Vísir - 10.12.1962, Page 16
VISIR
Mánudagur 10. desember 1962.
Brezka hafrannsóknarskipinu
Cook hafa fundið meira dýpi á
Kyrrahafi, en þar hefir mælzt áö-
ur. Skipið var á siglingu frá Singa
pore tii Gilbert-eyja, þegar á því
mældist 11,515 metra dýpi í Mind
anao-„gryfjunni“ svonefndu fyrir
austan Filippseyjar.
Bílar i erfíðleikum
vegna hríðarsorta
Akureyri í morgun.
Vonzkuveður gerði um allan
Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur síð-
degis á laugardag og áttu bifreiðir
í miklum erfiðleikum að komast
leiðar sinnar úti á Iandsbyggðinni
sökum hríðarsortans.
Verst var veðrið á Vaðlaheiði og
þar dró saman í höft, svo að veg-
urinn var illfær bifreiðum um
skeið. Annars var snjókoman ekki
svo ýkja mikil, en veðurhæðin
þeim mun meiri. Það orsakaði enn-
fremur að víða fennti inn á bílana
Flugfélag íslands mun nú í ár
eins og að undanförnu veita af-
slátt á fargjöldum fyrir skólafólk,
sem óskar að ferðast með flug-
vélum félagsins í jólafríinu, eða á
tímabilinu frá 15. desember 1962
Andleg orkustöð
á íslandi?
Maður að nafni Jóhann M.
Kristjánsson gefur í dag út rit
þar sem hann leggur til að á ís-
Iandi verði stofnuð alþjóðleg
vísinda- og menningarmiðstöð.
Einnig verði stofnuð hér á landi
mjög öflug útvarpsstöð. Út-
varpi hún á megin þjóðtungum
siðfræði andlegrar menningar
og tæknilegri fræðslu.
Markmið þessara stofnana
yrði að hefja mannkynið á
æðra þroskastig setja niður
deilur og efla eilífan frið á
jörðu. Höfundur segir: „Hér er
loftslagið tært og svalt, en það
er nauðsynlegt skilyrði fyrir
andlega orkustöð — og kar-
miskar aðstæður hagstæðar,
þar sem blóðfórnir og blóð-
hefnd skyggja ekki Iengur heiði
hinnar íslenzku þjóðar“.
Ritlingurinn heitir Sameinað
mannkyn.
Margir þarfnast Vetrar-
Á skrifstofu Vetrarhjálparinn-
ar er verið að taka móti um-
sóknum um jólaaðstoð, safnað
er fatnaði og undirbúin alls-
herjarfjársöfnun í Reykjavík.
Skátar munu fara um borgina
á fimmtudag og föstudag. —
Fréttamaður og Ijósmyndari Vís
is hittu Magnús Þorsteinsson,
framkvæmdastjóra Vetrarhjálp-
svo þeir drápu á sér. Ekki hlutust
samt neinir verulegir erfiðleikar af
þessum sökum, og allir komust
bílarnir með góðra manna aðstoð
til skila áður en lauk. En sem dæmi
um það hve akstursskilyrði voru
slæm, má benda á það, að áætl-
unarbíllinn milli Húsavíkur og Ak-
ureyrar var 8 klukkustundir á leið
inni.
í gær var Vaðlaheiðin rudd og
er nú aftur fær flestum eða öllum
bílum. Aðrar ieiðir eru einnig fær-
ar hér norðanlands.
Fargjaldaafsláttur
fyrir skélafólk
til 15. janúar 1963, og nemur af-
slátturinn 25% frá núverandi tví-
miðafargjaldi. Gildir þetta á öllum
flugleiðum félagsins innanlands.
Afsláttur þessi er háður eftir-
Frh. á bls. 5.
Magnús Þorsteinsson, frkvstj. Vetrarhjálparinnar, á skrifstofu sinni.
arinnar, f húsi Rauða krossins
við Thorvaldsensstræti. Hann
var þar að vinna úr spjaldskrá
Vetrarhjálparinnar, en nú hafa
sótt um aðstoð milii 700 og 800
manns.
— Þetta verður auðvitað eng-
inn styrkur, sagði Magnús, held
ur eins konar jólaglaðningur,
hæst upp í fimm hundruð krón-
ur, geri ég ráð fyrir. Við af-
hendum enga peninga, aðeins
ávísanir fyrir matvælum til
verzlana, sem síðan innheimta
borgunina hjá okkur. Látum
við fólkið fá einhvern fatnað,
ef það þarf þess með. Við kaup-
um nærföt, og fáum gjafir nýrra
nærfata. Þetta er það eina, sem
við kaupum af nýjum fatnaði.
Hitt er gefið af einstaklingum
og verzlunum.
— Eru margir á skrá ykkar
ár eftir ár?
— Já, það er mikið sama fólk
ið hjá okkur. Við endurskoð-
um þó spjaldskrána á hverju
ári, reynum að kynna okkur
hagi fólksins sem bezt til að
ganga úr skugga um að þeir
njóti, sem þess þurfa. Auðvit-
að getur alltaf einhver slæðzt
með, sem kannske ætti ekki að
fá neitt, en það er hreinasta
undantekning.
— Vitið þið um marga, sem
koma ekki þótt þeir þarfnist
aðstoðar?
— Já, það er einkum gamalt
fólk, sem er tregt til að þiggja
nokkuð hjá okkur. Það man
hvað það þótti niðurlægjandi að
„vera á sveitinni" og finnst
þetta eitthvað líkt. En þessi
hugsunarháttur er ekki réttur.
Þetta er oft fólkið, sem einmitt
þarfnast þess að við getum veitt
Framh. á bls. 5.
