Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.12.2000, Blaðsíða 12
Active Directory & Windows 2000 Hægt er að dreifa hugbúnaði beint á tölvur eða notendur og auglýsa forrit Active Directory tímastimpil til að skera úr um hvor uppfærslan heldur sér. Altækar efnisskrár í hverjum skógi þarf að vera minnst einn altækur efnisskrárþjónn (e: Global Cata- log Server), en hann er notaður við leit að hlutum í Active Directory. Altækur efnis- skrárþjónn geymir afrit að hluta af Active Directory úr öllum lénum í skóginum og heldur utanum þá eiginleika hlutanna sem oftast eru notaðir við leit. Efnisskrár- þjónninn er ekki notaður meðan lénið er í blönduðum hætti. Hann er notaður við innskráningu og því er mikilvægt að hafa minnst tvo altæka efnisskrárþjóna í skóg- inum; jafnvel einn á hverju netsetri (stað- arneti). Distributed File System Distributed File System er gríðarlega öfl- ugt tól og er í raun netdeildun ofan á net- deildun (e: share on shares). DFS veitir eina sýn á allar skrár og möppur í fyrir- tækinu. DFS rótin er búin til á Windows 2000 netþjóni, t.d. með heitinu dfs, og síð- an eru búnir til tenglar á deildunina, t.d. á möppuna Forrit sem vísar á Wnett- hjonnl.fyrirtaeki.isXForrit. Biðlararnir geta svo tengst möppunni dfs í gegnum nafnið á léninu, t.d. Wfyrirtaeki.is\dfs\Forrit, sem þýðir að þeir eru ekki lengur háðir nafni á netþjóninum. Hægt er af hafa þessa deild- un á fleiri en einum netþjóni og láta DFS sjá um að samhæfa gögnin. Þetta getur verið hentugt vegna rekstraröryggis þar sem fleiri en einn netþjón geta keyrt rót- ina. Þetta þýðir einnig að mjög auðvelt er að færa netdeildun á milli skráarþjóna. IntelliMirror IntelliMirror er hugtak sem hefur verið mikið notað við kynningu á Windows 2000 og Active Directory. I raun er þetta samheiti yfir nokkrar nýjar þjónustur í Active Directory og Windows 2000, eins og hópreglur (e: group policies), þjónustur fyrir fjaruppsetningar (e: Remote In- stallation Service: RIS), framvísun möppu (e: folder redirection) og fjarvinnsluskjöl (e: offline files). Allar þessar IntelliMirr- or-þjónustur krefjast þess að stýrikerfið á útstöðinni sé Windows 2000 Professional. Hópreglur Flestir þekkja eflaust kerfisreglur (e: sy- stem policies) úr NT 4. Hægt var að nota þær til að stýra viðmóti notenda og skjá- borði. Hópreglur (e: group policies) eru mun öflugri. Meðal þess sem bætt hefur verið við eru fjölvar fyrir innskráningu, útskráningu, niðurkeyrslu og ræsingu út- stöðva, öryggisstillingar, framvísun möppu og stýringar fyrir hugbúnaðardreif- ingu. Hægt er að skilgreina hópreglur fyrir hvert setur, hvert lén og hverja skipulags- einingu. Hugbúnaðardreifing Ein af öflugum nýjungum í Active Direct- ory er hugbúnaðardreifing. Með henni er auðvelt að stjórna dreifingu á hugbúnaði. Hægt er að dreifa hugbúnaði beint á tölvur eða notendur og auglýsa forrit (e: publish application). Ef forriti er dreift beint á not- endur sér notandinn teiknið (e: icon) og í fyrsta skipti sem hann ræsir forritið er það sett upp. Ef forriti er dreift á tölvur er það sett upp næst þegar tölvan er ræst. Forrit sem eru auglýst sjást á öllum útstöðvum undir Add/Remove Programs og ef forritið vinnur á ákveðnar endingar, eins og t.d. Winzip vinnur á .zip, þá er forritið sett sjálfkrafa upp þegar smellt er næst á skrá með viðkomandi endingu. Til að dreifa forriti með Active Direct- ory þarf forritið að nota svokallaða MSI pakka. Með hugbúnaði frá þriðja aðila er hægt að búa til MSI pakka fyrir forrit sem styðja það ekki beint. Á Windows 2000 Server geisladiskinum fylgir t.d. Winlnst- all LE frá Veritas sem getur búið til MSI dreifipakka. Þjónustur fyrir fjaruppsetningu RIS þjónustan er til að einfalda uppsetn- 12 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.