Vísir - 07.12.1962, Side 11
V í SIR . Föstudagur 7. desember 1962.
17
Neyðarvaktin, simi 11510, nvem
virkan dag, nema la.;ardaga kl
13-17
HoItsapóteK og Garðsapótek eru
opin virka daga kl. 9—7, laagar-
daga ki. 9 — 4, helgidaga kl. 1—4
Apótek Austurbæjar er opið virka
daga kl 9-7. laugardaga kl 9-4
Nætur- og helgidagsvaktir 1. til
8. desember: Lyfjabúðin Iðunn.
fTtvarpið
Föstudagur 30. nóvember.
Fastir liðir eins og venjulega.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 „Við vinnuna", tónleikar. 14,
40 Við sem heima sitjum: Svandís
Jónsdóttir les úr endurminningum
tfzkudrottningarinnar Schiaparelli.
18.00 Þeir gerðu garðinn frægan:
Guðmundur M. Þorláksson talar
um Lárentfus Hólabiskup Kálfs-
son. 20.00 Leikhúspistill: Sveinn
Einarsson ræðir við Indriða
Waage. 20.25 Tónleikar: Aría fyrir
sópran, flautu og hljómsveit eftir
Handel. 20,35 I ljóði, þáttur I um-
sjá Baldurs Pálrpasonar. Brfet Héð
insdóttir les ljóð eftir Huldu, —
og Egill Jónsson Ijóð eftir Hannes
Sigfússon. 20.55 Tónleikar. 21.05
Úr fórum útvarpsins: Björn Th.
Björnsson listfr. velur efnið. 21,
30 Útvarpssagan: Felix Krull. 22.10
Efst á baugi (Björgvin Guðmunds-
son og Tómas Karlsson). 22.40 Á
slðkvöldi: Létt klassfsk tónlist.
23.25 Dagskrárlok.
Sfónvarpið
Föstudagur 7. desember.
17.00 Scenes from american
history
17.30 Colonel flack
18.00 Afrts news
18.15 Industry on parade
18.30 Lucky lager sports time
19.00 Current events
19.30 Tell it to groucho
20.00 The Garry Moore show
21.00 Alcoa permiere
21.30 Lock up
22.00 Northern lights playhouse
„King’s Row“
Final edition news
Söfnin
Arbæjarsafn tokað aema fyrir
hópferðir tilkynntar áður < slma
180 ~
Bæjarbókasafn Reykjavlkur
Sfrhi 12308.
Aðalsafnið Þingholtsstræti 29A:
Útlánadeild opin 2-10 alla daga
nema laugardaga 2-7 og sunnu-
daga 5-7. Lesstofan er opin 10-10
alla daga nema laugardaga 10-7
og sunnudaga 2-7.
Útibú Hólmgarði 34: opið 5-7
aila daga nema laugardaga og
sunnudaga.
Útibú Hofsvallagötu 16: opið
5.30-7.30 alla daga nema Iaugar-
daga og sunnudaga.
Ég get ekkert gert að því að þú
skulir vera búinn að biða eftir
mér í meira en 3 klukkutfma —
þú hefðlr ekki þurft að byrja að
bíða svona snemma.
Ýmislegt
8. desember klukkan 10.15 GMT
verður útvarpað í „Third Pro-
gramme" í BBC í London fslenzk-
um þjóðlögum og rímnastemmum.
Þennan dagskrárþátt annast Mr.
John Levy og talar hann um fs-
lenzk þjóðlög og skýrir þau. Mr.
Levy hefur ferðazt víða, m. a. til
Indlands til þess að rannsaka þjóð
lög og kynna þau f brezka útvarp-
inu. Hann kom einnig hingað til
lands fyrir nokkru og ferðaðist
hér um og vann að þessum upp-
tökum, m.a. í samvinnu við Ríkis-
útvarpið.
Frá Rithöfundasambandi Islands
Á aðalfundi Rithöfundasam-
bands Islands er haldinn var fyr-
ir skömmu, skipti stjórn sambands
ins með sér verkum fyrir næsta
starfsár. Formaður sambandsins
er Stefán Júlíusson, varaform.
Björn Th. Björnsson, ritari Indriði
Indriðason, gjaldkeri Jóhannes úr
Kötlum, meðstjórnandi Guðmund-
ur G. Hagalín. Varamenn eru Ing
ólfur Kristjánsson og Sigfús Daða-
son. Rithöfundasambandið hefur
opnað skrifstofu f Hafnarstræti 16
og veitir Kristinn Ó. Guðmunds-
son héraðsdómslögmaður rithöf-
undum ýmis konar upplýsingar og
fyrirgreiðslu um málefni þeirra,
sambandsins vegna.
Skemmtikvöld Anglíu.
Sl. fimmtudag hélt félagið Angl
ia fyrsta skemmtikvöld sitt á vetr-
inum. Fjölmenni var á skemmti-
kvöldinu og gengu margir nýir
félagar f Angliu við þetta tæki-
færi. Form. félagsins, dr. Gunnar
G. Schram flutti ávarp og greindi
frá félagsstarfinu, sem fyrirhugað
er f vetur. Auk skemmtikvölda
í mun félagið halda sýningar á kunn
| um brezkum kvikmyndum fyrir fél
aga sína. Þá verða fengnir fyrir-
lesarar frá Bretlandi til íslands á
vegum félagsins og hefir þegar
einn slíkur fyrirlestur verið hald-
inn I vetur. Anglia mun á næst-
unni gangast fyrir allmörgum tón-
leikum, þar sem brezk tónlist verð
ur kynnt og verður nánar greint
frá þvf síðar. Bókasafn félagsins
er nú daglega opið kl. 4-5 f brezka
sendiráðinu við Laufásveg.
