Vísir - 18.12.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 18.12.1962, Blaðsíða 16
Banaslys á Reykianesbraut MANNHÆÐARHÁIR STAFLAR í gær var síðasta tækifæri til að skila jólakortum til póstsins og voru póststofurnar opnar til miðnættis. í morgun var öllum póstinum síðan safnað saman í stóra poka í kjallara Pósthúss- ins og þar tók ljósmyndari Vís is myndina sem hér birtist, en staflarnir voru mannhæðarháir. Það er álit póstmanna, að jólapósturinn sé nú meiri en nokkru sinni áður. Hefur þó enn eigi unnizt tími að telja bréfin. Að þessu sinni urðu póst- menn þess varir, að fólk í út- hverfunum notaði póstkassana miklu meira en áður hefur ver ið gert. Einnig var mikil að- sókn að litlu póststofunni, sem er inni á Langholtsvegi og sýn- ir það enn einu sinni þörfina fyrir fleiri póststofur. Nær engri átt að fjölga ekki póst- stofunum á sama tíma og ver- ið er að opna ný bankaútibú næstum í hverjum mánuði. Það var mikið um að vera í kjallara Pósthússins í morgun þegar fréttamaður Vísis kom þangað. Byrjað var að vinna að því að raða bréfum niður eftir götum og hraðvirk stimpI-_ unarvél í gangi. Síðan verður farið með hverja götu fyrir sig upp á næstu hæð og þeim rað- að eftir númerum. Allt er þetta feikilegt verk, sem sést m. a. af því að í fyrra var áætlað að jólabréfin væru um hálf milljón og nú líklega fleiri. • Bréfin verða svo borin út 21. og 22. desember. Til þess hef- ur nú verið ráðið mikið aðstoð- arstarfslið, eru það aðallega unglingar úr gagnfræðaskólum, sem vilja gjarnan fá svolítinn aukapening fyrir jólin. Á stærri myndinni stendur einn af elztu starfsmönnum póstsins Gústav Adolf Guð- mundsson við jólakortapokana og á hinni er Ásgeir Höskulds son sem vinnur við stimplunar- vélina. Það hörmulega slys varð á Reykjanesbraut síðdegis :í gær að tvær bifreiðar rákust á með þeint afleiðingum að ökumaður ann- arrar bifreiðarinnar, Skapti Þór- oddsson fluguntferðarstjóri beið bana nokkrum klukkustundum eft- ir að hann var fluttur í sjúkrahús. Enginn bótur á sjó í dng Engir bátar voru á sjó í gær vegna veðurs og talið í morgun, að enginn liátur myndi fara á sjó í dag, þar sem spáð var suðvestan stormi og éljum á miðunum. Áreksturinn varð um kl. hálf sex síðdegis á móts við Fossvogs- kapelluna. Bifreiðin sem Skapti var á, var á suðurleið en sendi- ferðabíll frá Flugfélagi Islands á leið norður. Hálka var á veginum, hvassviðri og myrkur og ökuskil- yrði öll hin verstu, Á þessum stað var snjóskafl á veginum og bar báða bílana samtímis að skaflinum. .Er þangað kom snér- ist bifreiðin sem Skapti stýrði G. 2653 í veg fyrir Flugfélagsbifreið- ina, en ökumaður hennar reyndi að sveigja út af en án árangurs. Skullu bifreiðarnar þarna saman og við áreksturinn snérist G. 2653 í hálfhring unz hún nam staðar. Ökumaður Flugfélagsbifreiðar- « 9 SOLUHÆSTU BÆKURNAR í síðustu viku seldust þessar bækur mest, sam- kv. upplýsingum bóksala í Reykjavík. Tölurnar innan sviga tákna stöðu bókanna á síðasta lista: 1. Jónas Árnason: Syndin er lævís og lipur (1) 2. Örlygur Sigurðsson: Prófílar og panfílar. 3. Stefán Jónsson: Mínir menn (4). 4. Jonás' Þorbergsson: Líf er að loknu þessu (2). 5. Vilhjálmur S: Vilhjálmsson: Fimm konur. ' iSr ^ d' S:' . innar skall við áreksturinn fram á rúðuna og hlaut nokkurt högg, en mun ekki hafa meiðzt að ráði. Þegar hann kom út úr bifreiðinni sá hann Skapta liggjandi meðvit- undarlausan á götunni fyrir aftan Frh. á bls. 5. DOMSDAGUR DANIEÍS í gær var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í skaðabótamáli, sem Daníel Ágústínusson höfð- aði gegn bæjarfélaginu á Akra- nesi vegna brottvikningar hans úr bæjarstjórastarfinu. Aðalatriði málsins eru þessi: — Réttur meirihluta bæjarstjórn ar til að skipta um bæjarstjóra er að sjálfsögðu viðurkenndur. Hins vegar var Daníel kosinn bæjarstjóri til fjögurra ára og leit rétturinn því svo á, að hann yrði að fá skaðabætur vegna þess launamissis, sem hann yrði fyrir og skyldi þá draga frá upp- hæðinni þau laun sem Daníel hefði sannanlega haft. Gaf hann þá upp að hann hefði aðeins haft 27 þúsund krória laun í fyrstu 10 mánuði eftir að hann var rekinn. Vegna þess dæmdi undirréttur honum 120 þús. kr. skaðabætur en Hæstiréttur lækkaði þær niður í 114 þús. krónur. Þá krafðist Daníel miskabóta vegna meiðyrða, sem um hann voru í uppsagnarbréfi. Undir- réttur hafði ekki tekið tillit til þess, en Hæstiréttur dæmir Daníel 35 þús. króna bætur vegna meiðyrðanna. Jólaópera flutt í Tjarnarbæ Hljómlistarfélagið Musica Nova ætlar nú um jólin að sýna óperu eftir ameríska tónskáldið Menotti. Er það hin vinsæla jólaópera hans Amahl og næturgestirnir. Þetta er stærsta verk, sem Musica Nova ræðst í að flytja. Sýningar verða haldnar í Tjarnarbæ og verður frumsýning á annan í jólum. Amahl og næturgestirnir fjallar um vitringana frá Austurlöndum. Menotti samdi hana fyrst til flutn ings f NBC-sjónvarpinu og síðan hefur óperan verið endurflutt þar um hver jól og víðs vegar um Bandaríkin, sem jólaleikrit. Aðalhlutverkið, Amahl leikur 12 ára drengur, Sigurður Jónsson, son ur Jóns Sigurðssonar bassaleikara í Sinfóníuhljómsveitinni, en móður hans leikur Svala Nielsen. Þeir, sem einkum hafa unnið að upp- setningu óperunnar eru Magnús Blöndal Jóhannsson sem stjórnar hljómsveitinni og Gunnar R. Han- sen, leikstjóri. Sigurður Magnús- son hefur stjórnað æfingum á kórn Ákveðið hefur verið að frumsýn- ingin verði aðeins fyrir böm á aldrinum 12-14 ára. Er það gert m.a. með tilliti til þess að 12 ára leikur aðalhlutverkið. * w hn VISIR Þriðjudagur 18. desember 1962.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.