Vísir


Vísir - 07.12.1962, Qupperneq 4

Vísir - 07.12.1962, Qupperneq 4
4 V í SIR . Föstudagur 7. desember Í962, i gv« * «s-s!:::s:::hs: 1 ■ ' N '*Í : , " : L jk ' mmmá Á þingi Eberhardt Marteinsson, Ólafur Magnússon, Magnús Valdimarsson og Ásmundur Einarsson á Reykjavíkurflugvelli. Myndin tekinn er þeir |lTvað geturðu svo sagt að A iokum um heimferðina? — Mér finnst gaman að minn- ast þess að við hittum ívar Guð- mundsson, blaðamann, sem nú er yfirmaður upplýsingadeildar Sam einuðu þjóðanna þar í borg. Hann var meira en lítið undrandi yfir þvi að sjá allt í einu fimm ís- lenzk andlit í einu, en íslenzkir eru sjaldséðir um þessar slóðir. ■Við snæddum hjá Ivari og hann sýndi okkur borgina. Þetta var mjög ánægjuleg ferð og fróðleiksrík. í lok október siðastlið- ins lágu allar leiðir ungra kaupsýslumanna til Hong Kong, þessarar flótta- mannaberlínar Suður- Kína. Hong Kong, sem er eyja og tangi af Suður- Kína, er eign Breta. Þar hófst hinn 4. nóvember þing meira en þúsund fulltrúa frá 54 löndum, fulltrúa hinna ýmsu deilda í Junior Chambers of Commerce. Frá íslandi voru mættir fimm fulltrú- ar. Var íslenzka deildin í samtökunum tekin formlega inn í þau, ásamt nokkrum deildum, svo að alls eru meðlimaþjóðir samtakanna orðnar 84 talsins með um 350 þús- und meðlimi. Á smundur Einarsson fram- kvæmdastjóri í Sindra og for maður Junior Chamber of Com- merce á Islandi var einn fulltrú- anna. Fréttamaður Vísis bað hann að segja stuttlega frá ferð- inni og þinginu, og varð hann góðfúslega við þeirri beiðni. Við héldum frá London 31. október með leigðri flugvél, sér- staklega fyrir fulltrúana, sem áttu leið á þingið frá London, sagði Ásmundur. Þess má geta til gam- ans, að fargjaldið báðar leiðir kostaði okkur aðeins 150 sterl- ingspund, en er annars um 450 pund. Við vorum fjóra daga á leiðinni til Hong Kong. Flugvélin lenti við Nicosia i Kýpur, Dam- askus í Sýrlandi, Bahrein í Saudi- Arabíu, Bombay, en þar gistum við á öðrum degi ferðarinnar. Við urðum forviða þegar við ókum inn 1 borgina klukkan tvö að nóttu, þar sem við ókum milli sofandi fólks, sem lá eins og hráviði um göturnar. Daginn eftir skoðuðum við svo Bombay, og komum m. a. í Buddhamusteri. Síðan fórum við til Bankog og þaðan til Hong Kong. — TTvenær Þingið? A — Það var 4. nóvember. Þá var fsland tekið inn í sam- tökin, ásamt nokkrum öðrum þjóðum. Síðan tókum við þátt í þingstörfum. Nefndir voru fimm, * r Rætt við Asmund Einursson frnm- kvæmdastjóra um þing Junior Chumbers of Commerce — Það var fjallað um nokkur pólitísk mál, t. d. styrjöld Kín- verja og Indverja, Efnahagsbanda Iagið og kerfi hinnar frjálsu sam- keppni. Þá voru rædd skipulags- mál samtakanna. í einni nefnd- inni var rætt -um þjálfun ungra manna til stjórnunarstarfa, en kjörorð ráðstefnunnar var: „Betri leiðtoga fyrir bætt samfélög". Þá var fjallað um aðstoð samtakanna eða einstakra deilda þess við skapandi æskulýðsstarf í heim- inum. í því sambandi var rætt um að skipuleggja teiknisam- keppni skólabarna í Evrópu. Loks fjallaði ein nefndin um alls kyns félagsmálastörf, svokallað com- munity service, sem við þekkjum lítið, í þeirri mynd, sem hún er víða erlendis. Með þessu starfi er reynt að efla samtök íbúa I hverf um eða söfnuðum til