Fjölbreytt skemmtiatriði voru á
skemmtikvöldi þessu. Komu þar
fram Ævar Kvaran, Gestur Þor-
grímsson, Jan Moravek, Karl Guð
mundsson, Kristfn Magnús, Bald-
ur Georgs og fleiri, f leikþáttum,
spurningaþáttum og fleiri atriðum.
Að lokum var dansað. Næsta
skemmtikvöld Anglíu verður hald
ið fljótlega eftir nýárið.
Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar
er hafin. Skrifstofan Njálsgötu 3
tekur á móti gjöfum og hjálpar-
beiðnum. Opið kl. 10,30 — 18 dag
lega. Móttaka og úthlutun fatn-
aðar er í Ingólfsstræti 4. Opið kl.
14 — 18 daglega. Æskilegt er að
fatagjafir berist sem fyrst.
Áheit og gjafir
Gjöf tll Hallgrlmskirkju: - Frá
Guðrúnu kr. 100.00.
Áheit á Strandakirkju. Frá ÞJ
kr. 200,00.
Genjjið
17. nóvember 1962.
t Enskt punú 120,27 120,57
1 Bandaríkjadollar 42,95 43.06
1 Kanadadollar 39,84 39,95
l' Danskar kr 820,21 621,81
100 Norskar kr 600.76 602,30
100 Sænskar kr. 832,43 834,15
100 Pesetar 71,60 71,80
stjörnuspá
morgundagsins
Hrúturinn, 21. marz til 20.
apríl: Verið gæti að þú yrðir
að greiða einhverjum kunningja
þínum gamla skuld, að minnsta
kosti eru fullar líkur til þess
að dagurinn kunni að reynast
þér nokkuð dýr.
Nautið, 21. apríl til 21. maí:
Horfur eru á að einhverjir á-
rekstrar kunni að verða milli
þín og þess, sem yfir þig er
settur annað hvort f atVinnu
eða á annan hátt, varðandi pers
ónuleg áhugamál þín.
Tvíburamir, 22. maí til 21.
júní: Bezt væri fyrir þig að
taka laugardaginn með sem
mestri ró og á vinnustað væri
bezt fyrir þig að láta, sem
minnst á þér bera, en leita sam-
starfs við aðra.
Krabbinn, 22. júnf til 23. júlí:
Einhver óánægja kann að
skjóta upp kollinum f dag hjá
vinum þfnum og kunningjum
út af meðferð fjármuna þinna.
Þú ættir helzt að eyða kvöld-
inu hjá ættingjum þínum.
Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst:
Áhrifamenn f fjármálum þínum
kunna að verða þér alveg ó-
vænt að Iiði f dag ef þú sérð
hið rétta tækifæri. Varastu nú
deilur við maka þinn, þar eð
hann er illa fyrir kallaður.
Meyjan, 24. ágúst til 23. sept:
Deginum væri bezt varið til
að skrifa og senda bréf og póst-
kort og annað það, sem þú
kannt að hafa í hug í sam-
bandi við jólagleðina.
Vogin, 24. sept. til 23. okt.:
Laugardeginum væri skynsam-
legast varið til hvíldar, þár eð
þreyta kann nú að sækja að
þér. Bezta skemmtunin væri
lestur einhverra góðra bók-
mennta.
Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.:
Vinir þfnir og kunningjar gætu
orðið þér ráðgóðir varðandi
ýms ágreiningsmál milli þín og
annarra fjölskyldumeðlima. Þú
gætir þurft f smá ferð í sám-
bandi við þetta en það borgar
sig.
Bogamaðurinn, 23. nóv. til
21.: des.: Óvænt atvik á vinnu-
stað verður til þess að gangur
mála þar verður vonum framar
hagstæður. Þér er nauðsynlegt
að fara gætilega með heilsuna
nú.
Steingeitin, 22. des. til 20.
jan.: Þú ættir að leitast við að
greiða gamlar skuldir í dag ef
svo skyldi fara að þú yrðir
beðinn þess. Kvöldstundunum
væri bezt varið heima fyrir.
Vatnsberinn, 21. jan. til 19.
febr.: Þú ættir ekki að halda
gömlu persónulegu metnaðar-
málum þínum til streitu heima
fyrir f dag. Hins vegar munu
fjármálin hafa góð áhrif á gang
málanna.
Fiskarnir, 20. febr. til 20.
marz: Frístundum dagsins væri
bezt varið til undirbúnings
jólanna t.d. við skrift jólakorta
og jólabréfa, sendingu þ'eirra
o.s.frv.
Ef þér lumið á einhverjum skemmtilegum sögum, sem hvergi
hafa birzt áður, mun blaðið greiða kr. 50 fyrir hverja sem prent-
uð verður. Bréfin stílast: GLETTA DAGSINS, Vísir, Reykjavík.
-
er hatt tyrir satt, að í ævisögu Þorðar a Sæbóh eftir
Guðmund Hagalín standi m. a. þessi setning: „Snemma var
Þórður ólæs.“
„Ég vona að Desmond fái skila ætlið þó ekki að fara að skjóta mann, sem hafði þá ánægju að „Ó. Ég bið yður að afsaka að
boðin frá mér“. „Tashia, þér __ dansa við yður“? ég skyldi ekki banka".