Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 13
Active Directory & Windows 2000
ingu á útstöðvum. Með henni er hægt að
búa til margar uppsetningarímyndir
(e: image), til dæmis eina fyrir hverja
deild, með öllum þeim forritum sem við-
komandi deild þarf að hafa uppsett. RIS
notar PXE (Pre-Boot Execution Environ-
ment), sem er staðlað skipanasett, til að
senda uppsetningarímynd á ústöðvarnar.
Flestar nýjar tölvur styðja PXE á netkorti
og í BIOS. Þá er einfaldlega nóg að
kveikja á tölvunni og stilla hana á PXE
ræsingu, þá tengist hún RIS þjóninum þar
sem hægt er að velja um þá ímynd sem á
að setja upp. Fyrir þær tölvur sem ekki
styðja PXE er notaður ræsidisklingur sem
styður öll helstu PCI netkort á markaðin-
um.
Framvísun möppu og fjarvinnsluskjöl
Til að tryggja að notandinn fái alltaf sitt
umhverfi og sín gögn er hægt að nota
framvísun rnöppu (e: folder redirection) til
að vísa möppum sem innihalda gögn not-
andans, eins og til dæmis möppumar My
Documents og Application Data, á netdrif.
Þar með er hægt að geyma öll frumgögn á
netdiskum þar sem tekið er afrit reglulega.
Ef notandinn er með ferðavél sem tengist
með þröngum samskiptalínum er síðan
hægt að stilla möppurnar þannig að þær
séu tiltækar sem fjarvinnsluskjöl
(e: offline files) á harða diski ferðavélar-
innar þegar notandinn er ekki tengdur net-
inu. Utstöðin sér sjálfkrafa um að sam-
hæfa gögnin á vélinni og á netinu þegar
tenging er til staðar.
Lokaorð
Hér hefur verið stiklað á stóm í helstu nýj-
ungum Windows 2000. Það er ljóst að
huga þarf mjög vel að allri skipulagningu
og undirbúningsvinnu í kringum uppsetn-
ingu á Active Directory. Mikil vinna getur
farið í að breyta uppsetningunni eftirá ef
grunnhönnunin var ekki ásættanleg. En ef
vel er að verki staðið og allir nýju mögu-
leikamir eru nýttir skynsamlega ætti starf
kerfisstjóra að verða mun einfaldara eftir
uppsetningu á Windows 2000 og Active
Directory.
Olafur Isaksson starfar sem kerfisstjóri
hjá Áliti. Hann er með MCSE 2000,
MCSE+I, CCA og CCSA gráður
þín?
Með opnun eins fullkomnasta og öruggasta vélasalar landsins hefur
Álit lagt grunn að enn betri þjónustu við þau fyrirtæki og
stofnanir sem vilja einbeita sér að kjarnastarfsemi og fela
sérfræðingum Álits rekstur og umsjón tölvukerfa sinna.
Hafðu samband við þjónustufulltrúa Álits og kynntu þér
álitlega kosti í stöðunni - framtíðin er að veði!
Rekstur tölvukerfa og óháð ráðgjöf
Outsourcing and Consulting
Álit ehf. • Engjavegi 6 • 104 Reykjavik • Simi 510 1400 • Fax 510 1409 • alit@alit.is • www.alit.is
lölvumál
13