Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 20
Þráðlaus staðarnet Bandaríkin 5,15 til 5,35 5,725 til 5,825 Evrópa 5,15 til 5,35 5,47 til 5,725 Japan 5,15 til 5,25 5,1 GHz 5,3 GHz 5,5 GHz 5,7 GHz 5,9 GHz breyta nafninu á tækninni til þess að kom- ast að þessari takmörkuðu auðlind, radíó- tíðni? Eftirtektarvert er að FCC gerði í janúar 1997 mögulegt að nota hliðstætt tíðnisvið í Bandaríkjunum og í Japan er þetta tíðni- svið einnig tiltækt. Þetta gefur framleið- endum tækifæri á að þróa háhraða þráð- laus staðarnet fyrir allan heiminn. Sjá töflu hér að ofan. Ef að allir þessir staðlar, bitahraðar, tæknilýsingar og tíðniúthlutanir valda les- andanum ruglingi er það ekkert einsdæmi. Proxim er einn framleiðanda búnaðar fyrir þráðlaus staðarnet sem er að reyna að taka á þessum glundroða með því að kynna til sögunnar vöru sem kallast Hannony. Til einföldunar er þetta radíó-óháð högun sem byggir á miðstýribúnaði sem getur sinnt hvaða móðurstöð sem er, hvort sem það væri HIPERLAN 1 eða 2, 802.1 lb, 802.1 la eða jafnvel einhverju allt öðru. Sú staðreynd að þeim finnst þörf á þessu er til marks um hve tvístraður iðn- aðurinn er núna varðandi þráðlaus staðar- net rétt eins og hann hefur alla tíð verið. Tæknin breytist en innanbúðar deilur halda áfram svo og pólitískir prettir. A ráðstefnu sem haldin var nýlega í London lýstu notendur yfir vonbrigðum með deil- ur og orðaskak sem greinilega var á ferð- inni milli keppinauta. Þráðlaus staðarnet hafa alla burði til að vera til áþreifanlegra hagsbóta fyrir not- endur. Hvenær munu aðstandendur vakna og gera sér grein fyrir að þeir eru að gera ógagn með pólitískum deilum í stað þess að einblína á þarfir notandans og láta í té staðlaða, háhraða vöru sem virkar? Wynne Davies er ráðgjafi hjá Cordless Consultants Itd. 20 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.