Vísir - 05.01.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 05.01.1963, Blaðsíða 16
ílliiii .'.v..; VÍSIR Laugardagur 5. jánúar T963. Fliigfélagið kaupir nýja Skymaster Spánskt danstríó í Sjálfstæðishúsinu KJÖLFESTA AUKIN í FJÖLDA FISKISKIPA Vísir hefur fregnað það hjá ýmsum mönnum í sjómanna- stétt, að nú s. 1. haust og f vetur hafi verið óvenjumikið um það, að skipstjórar og útgerðarmenn fiskiskjpa hafi látið auka veru- Iega kjölfestu skipa sinna undir vetrarvertíð bæði á síld og öðr- um veiðum. Þetta stafar vafa- laust af því, að skiþstjórarnir eru nú farnir að hyggja betur en áður að þungahlutföllum 1 skipum sinum eftir þau slys sem orðið hafa á síðustu árum, en í sumum tilfellum er vitað fyrir víst, að slysin orsökuðust af ónægri kjölfcstu, í öðrum er grunur um að svo sé. I HVÍ HVOLFIR SKIPUNUM? Hér er um mjög viðkvæmt mál að ræða meðal sjómanna og fáir fást til þess að ræða þetta opinberlega. Erindi Sigur- jóns Einarssonar forstjóra Hrafn istu, „Hví hvolfir skiþunum?“, sem birtist f Vísi í gær, hefur vakið mikla athygli fyrir það að þarna er í fyrsta skipti rætt opinberlega og af fullkominni alvöru um þetta vandamál. Frh. á bls. 5. til Sjálfstæðishússins. Þau fella sig vel við það sem þau hafa séð og ekki sízt Sjálfstæðishúsið, sem er, eins og kunnugt er, í nýjum bún ingi eftir gagngerðar breytingar. Olíuhneyksli Franskur bóndi hjá Vesaul hefir verið dæmdur fyrir að stela olíu frá NATO. Olíuleiðsla í eigu baridalagsins lá um jörð bónda, og gerði hann sér lítið fyrir, gróf niður að henni og „tappaði" af. En svo varð hann of ágjarn, því að hann fór að selja olíu og þá komst allt upp! Hinir nýju og fjörugu skemmrikraftar Sjálfstæðishússins, spænska list- danstríóið og Baldur Kristjánsson hljómsveitarstjórL Tríó Queta Barcelo er komið til Sjálfstueðishússins frá Lido í París og Lorry í Kaupmannahöfn, og mun skemmta gestum hússins í janúarmánuði, en í febrúar tekur við vinsæll erlendur söngvari. Queta Barcelo er ung stúlka frá Barcelona og eru með henni tveir ungir Spánverjár, annar sem dans- ar með henni og hinn sem leikur á gítar, einleik, og fyrir hinum fjör- uga dansi þeirra. Einnig dansa Spánverjarnir með undirleik hljóm sveitar Sjálfstæðishússins, sem er stjórnað af Baldri Kristjánssyni. Flugfélag íslands mun nú vera að festa kaup á annarri Skymast- erflugvélinni, sem félagið hefur haft á Ieigu að undanförnu. Hefur vélin nú verið um tveggja mánaða skeið í skoðun og er nú verið að mála hana í flugskýii félagsins á Reykjavíkurflugvelli, með Iitum fé- lagsins og setja á hana íslenzka einkennisbókstafi, TF-FID. Vél þessi hefur um nokkurt skeið verið í notkun á Grænlandi, en í stað hennar er þar núna hin leiguvélin, sem var í innanlands- flugi í sumar. Á félagið þá tvær Skymasterflugvélar, en auk þess á það eina DC6B, 2 Viscount og 3 Douglas DC3 flugvélar. Er jarðhiti í Lagarfíjóti? Volgra fannst í botni stöðuvatns þar skammt frá Jarðhiti er óvíða í Múla- sýslum