Vísir - 18.12.1962, Side 8

Vísir - 18.12.1962, Side 8
8 VISIR . Þriðjudagur 18. desember 1962. VÍSIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Misjöfn bókaútgáfa Bókaútgáfan er nú að ná hámarki sínu. Flestar ef ekki allar jólabækurnar munu vera komnar á mark- aðinn og kennir þar margra grasa. Ekki eru þó gæðin í hlutfalli við fjölda bókanna. Þær skipta tugum, ef ekki hundruðum, sem þessar vikurnar koma fyrir al- menningssjónir. En fátt er þar um verulega bókmennta viðburði, því er nú miður. Bækur um framhaldslífið og reynslu miðla hafa reynzt óvenju margar í þetta sinn, en þær virðast les- endur líta á sem gómsætasta andans meti og háma þær í sig, því auðvitað væru þær ekki svo margar á markaðnum, ef ágóðavonin væri ekki allsterk þar í ranni. Þjóðlegur fróðleikur er enn vinsæll og þá við- talsbækurnar. Þær eru fyrirbrigði út af fyrir sig, sem mjög blómgast þessi árin. Sumar eru mjög vel ritaðar, en aðrar miklu miður og sýnir það sig, að hér er form, sem vandfarið er með. Skáldsagan hefur aftur á móti 'sannarlega séð sinn fífil fegri. Hún virðist vera í þann veginn að verða útdauð á íslandi, og hefði það þótt ótrúlegt fyrir nokkr um áratugum. Ekki er ástæða til þess að ræða á þessum vettvangi um framlag einstakra útgáfufyrirtækja til bókaútgáf- unnar að undanförnu, en þó skal á það minnzt, hve Almenna bókafélagið hefur gefið út veglegar og merk- ar bækur síðustu vikurnar. Gengur það á undan með góðu fordæmi. Vísir hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að birta lista yfir fimm söluhæstu bækurnar í viku hverri og mæl- ist það vel fyrir hjá lesendum. Ekki þarf þó að taka það fram, að þótt bækur komist á listann, er ekki þar með sagt að það sé dómur um gæði þeirra eða gildi, aðeins um eftirspurn lesenda. En allt þetta bókaflóð, sem margan manninn er nær því að æra, víkur huganum að því hve fráleit íslenzk bókaútgáfa er að því er varðar útkomudaga. Mest öll útgáfan hrúgast á jólamánuðinn. Aðrir mánuðir árs- ins eru eyðimörk í bókaútgáfu, ef frá eru talin bóka- ! félögin. Þetta er illt skipulag, sem vinnur bókvísi og bókelsku þjóðarinnar skaða. Hér þarf átak að gera, ! útgefendur. Ekki sorgarhátíð Brátt ganga jólin í garð og innan skamms heyrum við hlustendur jóladagskrá útvarpsins tilkynnta á öld- um ljósvakans. Þá dagskrá hefur mörg undangengin ár einkennt þrúgandi hátíðleiki og grafarinnar alvarlegheit í tón- list. Andleg tónlist af þyngstu tegund hefur þjakað hlustendur, en eins og alkunna er, þá er ekki nema lítill hluti þjóðarinnar móttækilegur fyrir æðri tónlist af tormeltari tegundinni. Jólin eru fagnaðarhátíð. Þjóðin gengur til þeirra með því hugarfari og tónlistardeild útvarpsins ætti að gera það líka. Það er til nóg af fögrum jólasálmum og jóla- , lögum, þótt germönskum þyngslum sé sleppt að mestu. Kirsten Flagstad. Hin mikla sópransöngkona Kirsten Flagstad lézt í Osló síð- astliðinn föstudag, 67 ára að aldri. Af gagnrýnendum blað- anna var hún oft nefnd bezta Wagner-söngkona, sem nolckru sinni hefur lifað. Og rödd henn- ar var gullin í meira en einum skilningi, því hún var einhver auðugasta söngkona veraldar. Hún fékk hátt á annað hundrað þúsund króna greiðslu fyrir eina einustu kvöldstund f stríðslok. Hún fæddist í Hamar í