Vísir - 05.01.1963, Side 4

Vísir - 05.01.1963, Side 4
\' .1 \ i \s:•«\.> t'i,w>\:v\; ",v.;t;.s.\>,s ,.\ « ■.f. í » . i VISIR . Laugardagur 5. janúar 1963. Tíundi hver tíu áru dreng- ur er Æskan reykir. Á síðasta vori fóru fram í barnaskólum borgarinnar athuganir á reykingum barna, og leiddu þær í ljós, að börn byrja hér rniklu fyrr að reykja en menn munu almennt gera sér grein Rætt v/ð borgarlækni, dr. Jón Sigurðsson um reykinga- venjur barna og unglinga fyrir, því að tíundi hver drengur, sem náð hefir 10 ára aldri, er farinn að reykja. Þetta kom meðal annars fram í mjög fróðlegu viðtali, sem Vísir hefir átt við dr. med. Jón Sigurðsson borgarlækni um út- breiðslu reykinga meðal barna og uriglinga á skóiaaldri hér í borg. Fara hér á eftir helztu atriði viðtalsins, og er Vísir sannfærður um, að almenning- ur gerir sér ekki fyllilega ljóst, nversu tíðar reykingar eru með al barna og unglinga — og hversu snemma börn hér byrja að fá sér „reyk". Fyrst er frá þvf greint, að vorið 1959 var efnt til athugun ar á þvf, hve margir nemendur gagnfræðaskólanna væru farnir að reykja, og voru skriflegar spurningar þar að lútandi lagð- ar fyrir 2731 ungling á aldrin- um 13 —17 ára. Þar af voru 1296 piltar og 1435 stúlkur. Haraldur Guðjónsson, er þá var aðstoðarlæknir borgar- læknis, vann úr þeim gögnum, sem með þessu móti fengust, og þau ieiddu meðal annars í ljós, að hvorki rneira né minna en 34,8%. — meira en þriðji hver — 13 ára drengur var farinn að reykja, og þegar drengirnir voru orðnir 17 ára, voru reykingamenn í þeirra hópi orðnir í meirihluta eða 54,8 af hundraði. Þessar athuganir leiddu einn- ig f ljós, að stúlkur eru ekki eins fljótar að venja sig á reyk- ingarnar, þær byrja ekki eins snemma og drengirnir. Hins vegar er vitað, að þegar þær eldast, eru lausar úr skóla, spjara þær sig að þesu leyti og verða jafnokar piltanna, eða þvf sem næst þegar þær fara að sækja kaffihús og dansstaði. TÍUNDI HVER, SEM ORÐINN ER TÍU ÁRA. Niðurstöðurnar, sem koma fram við rannsóknina 1959, bentu ótvírætt til þess, að börn- in byrjuðu að reykja fyrir 13 ára aldur, og var þá næsta skrefið að reyna að gera sér nokkra grein fyrir reykingavenj um þeira, sem yngri eru. Það var gert með því, að í apríl- mánuði sl. var hverju barni á aldrinum tíu til tólf ára fengið lítið blað með fáeinum spurn- ingum (sjá meðfylgjandi mynd), sem óskað va.r svars við. Þessar spurningar náðu til 3860 barna og svöruðu öll nema 28, sem neituðu að veita slíkar upplýs- ingar um „einkalíf" sitt. Spurn ingablöðunum var dreift í alla bekki samtímis í öllum skólum, svo að börnunum gæfist ekki kostur á að bera saman bækur sínar eða vara hvert annað við þvf, sem vændum væri. Og niðurstaðan varð sú, sem getið er í fyrirsögn þessarrar greinar: Tíundi hver drengur, sem orðinn var tíu ára, var farinn að reykja. Aðstoðarlæknir borgarlæknis, vinnur nú úr skýrslum þessum, og er ekki tímabært að greina nánar frá niðurstöðunumáþessu stigi, en augljóst er, að reyking ar barna og unglinga eru mikið alvörumál. SAMANBURÐUR VIÐ ÚTLÖND. Rannsóknir þær, sem hér hafa farið fram í þessu efni og erlendis, eru með ýmsum hætti, svo að ekki er um einhlftan samanburð á þeim að ræða. Sums staðar eru börnin yfir- heyrð, en hér var sá kostur valinn að leggja fram skrifaðar spurningar og hafa þær eins ein faldar og kostur var á. Börnin fengu jafnframt að vita, að öll- um