Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 5
EPICS EPICS - Eggert Ólafsson I dag er um ein milljón manna í Evrópu komin með tölvuökuskírteinið auk þess sem mörg hundruð þúsund eru í námi í 10.000 vottuð- um prófunarmiðstöðvum Nýtt nám í upplýsingatækni Talið er að það vanti a.m.k. 1,7 millj- ónir manna með fagþekkingu á upp- lýsingatækni í Evrópu og er þá raunar aðeins átt við u.þ.b. 180 milljón manna at- vinnumarkað sem tengist Evrópusamband- inu. Líklegt er talið að skorturinn á fólki með fagþekkingu sé svipaður eða jafnvel meiri annars staðar. Skýrslutæknifélag Islands er aðili að CEPIS (Council of European Professional Informatics Societies) sem kalla má Evrópu- samtök upplýsingatæknifélaga. Þessi samtök hafa hannað og útfært mjög vel heppnað al- þjóðlegt nám fyrir tölvunotendur sem kallast ECDL (European Computer Driving Licence). Hér á Islandi köllum við þetta nám TÖK, eða tölvuökuskírteini, og urn það má m.a. lesa á heimasíðu SÍ (www.sky.is). I dag er um ein milljón manna í Evrópu kom- in með tölvuökuskírteinið auk þess sem mörg hundruð þúsund eru í námi í 10.000 vottuðum prófunarmiðstöðvum (tölvuskól- um ýmisskonar) og fer sífellt fjölgandi. A formannafundi CEPIS sem haldinn var 3. nóvember sl. í Frankfurt, var mikið rætt um nýtt væntanlegt nám sem hefur verið kallað EPIC en er nú kallað EPICS. Þetta nám er frábrugðið TÖK að því leyti að því er ætlað að höfða til fagfólks í upplýsinga- tækni, en ekki almennra tölvunotenda, sem er helsti markhópur TÖK. Markmiðin með náminu eru að: a) Auka hæfni fagfólks í upplýsingatækni í Evrópu. b)Laða nýtt fólk að tölvutengdum störfum. c) Skilgreina lágmarkskröfur sem gerðar eru til fagfólks. d)Bjóða upp á þekkingarkerfi fyrir fagfólk. e)Bjóða upp á vottorð eða skírteini sem sýna hæfni og þekkingu. f) Bjóða upp á símenntun. g)Bæta úr skorti á fólki með þekkingu á upplýsingatækni. EPICS samansfendur af eftirtöldum þáttum: a)Námslýsingu. Námsefnið miðast við þarfir fagfólks á hverjum tíma. Hér gætu próf- gráður frá Microsoft o.fl. nýtst beint. b) Prófunarkerfi sem snýr bæði að formleg- um prófum og prófum sem greina veik- leika og styrkleika þátttakenda. Prófín verða gerð eins sjálfvirk og mögulegt er, án þess þó að fórna gæðum. c) Kerfi byggt á Intemettækni til að dreifa og halda utan um ofanskráð. Hér er einnig átt við tengingar við sjálfvirk kennslukerfi o.fl. d) Vottorðum/skírteinum sem geta átt við um einstaka hluta eða allt námið. e) Kerfi eða stofnun sem m.a. sér um að við- halda miklum gæðum, stöðugri endur- skoðun á námsefni o.fl. með tilliti til bestu aðferða á hverjum tíma. Markhópar eru helstir þessir: a) Einstaklingar sem hafa lokið menntun á ýmsum öðrum sviðum en í upplýsinga- tækni. b) Tölvunotendur sem hafa metnað og getu til að sérhæfa sig í upplýsingatækni. c) Fólk sem hefur mikla faglega þekkingu á upplýsingatækni, en litla formlega mennt- un á þessu sviði (sjálfmenntað fólk). d) Atvinnulaust fólk með möguleika á að þjálfa sig í tölvu- og upplýsingatækni. e) Fagfólk í upplýsingatækni með formlega menntun sem þarf að viðhalda. A fundinum í Frankfurt kom fram að gerð hefur verið viðamikil áætlun um að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Kostnaður er áætlaður 30 milljónir Evra (u.þ.b. 2,2 millj- arðar króna) og sótt hefur verið urn styrk til Evrópubandalagsins (Proposal for EC/INFSO SG Information Society) fyrir þriðjungi þess kostnaðar. Mikil velgengni tölvuökuskírteinisins skiptir hér miklu, því ætlunin er að byggja á svipuðum grunni og nýta m.a. prófunarmiðstöðvamar. Hér er augljóslega um mjög metnaðar- fulla áætlun að ræða sem gæti haft mikla þýðingu fyrir tölvu- og upplýsingatækni í Evrópu á næstu árum. Eggert Olafsson, varaformaður Skýrslutæknifélags Islands Tölvumál 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.