Vísir - 29.12.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 29.12.1962, Blaðsíða 8
8 Jtgefandi: Blaðaútgátan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnai G. Sctiram. Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja VIsis — Edda h.f. Harmagráfut Tímans Forustugrein Tímans í gær er eitt .þeirra furðu- skrifa, sem stundum birtast í því blaði og virðast skrif- uð fyrir fólk, sem hefir falið mönnunum við Skugga- sund alla heilastarfsemi sína. Hún er harmagrátur yfir því, hversu vel vegnar hér á landi. Grein þessi heitir „Góðærið hefir sigrað „viðreisn- ina“‘‘, og byrjar svo: „Af hálfu stjórnarblaðanna er nú mjög gumað af því, að gjaldeyrisstaða bankanna sé hagstæð, sparifjáreign aukist og atvinna sé næg. Ekk- ert er hinsvegar gert til að reyna að greina ástæður fyrir þessu. Það er aðeins staðhæft, að þetta sé árang- ur af „viðreisninni“. Ástæðurnar eru hins vegar allt aðrar. Þær eru fyrst og fremst óvenjulegt góðæri til sjávarins“. Hér er ekki kostur á að fara langt út í þessa sálma, en minna má á, að góðæri var í tíð vinstri stjórn arinnar og safnaði hún þó engum gjaldeyrissjóðum og sparifjáreign jókst heldur ekki. Þvert á móti. Þá var nefnilega þannig á spilunum haldið, að þjóðin safnaði skuldum hvar vetna, þar sem einhver fannst, er þorði að lána henni, eða áttaði sig ekki á því, hvers konar afglapar voru við stjórn á íslandi í þann tíð. Góðærið, sem gekk yfir þjóðina á tímum vinstri stjórnarinnar, kon því fáum að gagni nema fáeinum gæðingum stjórnarinnar, sem gátu skarað eld að sinni köku, eins og alþjóð er kunnugt. Og um síðir var líka svo komið fyrir vesaldóm, aðgerðarleysi og aumingja- skap vinstri stjórnarinnar, að henni var ekki vært leng- ur við völdin — hún sagði af sér með skömm skömmu fyrir jólin 1958. Núverandi góðæri kemur mönnum hins vegar að gagni, því að nú er aflað meira en eytt er og safnað í sjóði, bæði erlendis og heima fyrir, og þeir sjóðir koma að gagni síðar, þegar þjóðin þarf að gera mikil átök á einhverju sviði eða mæta áföllum, til dæmis af völdum erfiðs árferðis. Nú er búið í haginn fyrir fram- tíðina, og það er allt annað en gert var á dögum vinstri stjórnarinnar, þegar ekkert var hugsað um komandi tíma. Núverandi ríkisstjórn gerir þjóðinni kleift að njóta ávaxtanna af góðærinu um langan aldur, þegar það kann að vera liðið fyrir löngu. Slíkt er stjórnvizka, sem er vinstri mönnum framandi. íslendingar geta horft vonglaðir til framtíðar- innar um þessi áramót, því að hagur þjóðarinnar hefir sjaldan verið betri á slíkum tímamótum en einmiti nú. Margt hafði farið aflaga í búskap þjóðarinnar, áður en núverandi ríkisstjórn tók við, en hún hefir borið gæfu til að koma fjölmörgum, merkum framfaramálum í höfn. Vonandi ber þjóðin gæfu til að fylgja sömu stefnu eftir þær kosningar, sem fram fara næsta vor. í þeirri von árnar Vísir öllum landsmönnum árs og fribar. V í SIR . Laugardagur 29. desember 1962. SaBHHBHEBB!! Tjess er nú minnzt um þessar mundir að 200 ár eru liðin frá fæðingu Magnúsar Stephcr sen, þess manns er var valda mestur á íslandi um nær 40 ára skeið á tímabilinu frá þvf um 1790—1830, og um tíma mátti jafnvel heita að hann væri eins konar einræðisherra yfir ís- landi, þar sem flestir urðu að sitja og standa eins og hann vildi. Oft urðu þó margir til að mæla honum í móti og hann eignaðist stöðugt marga and- stæðinga. Undir lokin einangraðist hann og stóð svo að segja einn uppi rúinn vinum og fylgis- mönnum. Ný öfl frjálslynd og þjóðernissinnuð risu upp og grundvölluðu hið nýja I'sland. í samanburði við þau varð Magnús Stephensen ímynd íhaldssemi, embættismanna- valds og óþjóðleika. Þetta álit hafði þjóðin á Magnúsi Steph- ensen allan seinni hluta 18. ald- ar og fram á þessa. Minningin risti djúpt um harðvítugar deil- ur