og hvergi í Suð- ur-MúIasýsIu svo vitað sé nema ef vera skal í námunda við eyðibýli eitt í svokölluðum Ey- vindarárdal, skammt austan Fagradals. Á fimmtudagskvöldið var fannst jarðhiti á nýjum stað i Norður-Múlasýslu, en það er í svokölluðu Urriðavatni, sem er skammt norðan við Lagarfljóts- brú og liggur vatn þetta rétt austan við þjóðveginn. Jarðhit- inn kemur þar upp í vatnsbotn- inum, sem er í 5 metra dýpi og er 25 stiga heitt. HöfðlT.héraðsbúar veitt þvi athygli að Urriðavatn fraus ekki á ákveðnum stöðum og héldust þar opnar vakir. Vaknaði hjá þeim grunur um að jarðhiti hlyti að vera í vatninu og til þess að fá úr því skorið með öruggri vissu fór Jón Jónsson jarðfræð- ingur frá jarðhitadeild Raforku- málaskrifstofunnar austur síl. fimmtudagskvöld til að ganga úr skugga um þetta. Kvaðst Jón hafa ekið bil alveg að vakar- barminum og fyrir bragðið verið mjög auðvelt að gera þær at- huganir, sem nauðsynlegar voru. Mældi hann hitann í vakarbotn inum og reyndist hann 25° C. Hann tók og sýnishorn af vatn- inu, sem rannsakað verður i atvinnudeild Háskóla íslands. Sú rannsókn er þó að því leyti ekki einhlít að búast má við að mikið hafi blandazt saman við uppsprettuvatnið af öðru vatni. Á öðrum stað í vatninu kom upp gas eða kolsýra, sem benti til þess að þar gæti verið um ölkelduuppsprettu að ræða', að því er Jón jarðfræðingur tjáði Vísi í gær. Jón sagði, að að svo komnu máli myndi ekkert vera gert frekar til rannsókna á vatninu, en það myndi væntanlega gert á næsta sumri. Aðspurður kvað Jón hentugustu aðferðina til að kanna jarðhitann þannig, að veita vatninu fram og þurrka botninn upp, en kvað sér þó ekki kunnugt um aðstæður til þess. Auk þess myndi það varla verða vinsælt af nágrönnunum, þar eð Urriðavatn er gott veiði- vatn, svo sem nafnið bendir raunar til. Jarðhiti hefur hvergi fundizt þarna á mjög stóru svæði í grennd við vatnið. Þó hafa menn óljósan grun um að sams konar uppspretta með volgu eða heitu vatni njiuni vera til í botni Lagarfljóts, þar nokkru utar og neðar. Hafa menn veitt athygli vökum í fljótinu þar á ákveðnum stað, og er ekki ólík- legt að það verði einnig rann-, sakað. Annars staðar er lítið Framh á bls. 5 QUUUffw) Queta Barcelo og piltarnir hennar þekktu ísland aðeins af saltfiskinum, þegar þau réðu sig Starfsfólkið að taka til í nýja útibúi Borgarbókasafnsins. Nýtt bókasafn viðSólheima Nýtt útibú frá Borgarbókasafn- inu var opnað f dag í glæsilegu húsnæði I Sólheimum. Húsið er 215 fermetrar að stærð og eru þar um 9000 bindi. Rúm er í Iessal fyrir 40 — 50 manns. Safnið var opnað fyrir almenn- ing klukkan fimm í gær og var aðsókn mjög mikil á þeim tveim tímum sem það var opið. Voru þar sjö af starfsmönnum Borgar- bókasafnsins 'og fengu alls 181 lánþegi skírteini. Starfsmenn verða þó væntanlega færri í framtíðinni. Húsið er teiknað af Gunnari Hanssyni húsameistara, en Bygg- ingafélagið Brú sá um fram- kvæmdirnar. Kostnaður við húsið var 1860 þúsund krónur. