Tölvumál - 01.12.2000, Qupperneq 18

Tölvumál - 01.12.2000, Qupperneq 18
Þráðlaus staðarnet Svo er að sjá sem HIPERLAN 2 sé meira spennandi fyrir síma- rekstraraðila þar sem þetta gæti verið efst á blaði tæknilega fyr- ir breiðbandsaðgang frá þeirra eigin kjarnanetum að hús- næði notenda nota mismunandi mótunartækni væri alveg gerlegt fyrir bæði HIPERLAN 1 og 2 að ekki bara tvöfalda afköstin heldur einnig að fara í hraða sem nálgast 100 Mb/s. Það gæti ekki verið meiri munur á milli HIPERLAN 1 og 2. Til dæmis var HIPERLAN 1 hannað frá grunni til að koma í stað Ethernet. Það er dreifð jafn- ingjanethögun og notar sambandsfrjálsan flutning rétt eins og Ethemet. Það er stað- all sem kemur ekki bara í stað kapallagna heldur líka að þar sem högunin er sam- bærileg við fyrirliggjandi MAC þjónustu- tæknilýsingar og krafna um MAC brúun geta þau viðskiptaviðföng sem til eru keyrt alveg óhindrað um þráðlausa HIPERLAN 1 tengingu. Á hinn bóginn er HIPERLAN 2 byggt á sellu-nethögun. Það er miðstýrt og er tækni sem er mjög sniðin að sambands- bundnum tengingum. Þetta er staðall sem er hannaður með það í huga að geta leyft háhraðatengingar við margvísleg net þeirra á meðal farfjarskiptakjarnanet 3. kynslóðarinnar, ATM net og net byggð á IP. Það hentar einnig til einkanota sem þráðlaust staðarnet. Hvert er best? Hvaða gerð HIPERLAN mun sigra? Það er ekki spurning um hvort er betra HIPERLAN 1 eða 2, hvort um sig hefur kosti og galla háð því hvað eigi að gera. Fylgjendur HIPERLAN 1 rökstyðja sem dæmi að HIPERLAN 1 henti ekki bara best fyrir innanhúss þráðlaus Ethernet heldur veiti einnig bestan stuðning við margmiðlun. Einkenni margmiðlunar segja þeir er mikið álag á miklum hraða og það var við þennan þátt sem HIPERLAN 1 nefndin varði mestum tíma og það sem greinir HIPERLAN 1 frá öðr- um. Þeir segja að þetta sé eina afkasta- mikla þráðlausa staðarnetið með áherslu á staðamet. Samkvæmt því sem HIPERLAN 2 Global Forum, sem eru samtök aðila sem styðja þróun tækninnar, segir mun aðal- markaður HIPERLAN 2 verða í byrjun fyrir breiðbandstengingar við 3. kynslóðar net en að HIPERLAN 2 sé einnig raun- hæft fyrir þráðlaus staðamet. Þeir ganga lengra og sjá fyrir sér sam- runa á markaði breiðbandsaðgangs og þráðlausra staðarneta. Þeir trúa því að 3. kynslóðin muni valda byltingu á markaðn- um og einn daginn muni símafyrirtæki nota HIPERLAN 2 til að veita háhraðaað- gang að UMTS og þetta muni leiða til eft- irspurnar um að hafa HIPERLAN 2 sömu- leiðis innanhúss og halda því fram að not- endur rnuni ekki vilja margfalda tækni. Satt er það að þróun HIPERLAN 2 hef- ur verið drifin áfram að símaframleiðend- um fremur en tölvugeiranum og það leiddi til sellutækninnar og samtvinnun við aðra símatækni var aðalviðfangsefni vinnu þeirra. Svo er að sjá sem HIPERLAN 2 sé meira spennandi fyrir símarekstraraðila þar sem þetta gæti verið efst á blaði tækni- lega fyrir breiðbandsaðgang frá þeirra eig- in kjarnanetum að húsnæði notenda. Það myndi leyfa þeim að veita framsækna margmiðlunarþjónustu til viðskiptavina sinna með gjaldtöku. Telia í Svíþjóð, sem er símafyrirtæki og einn af stofnendum HIPERLAN 2 Global Forum, virðist á hinn bóginn nálgast málið af raunsæi. Fyrirtækið býður núna breið- bandsþjónustu á opinberum stöðum með því að nota IEEE 802.1 lb staðamet. Þjón- ustan kallast Telia HomeRun og notar núna 802.1 lb og þegar það verður rnögu- legt virðist eðlilegt að bjóða HIPERLAN 2 en Telia er einnig að horfa til 802.1 la. IEEE 802.1 la er enn eitt frumkvæðið frá IEEE og lesendum er fyrirgeftð ef þeir halda að þetta sé undanfari 802.1 lb, en þannig vill til að nefndin var sett á lagg- irnar og hóf störf áður en vinna hófst við staðalinn 802.1 lb. IEEE 802.lla er staðall fyrir þráðlaus staðarnet sem ætlað er að afkasta 54 Mb/s. Taka þarf fram að IEEE 802.11 staðl- arnir í öllum myndurn sínum; 802.11 (1-2 Mb/s), 802.1 lb (11 Mb/s), 802.1 la (allt að 54 Mb/s) hafa eitt sameiginlegt en það er MAC lagið. Nefndin tók snemma þá af- stöðu í stöðluninni að skilgreina eitt MAC lag sem hægt væri að nota ofan á mismun- andi PHY (bitastraums)lög. Og þannig er málið vaxið að bitastraumslag IEEE 802.11 a er samhæft við HIPERLAN 2. Þó að það sé bara á bitastraumslaginu hafa bæði möguleika á að afkasta allt að 54 Mb/s. Telia sér fyrir að innan tveggja til fjög- 18 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.