Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 15
Slökkvikerfi Það má ekki gleyma þeim mikilvæga þætti að kynna starfsmönn- um virkni öryggis- búnaðar og veita þeim þjálfun í réttum viðbrögðum stöðugt heilleika skynjararása og stýrilagna slökkvikerfisins og gefur merki ef bilun á sér stað. Þegar reykskynjarar kerfisins © skynja reyk eða ýtt hefur verið á handræsiboða 0 set- ur stöðin af stað slökkviaðgerð, sem hefst með því að sírenur og leifturljós © eru gangsett, loftræsting stöðvuð og brunalokur settar á. Þá ræsir stöðin slökkvikerfið eftir að innstilltum biðtíma er lokið. Stöðin hefur vararafhlöður sem sjá kerfinu fyrir raforku í 72 klukkustundir við straumleysi. Reykskynjurum er komið fyrir í lofti tölvu- rýmisins, undir kerftsgólfi og ofan við niður- tekin loft. Á einfaldari kerfum er skynjurum skipt niður á tvær skynjararásir og sjálfvirk slökkviaðgerð hefst ekki fyrr en a.rn.k. einn skynjari á hvoni rás hefur gefið merki. Nú hafa verið teknar í notkun nýjar hliðrænar stjórn- stöðvar til stýringar slökkvikerfa og vöktunar tölvurýma. Þá eru notaðir hliðrænir reyk- skynjarar sem hafa eigið vistfang og er stöðin forrituð á þann hátt að slökkviaðgerð hefst þegar einhverjir tveir reykskynjarar í rýminu hafa numið reyk. Hliðrænu stöðvamar geta einnig vaktað svonefnda „ofurnæma“ View- Laser reykskynjara. Næmni þeirra er það rnikil að þeir gefa viðvörun strax og rafkapall byrjar að ofhitna og sviðna. Stöðin gefur þá forvið- vörun í tveimur þrepum áður en hún gefur brunaviðvömn. Slökkviaðferð þessi er rnjög fullkomin brunavörn og er notuð við starfsemi sem alls ekki má stöðvast. Má þar nefna mikil- væga tölvusali, símstöðvar og flugstjórnarmið- stöðvar. Inergen slökkvimiðillinn er geymdur í venjulegum iðnaðargashylkjum © við 300 bara þrýsting og em hylkin aðeins 22 cm í þvermál og urn 170 cm á hæð. Hvert hylki inniheldur nægan slökkvimiðil til að verja 30 rúmmetra loftrými. Þannig er hægt að verja 90 rúmmetra tölvusal með þremur hylkjum. Stærsti tölvusal- ur á íslandi hefur inergen slökkvikerfí með 44 hylkjum. Stjómstöðin ræsir slökkvikerfið með því að senda straumboð sem opna stjómloka hylkj- anna. Slökkvimiðillinn streymir þá út í gegn- um þrýstiminnkara, sern minnkar þrýstinginn niður í 25-75 bara þrýsting, í gegnum röralagn- ir að úðastútum © sem komið er fyrir á völd- urn stöðum og dreifir efninu út í rýmið. Uða- stúturn er vanalega komið fyrir í aðalrýminu, undir kerfisgólfi og yfir keifislofti ef ástæða þykir til. Einnig má leiða slökkvimiðilinn nteð slöngu beint inn í skápaeiningar. Til þess að tryggja fulla virkni sjálfvirkra slökkvikerfa af þessu tagi, eru þau jafnan tengd vaktstöð öryggisfyrirtækja og fara þá aðgreind frá kerfinu til vaktstöðvar. Þannig sér vakthaf- andi strax á móttakara að um boð frá slökkvi- kerfinu er að ræða og viðbrögð taka því strax mið af því. Boðyfirfærslan uppfyllir jafnan kröfur Brunamálastofnunar um vaktaða boð- yfirfærslu. Annar öryggisbúnaður Til þess að tryggja enn frekar almennt öryggi í tölvusölum, þarf að gera ráðstafanir til að skapa yfirsýn yfir umgengni í salinn. Það verð- ur best gert með sérstöku aðgangsstýrikerfi sem tryggir að einungis þeir starfsmenn sem hafa til þess heimild geti farið inn í rýmið og aðeins á þeim tímum sem heimildin nær til. Vatnsleki er mikill ógnvaldur í umhverfi tölvurýma og hátæknibúnaðar og er því brýnt að uppgötva hann á byrjunarstigi. Þannig er hægt að koma í veg fyrir tjón vegna útleiðslu á rafmagni sem getur valdið miklum skemmdunr á dýrum tæknibúnaði og jafnvel valdið íkveikju. Almennt eru vinnustaðir eins og hér um ræðir varðir með innbrotaviðvörunarkerfi tengdu vaktfyrirtæki. Inn á innbrotaviðvörun- arkerfið má tengja vatnsnema til að verja tölvurýmið fyrir vatnsleka. Helstu boð sem yfirfæra þarf til vaktstöSvar eru: • Brunaviðvörun. • Foi'viðvörun frá ofurnæmum skynjurum. • Kerfisbilun t.d. í slökkvikerfi (Þrýstingsfall á geymsluhylkjum slökkvikerfis, bilun í stjórnbúnaði). • Innbrotaviðvörun og ýmisskonar tæknivið- varanir sem rekstraraðili hefur áhuga á að láta vakta allan sólarhringinn svo sem vatnsflóð og vöktun hitastigs. Það má ekki gleyma þeim mikilvæga þætti að kynna starfsmönnum virkni öryggisbúnaðar og veita þeim þjálfun í réttum viðbrögðum. Það getur skipt sköpum við að bjarga verðmæt- um, verðmætum sem tryggingarfélögin geta í mörgum tilvikum ekki bætt. Það er því afar mikilvægt að sýna forsjálni í þessurn efnum og gera nauðsynlegar öryggisráðstafanir áður en skaðinn er skeður. Sigurður Ingvarsson er sölust/óri hjá Securitas Tölvumái 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.