49 ker steypt í Þorlákshöfn
Hafnleysið hefur löngum háð
blómlegasta og byggilegasta héraði
Islands, Suðurlandsundirlendinu.
En nú eru þau sögulegu umskipti
að gerast, að hafin er þar ein
mesta hafnargerð landsins, sem
eigi mun aðeins gerbreyta útgerð-
arskilyrðum til batnaðar við feng-
sælustu fiskimið landsins, heldur
Laumufarþegi fluttur heim
í gær þegar togarinn Þormóður
goði kom úr söluferð til Englands,
hafðl hann innanborðs laumufar-
þega, sem komizt hafði um borð
í m.s. Tröliafoss fyrir nokkru aust
ur á Austfjörðum.
Maður þessi mun hafa ætlað sér
að strjúka úr landi m. a. vegna
þess að hann átti óuppgerðar sakir
við rannsóknarlögregluna og fyrir-
tæki einhver hér í Reykjavík.
Hafði maðurinn, einhvern tíma
í sumar eða haust, tekið út vöru-
birgðir fyrir andvirði að upphæð
nokkur hiíhdruð þúsund krónur hjá
fyrirtæki eða heildverzlun hér í
Reykjavík, en ekki sýnt neinn lit
á að gera skil á tilsettum greiðslu-
tíma.
Var mál þetta kært til rannsókn-
arlögreglunnar og við yfirheyrslu
viðurkenndi maðurinn að hafa selt
talsvert af varningnum, annað
hafði hann veðsett og enn annað
var óselt hjá honum. Lofaði sak-
borningurinn að gera skil á þessu I an þær upplýsingar, að þessi sami
á tilteknum degi, en þegar sá til- maður hafi fundizt sem Iaumufar-
teknir dagur rann upp, var mað- þegi um borð í m.s. Tröllafossi á
urinn kominn í söluferð austur á leið frá Austfjörðum til Englands
land. Skömmu seinna fékk lögregl-' Frh, á bls. 5.
; og verða lyftistöng fyrir hin frjó-
i sömu og víðlendu landbúnaðarhér-
; uð á Suðurlandi og greiða götu stór
| iðnaðar þar.
! Hér er vitaskuld rætt uih hafn-
argerðina í Þorlákshöfn. Þar er nú
verið að reisa vinnuskála, sem verð
ur tilbúinn í febrúarmánuði, og í
þessum skála á að vinna sleitu-
laust að því að steypa ker til leng-
ingar hafnargarðanna, unz höfnin
er fullgerð.
Alls verða steypt 49 ker í þess-
um skála. 15 þeirra eiga að lengja
aðalhafnargarðinn um samtals 75
metra og verður væntanlega hægt
að ganga frá flestum þeirra fyrir
næsta haust. Þau verða 14.5 metra
breið hvert um sig.
Ennfremur verða steypt 34 ker
í svonefndan norðurgarð og garð,
Munaði enguað iæristíeldi
sem kemur hornrétt á hann, og
verða þeir garðar samtals 170 metr
Framh. á bls. 5.
Litlu sem engu mátti muna að
maður færist i eldi og reyk, er
kviknaði í fötum hans í gær. Mað-
urinn liggur nú í brunasárum í
sjúkrahúsi Hvítabandsins.
I kjallaraíbúð á Langholtsvegi 56
hér í Reykjavík býr Eiríkur Þor-
steinsson, 69 ára gamall, áamt fjöl
skyldu sinni. Að loknum hádegis-
verði í gær kvaðst Eiríkur ætla að
leggja sig til svefns stundarkorn,
fór inn í norðurherbrgi íbúðarinn-
ar, klæddi sig úr jakka, kveikti sér
í vindli og hallaði sér út af á legu-
bekk.
Klukkan var langt gengin þrjú,
þegar heimilisfólkið sér Eirík koma
æðandi og logandi út úr herbergi
sínu og hrópa á hjálp. Loguðu þá
föt hans að framanverðu, en reykj-
armökk mikinn lagði inn í íbúðina
út úr herberginu. Slökkt var strax
í fötum Eiríks, en síðan var slökkvi
lið og sjúkrabifreið kvatt á vett-
vang. Eiríkur var þegar í stað flutt
ur í Slysavarðstofuna og þaðan
svo í sjúkrahús Hvítabandsins.
Hann hlaut allmikil brunasár, einna
mest á brjósti.
Þegar slökkviliðið kom á vett-
vang, var legubekkurinn, sem Ei-
rikur hafði iagt sig á, alelda og
eldurinn einnig að breiðast eitt-
hvað út um herbergið. Urðu tals-
verðar brunaskemmdir á því, en
^rh. á bís 5. 1
v , 1 i - ! , ' bi, /
Farþegi númer
100 þusund
Hundrað þúsundasti farþeg-
inn með Flugfélagi tslands á
þessu ári kom á Reykjavíkur-
flugvöll frá Vestmannaeyjum f
morgun. Þetta var sjö ðra göm-
ul stúlka, Guðrún Arnardóttir,
sem var á ferð með móður
sinni og systrum. Guðrúnu var
afhentur blómvöndur og vegg- !
skjöldur frá Flugfélaginu til
minningar um ferð hennar.!
Þetta er í fyrsta sinn að Flug- f
lelagið flytur yfir 100 þúsund
farþega á einu ári. Flestir hafa
farþegamir verið áður, árið ,
1960, þá rúmlega 81 þúsund
talsins.
i -»
DAGAR
TIL
JOLA
i M'i* 1 f*'| f-M-é ♦ 1 (i1'*'’-j