hans við skáldið Jón Þor- láksson og Bjarna Thorarensen Leirá í Leirársveit þar sem prentsmiðjan var á dögum Magnúsar Stephensen. eins konar ríkiserfingja. Ekki minnkuðu völd ættarinnar heldur þegar hann tók að ráða, Cíðan hélt Magnús til náms í Kaupmannahöfn. Fyrsta árið lærði hann náttúrufræði og gp H an og enginn vafi var á því með hvorum þessi þjóð stóð eftirá er hún átti í þjóðernislegri bar- áttu sinni móti Dönum. Magnús fékk á sig það orð að hafa ver- ið „morðingi Alþingis" og til- raunir hans til að sveigja Jón á Bægisá hlutu á öld mannrétt- indabaráttu að dæmast sem al- varleg tilraun til skoðanakúg- ffa jþað er ekki fyrr en nú fyrir tveimur til þremur áratug- um, sem Magnús Stephensen fær uppreisn, fyrst og fremst við rannsóknir og rit Þorkels Jóhannessonar og þá fær hann líka heldur betur uppreisn, þvi að það er engu líkara en að hann breytist allt í einu f ein- hvern þjóðardýrling, sem nær kannski hámarki, þegar mynd hans er prentuð á peninga- seðla við hliðina á Jóni Sigurðs syni og Ingólfi Arnarsyni. Væri betra ef reynt væri að halda meira jafnvægi f hlutunum. flfcif lyTagnús Stephensen var fædd- ur að Leirá f Leirársveit 27. desember 1762. Hann var sonur Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns, sem var áhrifa- mesti maður á íslandi um skeið og ennfremur var hann dóttur- sonur Magnúsar Gíslasonar amtmanns, sem á undan Ólafi var talinn ríkasti og áhrifa- mesti maður á Islandi. Hann átti því að baki sér voldugar ættir svo að þegar það kom í Ijós á ungum aldri að hann var góður námsmaður, gáfaður og duglegur mátti líta á hann sem þvf að hann var mjög frænd- rækinn og kom bræðrum sfn- um og frændum í áhrifastöður hvar sem hann gat. Magnús var um skeið sendur til náms hjá Hannesi biskupi Finnssyni, sem þá var talinn mesti menntamaður á íslandi. Varð hann mjög elskur að hon- um, lærði hjá honum tungumál og víðsýni og drakk í sig hug- sjónir upplýsingastefnunnar, hinnar miklu fræðaöldu sem þá * 200 ára minning Magnúsar Stephensen fór um hinn menntaða heim. Taldi Magnús sig ætíð eiga Hannesi biskupi mest að þakka. Síðar má segja að hann hafi endurgoldið það með því að hann tók ungan fátækan náms- mann upp á arma sína, Svein- björn Egilsson, en segja má að Sveinbjörn hafi síðar orðið upp alandi ekki aðeins Fjölnismanna heldur og Jóns Sigurðssonar. Þannig gekk arfur frá einni kýnslóð til annarrar. þar sem hann þurfti ekki efn- anna vegna að hraða námi svo mjög, gat hann hlýtt kalli upp- lýsingahugsjónarinnar og aflað sér með víðtækastrar mennt- unar. Hann lærði t. d. þýzku, frönsku og ensku svo að hann varð vel fær í þeim málum. I öllu lífi sínu og ritstörfum síðar sýndi hann að hann var fjöl- fræðingur er lét sér ekkert ó- viðkomandi. Aðalnámsgrein hans varð þó lögfræði. í henni lauk hann embættisprófi og varð síðan einn af æðstu dóm- urum þjóðar sinnar og vafalaust mesti lagamaður hennar. Jafnhliða náminu í Kaup- mannahöfn fékk hann starf í dönsku stjórnarskrifstofunum undir handleiðslu hins ágæta framfaramanns Jóns Eiríksson- ar. Þá skeði það uppi á íslandi haustið 1783 að hinir ægilegu Skaftáreldar brutust út og fylgdi þeim fjárfellir og hungurs, neyð. Var þessi ungi mennta- maður þá sendur af stjórninni til íslands til að rannsaka eld- ana og áhrif þeirra. Förin varð honum góður lærdómur og rit- aði hann skýrslu um hana. Jtfsf ]yr agnús lauk lögfræðiprófi 1788 og var þá skipaður varalögmaður og árið eftir lög- maður, þótti sjálfkjörinn er þau sæti losnuðu, til þéssara háu dómaraembætta og mikilla áhrifa í þjóðmálum. Hann réði því sem mesti áhrifamaður í þeim efnum, að Alþingi var lagt niður á Þingvöllum árið 1800 og Landsyfirréttur stofnaður í stað þess í Reykjavík. Eins og þá var komið Alþingi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.