starfa fyrir þessar heildir og velferð þeirra. þetta er þó aðeins lítið af því sem rætt var þann vikutíma, sem þing ið stóð. — Kynntuzt þið ekki mörgum? — Jú, það er einn meginkostur þings eins og þessa að þarna voru mikil tækifæri til að kynn- ast mönnum og málefnum. Full- trúarnir voru allir í ábyrgðarstöð- um í fyrirtækjum sínum. Þeir höfðu frá reynslu sinni að segja, og hún var stundum harla fróð- leg. Við bárum einnig saman að- stöðu okkar við aðstöðu hlið- stæðra fyrirtækja erlendis, og fengum þannig góðan samanburð- Magnús Valdimarsson, Ólafur Johnson og Ásmundur Einarsson með kínverskum höfðingja elsta þorpsins í Hong Kong. Þorpið er 600 ára og þar er allt með sömu ummerkjum og fyrr á öldum. — Hvað vakti helzt athygli ykkar í Hong Kong? — Mér er óhætt að segja að það hafi ekki sfzt verið verð- lagið, sem var ótrúlega lágt. eftir Ásmund Einarsson og var einn okkar í hverri, Ólaf- ur Johnson, Magnús Valdimars- son, Ólafur Magnússon, Eber- hardt Marteinsson og ég. Að nefndarstörfum loknum komu saman aðalfulltrúar sendinefnd- anna á lokaráðstefnu og gerðu endanlegar ályktanir. — Varst þú aðalfulltrúi ís- lands? — Já, ég sat lokaráðstefnuna. anna? TTm hvað var helzt fjallað ^ á ráðstefnu samtak- — Mér skilst að þið hafið notið ýmissa fríðinda, sem fulltrúar á þinginu? — Þingið var haldið í nýbyggðu ráðhúsi Hong Kong. Yfirvöldin voru okkur innan handar um hvers kyns fyrirgreiðslu. Sem dæmi má nefna að við fengum allar ferðir með ferjum, sporvögn um og strætisvögnum ókeypis. Auk þess greiddum við aðeins hálft gjald á gistihúsum. Og mér er óhætt að segja að fyrirgreiðsla Kínverjanna í Hong Kong hafi verið til mikils sóma fyrir þá. Þarna var hægt að fá klæðskera- saumuð föt fyrir jafngildi þúsund íslenzkra króna. Kínverski doll- arinn er 7 íslenzkar krónur. Hand unnir skór, sem voru tilbúnir eft- ir 24 tíma frá pöntun, kostuðu um 280 krónur, og annað var eftir þessu. Þetta stafar af því hve vinnuaflið er ódýrt. ■ '%7’irtist þá ekki fátækt vera mikil? ■ Jú, víst er um það. En það er líka gríðarlega mikil uppbygg- ing í Hong Kong. Okkur var sagt að þeir opnuðu nýja skóla fjórða hvern dag. Svo voru þarna glæsi- legar stórbyggingar hver við aðra, og nýjar að rísa. En að- eins tveggja til þriggja mfnútna gang frá þessum glæsileika gat að líta hin verstu hreysi, sem ég hef nokkurn tíma séð. Þar bjó fólk innan um svín, hunda og hawMwia F61h bjó- eÚHÚfMttikið i iitlum bátum, og stundaði fisk- veiðar úr þessum híbýlum sínum. — TZ'omuð þið að landamær- um Rauða-Kína? — Já, þangað var farið í skyndiferð. Okkur var sagt að nú hefði landamærunum verið lokað. Aðalvandamálin, sem nú er við að etja í Hong Kong, höfðu skapazt vegna hins mikla flóttamanna- straums frá Kína. Raunar var allt komið í hreinasta öngþveiti. Það varð þess vegna að loka landa- mærunum, og þrátt fyrir það gera fjöldamargir tilraunir til að flýja dag hvern, en þeir eru alltaf sendir aftur til baka. Okkur var sagt að það væri einna hroða- legast orðið við þetta flóttamanna vandamál, frá mannlegum sjónar- hóli séð, því að þessi heimsend- ing jafngilti líflátsdómi í fjöl- mörgum tilfellum. fíong Kong héldu til London á leiðinni til Hong Kong. á. e.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.