spurningablöðunum yrði blandað saman og skólarnir eða kennarar þeirra mundu ekki fást við úrvinnsluna. Það væri verk- efni skrifstofu borgarlæknis og væri engin hætta á, að börnin yrðu fyrir óþægindum, þótt þau svöruðu spurningunum játandi, ef þau reyktu. Samanburður á skýrslum þeim, sem hingað hafa borizt frá Norðurlöndum og þeim at- hugunum, sem hér fara fram, virði^t benda til þcss, að reyk- ingar sé fullt eins útbreiddar hér meðal barna og unglinga, en hins vegar reyki börn og unglingar á hinum Norður- löndunum meira en hér. ÞEGAR FOR- ELDRAR REYKJA. Þeir, sem hafa kynnt sér þessi reykingamál hér og er- lendis, þykjast sjá, að hér sé hið sama upp á teningnum og í öðrum löndum, að þar sem foreldrarnir reykja. annar hvor eða báðir, þar er mikfu meiri hætta, að börnin byrji einnig að reykja, en ef hvorki faðir né móðir reykir. Þetta er sérstak- lega áberandi með stúlkurnar. í Englandi og Kanada þykir það hafa komið nokkuð greini- lega í ljós, að gáfnarfar veldur nokkru um, hversu fer um reykingavenjur barna og ung- linga. Þau börn, sem eru talin miður greind, fara frekar út í reykingar en hin, sem betur eru talin af guði gerð að þessu loyti. . í þessu sambandi veltur mest á því i baráttunni gegn tóbakinu, að gera unglingum Ijóst, að meiri karlmennsku- bragur sé fólginn í að stand- ast brýningu og ögranir A BORIÍAHLÆKNIRINN BEYKJAVÍK þeirra, sem þegar eru famir að reykja og viija fá aðra út í það með sér en að fljóta með og gefast upp — því að það er enginn vandi. NEIKVÆÐUR ÁR- ANGUR ERLENDIS. Hér hefir ekki verið hafin skipuleg barátta í skólum, til þess að verjast eða berjast gegn tóbaksreykingum, en einstak- lingar, skólalæknar, skólastjór- ar og kennarar hafa frætt nem- endur af eigin hvötum, og einn- ig hafa verið flutt erindi í skólum, aðallega á vegum Krabbameinsfélagsins. En það er sorgleg saga af ýmsum á- róðri gegn reykingum erlendis, að árangurinn hefir verið talinn neikvæður. Ef til vill hafa á- róðursaðferðirnar ekki verið svo heppilegar sem skyidi. Sámt verður að telja rétt að brýna það fyrir börnum sem oftast, hver hætta er fólgin í reykingum og þó einkum síga- rettureykingum, sem flestir reykingamenn stunda. Það verður að byrja að brýna það fyrir þeim eigi síðar en þegar þau eru tíu ára og jafnvel fyrr, og halda því áfram, þar til þau verða raunverulega farin að skilja, um hvað er að ræða. For- tölur duga aðeins gagnvart fá- um börnum — þau láta sér yfir leitt í léttu rúmi liggja, þótt þeim sé sagt, að þeir, sem byrji snemma að reykja, geti fengið lungnakrabba og hjartveiki um fertugt, því að í þeirra augum er fertugsaldurinn í órafjar- lægð. Á suma kann það að hafa áhrif að heyra, að reykinga- maður verður aldrei afburða- maður í íþróttum, og að fyrir sígarettupeninga, sem lagðir eru til hliðar, má ótrúlega fljótt safna sér fyrir skelli- nöðru eða álíka nytsömum og skemmtilegum hlut. VANINN ER STERKUR. Margir, sem byrja að reykja, hvort sem þeir byrja sem börn Framhald á bls. 12 Piltar Könnun á reykingum barna i skólum, í apríl 1962 Aldur: I) Heykirðu HÍgurt*ttur? Nei. uldrei 5á El' |iú revkir: utuiir\trikú rctta : s Hve m.itgar á nútuiði? ■ '\\ Hve nvug.tr á d.ig? 2) ilve niöifí nl' lu*kUjursystkiiutiu |»ínuin er l»ér kimmiet uin að reyki? < smlkiu pilfat Spurningablaðið, sem dreift var í skólana. og þriðji hver þrettán áru

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.