Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 7
Um skólastarf og skógrækt Ég tel að þetta sé kjarni málsins og eigi að vera leiðarljós þegar breytingastarfið er skipulagt. Ég tel að gæta verði þess að einstakir þættir þróunarstarfsins séu í réttri röð og varasamt sé að stökkva á endanlegt mark- mið án þess að varða leiðina. Ég er á þeirri skoðun að þróunarstarf sé líkt og kennsla meira í ætt við skógrækt en kartöflurækt og að mikilvægt sé að vinna jarðvegsvinn- una vel áður en plantað er. í upphafi ætti að hvetja til umræðu í skólanum og vekja athygli kennara á þörf- inni á því að skólastarf aðlagist þeim breytingum sem eru að verða á samfélag- inu. Nauðsynlegt er að auka framboð á kynningum og námskeiðum fyrir kennara sem lúta að beitingu nýrrar tækni. Fljót- lega má þó gera ráð fyrir að kennarar verði færir um að viðhalda og bæta við eigin þekkingu á nýrri tækni á eigin for- sendum. Líkt og gera má ráð fyrir að nem- endur eigi eftir að bera ábyrgð á viðhaldi eigin menntunar síðar á lífsleiðinni með aðstoð upplýsingatækni má gera ráð fyrir að kennarar verði fljótt færir um slík vinnubrögð. í framhaldi af aukinni þekkingu kennar- ans á nýrri tækni og þeim breytingum sem hún kann að leiða af sér á framtíð nem- enda hans fer ekki hjá því að hann fer að huga að breyttum áherslum í starfi sínu. Þær breytingar verða grundvallaðar á fag- mennsku hans og því starfi sem hann er að vinna og verða því í eðlilegu og sjálfsögðu samhengi við það sem á undan er gengið. Mikilvægt er að kennarinn fá ráðrúm og tíma til að feta sig áfram í smáum skrefum og finni til öryggis, en sé jafnframt hvattur til góðra verka. Þrátt fyrir að ég telji mikilvægt að laða fram breytingar í starfi kennarans með þeim hætti sem að framan greinir er ég engu að síður á þeirri skoðun að hlutverk stjórnanda breytingastarfsins sé mikil- vægt. Nauðsynlegt er að gera heildaráætl- un í upphafi sem tekur til allra þátta breyt- ingastarfsins. Slík áætlun ætti að ná til langs tíma og fjalla um þætti eins og und- irbúning, tækjavæðingu, viðbótarmennt- un, tilraunastarf kennara og mat á fram- gangi. Gera þarf ráð fyrir stefnumótunar- vinnu innan hvers skóla sem tekur tillit til heildarstefnumótunar ríkis og sveitarfé- lags en er einnig í samhengi við vilja kennara og stefnu skólans. Slík stefnumót- un ætti að vera í stöðugri endurskoðun og breytast eftir því sem þekking, reynsla og viðhorf þeirra sem við skólann starfa breytast. Hlutverk stjórnandans er, líkt og skóg- ræktandans, að skapa aðstæður til vaxtar og gæta að nýgræðingnum. En hann verð- ur einnig að vera tilbúinn til að bíða þess að starfið beri ávöxt. Ekki innfluttan ávöxt heldur ávöxt sem er sprottinn upp af þeim jarðvegi sem sáð var í. Birgir Edwald er kennari og kerfisfræðingur og aðstoðarskólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri Tölvumál 7

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.