17 tölvurýmum hér- lendis. Fyrirtækið Fire Eater í Danmörku þróaði inergen slökkviaðferðina á árunum fyrir 1990. Inergen slökkvimiðillinn er samsettur úr efn- um, sem þegar eru fyrir í andrúmsloftinu en hlutföllin í inergenefninu eru 52% köfnunar- efni, 40% argon og 8% kolsýra. Ef eldur verð- ur laus í lokuðu rými er slökkvimiðlinum blás- ið inn í rýmið með 50% styrk. Við það lækkar súrefnisstyrkurinn í rýminu úr 21% í um það bil 12,5%, en við þann styrk kafnar allur eldur. Ef fólk er statt í rýminu þegar efninu er blásið inn, er því ekki hætta búin. Astæðan er tilvist hins örlitla magns kolsýru sem er 4% í rýminu eftir innblástur. Kolsýran virkar þannig á önd- unarfæri manna að andardrátturinn verður hraðari og þannig vinnst upp súrefnisminnkun- in í rýminu. Víðtækar læknisfræðilegar rann- sóknir hafa farið fram bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, og sanna þær að fólki verður ekki meint af innöndun efnisins innan hæfi- legra tímamarka. Inergen skaðar heldur ekki ósonlag heiðhvolfsins eins og halon gerir. Virkni INERGEN slökkvikerfa: Brunastjómstöðin O, á skýringamyndinni, er heili slökkvikerfisins en hún metur og ákveður hvort hefja skuli slökkviaðgerð og stýrir síðan innblæstri inergens í rýmið. Stjómstöðin vaktar 14 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.