Tölvumál - 01.12.2000, Side 8

Tölvumál - 01.12.2000, Side 8
Nýr starfsgreinahópur Nýr starfsgreinahópur í upplýsinga- tækniiðnaði innan Samtaka iðnaðarins Ingvar Kristinsson og Guðmundur Ásmundsson Fyrirtæki í greininni eiga mörg sameigin- leg hagsmunamál sem þau gætu unnið að á sameiginlegum vettvangi Almenn starfsskilyrða- mál eru jbó efst á forgangslista starfs- greinahópsins s.s. skattamál og mennta- mál S Ilok september sl. var stofnaður nýr starfsgreinahópur í upplýsingatækni- iðnaði innan Samtaka iðnaðarins. Á stofnfundinum voru samþykktar starfs- reglur hópsins og lögð fram drög að þeim verkefnum og málefnum sem mest áhersla verður lögð á í starfi hópsins. Á fundinum var einnig kosin framkvæmdastjórn næsta starfsárs en hana skipa: Ingvar Kristins- son, GoPro group, formaður, Guðjón Auð- unsson, Landsteinum Island, Friðrik Sig- urðsson, Tölvumyndum, Páll Freysteins- son, EJS, og Ágúst Guðmundsson, Tölvu- miðlun. Varamaður í stjórn er Garðar Jóhannsson, Streng. Forsaga Forsaga að stofnum starfsgreinahópsins nær allt aftur til ársins 1998 er þrjátíu manna vinnuhópur úr helstu upplýsinga- tæknifyrirtækjum landsins vann að stefnu- mótun og framtíðarsýn fyrir greinina á vegum Samtaka iðnaðarins. í þeirri vinnu var rnótuð sameiginleg framtíðarsýn greinarinnar, forsendur fyrir að sú sýn yrði að veruleika skilgreindar og bein verkefni skilgreind og þeim forgangsraðað. Segja má að í þessari vinnu hafi komið í Ijós að fyrirtæki í greininni eiga mörg sameiginleg hagsmunamál sem þau gætu unnið að á sameiginlegum vettvangi þó svo að oft á tíðum sé mikil samkeppni á milli þeirra á öðrum vettvangi. Eitt af þeirn verkefnum sem skilgreind voru í stefnumótunarvinnunni var að koma á fót öflugum starfsgreinhóp á sviði upplýsingatækniiðaði innan Samtaka iðn- aðarins. Þótt unnið hafi verið eftir þeirri stefnu sem mótuð var árið 1998 þá var það ekki fyrr en á síðasta aðalfundi Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja SÍH að samþykkt var að færa starfsemi félagsins alfarið undir hatt Samtaka iðnaðarins enda hafði það félag átt gott samstarf við SI og í raun virkað sem starfsgreinahópur í upp- lýsingatækniiðnaði innan þess. Ákveðið var að mynda nýjan starfsgreinahóp í upp- lýsingatækniiðnaði innan SI og um leið að færa út starfsemina þannig að hópurinn sé opinn öllum sem starfa á sviði upplýsinga- tækni eða þekkingariðnaðar. Þeim fyrir- tækjum, sem starfa á fyrrgreindum starfs- sviðurn og ekki eru þegar innan raða Sam- taka iðnaðarins, stendur til boða að gerast aðilar og taka þátt í starfi hópsins. Forgangsmól Mörg þeirra verkefna, sem skilgreind voru í stefnumótuninni, eru í fullu gildi ennþá en almenn starfsskilyrðamál eru þó efst á forgangslista starfsgreinahópsins s.s. skattamál og menntamál. Bent hefur verið á að ef nýta eigi þau tækifæri, sem felast í íslenskunr upplýs- ingatækniiðnaði, þurfi stjórnvöld að sýna greininni jákvæð viðhorf og skilning, setja einfaldar og skýrar leikreglur og stuðla að öruggu réttarfari. Skattalegt umhverfi má ekki setja greininni þrengri skorður en gengur og gerist í samkeppnislöndum og það þarf að nýta til að hvetja til fjárfest- inga innlendra og erlendra aðila, styðja við útrás upplýsingatækniiðnaðar og ýta undir kröftugt nýsköpunar- og þróunar- starf. Einstök skattaleg málefni, sem hóp- urinn hefur komið að og viljað betrumbætur á, eru lög um valrétt starfs- manna til kaupa á hlutabréfum, tvísköttun- arsamningar og aukinn skattafrádráttur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Einnig hefur lengi verið reynt að fá leið- réttingu á því samkeppnislega óréttlæti sem fólgið er í vanskilum virðisaukaskatts hjá opinberum og hálfopinberum UT- deildum en umfang þeirra hefur aukist mikið að undanförnu. Þróun menntamála er mjög mikilvæg fyrir greinina og í raun er öflugt mennta- kerfi á öllum skólastigum ein meginfor- senda fyrir vexti og samkeppnishæfni upplýsingatækniiðnaðar á íslandi. Ef við- halda á þeim vexti, sem hefur verið í 8 Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.