Austur- Noregi, og þegar á barnsaldri lærði hún utan að heila kafia úr Aida og Lohengrin. Þannig hefst grein sem Sun- day Times birtir um norsku söngkonuna frægu og blaðið heldur áfram: Það eru sjaldan meira en tvær miklar Wagner- Umsögn um Kirsten Flagstad sópransöngkonur i einu, og Flag stad hélt forystu sinni látlaust frá árunum upp úr 1930 og fram til 1951, en hún söng Isolde i síðasta sinn í Covent Garden óperunni í Lundúnum. Hún lagði undir sig stærstu hlutverk í óperum Wagners og náði heimsfrægð. Hinn sífelldi ferskleiki í rödd hennar er að öllum líkindum til kominn á þann hátt, að hann hafði vaxið fram ósjálfrátt og eðlilega í hinni löngu þjálfun söngkon- unnar í léttum, lýriskum hlut- verkum á Norðurlöndum. Hið stóra tækifæri hennar kom, þegar henni var boðið að syngja Sieglinde 1 Bayreuth 1934, og sigurinn hennar kom, þegar hún söng Isolde í fyrsta sinn í Metropolitan óperunni 1935. Á næstu tveimur árum á eftir lagði hún Lundúnabúa að fótum sér í hlutverkum Isolde, Senta og síðast en ekki sízt Briinnhilde. En þegar hún kom fram í Albert Hall árið 1947 eftir 10 ára hlé, var ekki nema eðlilegt, að áheyrendur óttuð- ust að striðið hefði rænt okk- ur beztu árum hennar sem full þroska söngkonu. En óttinn hvarf brátt. Hér voru enn hinn gamli léttleiki og glæsileiki, gullnir tónamir spruttu fram áreynslulaust, eins og höfuð sundmanns, eftir hverja tónabylgju hljómsveitar- innar. Hér var hvort tveggja í senn fullkomið öryggi og glæsi legir yfirburðir í túlkun. „Þetta er eins og að fá smjör eftir 10 ára smjörlíkisát“, sagði einhver. |^irsten Flagstad var raunar söngundur frá náttúrunnar hendi, en hún var einnig ó- venjulega nákvæm listakona í allri túlkun og raddbrigðum. Ekki verður sagt, að hún kafaði dýptir hinna þýzku ljóðasöngva, en'meðferð hennar á söngvum Griegs og Sibelíusar var einstök í sinni röð. Með árunum ávann Flagstad sér virðuleika og vand virkni í leik, en það er þó fram ar öllu hin stórkostlega rödd hennar, sem gert hefur nafn hennar ódauðlegt. Jólatré í Hafnarfirði Það er ekki aðeins á Austur- velii, sem reist eru há og virðu- ieg borgarjólatré. Margir kaup- staðanna í nágrenni Reykjavík- ur og úti um land hafa eignazt sina vini úti á Norðurlöndum, þar sem skógarvöxtur er meiri en hér á landi og þá finnst hin- um norrænu vinum tilvalið að senda islendingunum beinvaxin grenitré til prýðis um jólahátíð- ina. Meðal þeirra kaupstaða, sem á sína vini á Norðurlöndum, er Hafnarfjörður. Bærinn er í vin- áttutengslum vlð Fredriksberg, enda er nokkuð likt á komið með þessum tveimur bæjarfé- lögum, bæði hafa þau vaxið upp í skjóli höfuðborganna, en eru þó sjálfstæð og þróttmikil byggðarlög. Nú í vetur eins og oft áður sendi Fredriksberg Hafnarfirði að gjöf þetta fallega tré, sem sést hér upplýst á einni mynd- inni. Danski aðalræðismaðurinn Ludvig Storr afhenti tréð með stuttu ávarpi, en frú Gunnvör Óiafsson, dönsk kona búsett í Hafnarfirði, kveikti síðan á því. Þar næst þakkaði Hafsteinn Baldvinsson bæjarstjóri fyrir gjöfina. Lúðrasveit Hafnarfjarð- ar lék og karlakórinn Þrestir söng jólalög. Jólatréð, sem Fredriksborg gaf Hafnarfirði, uppiýst. ^ Hafsteinn Ba!dvinsson,bæjarstjóri þakkar fyrir gjöfina.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.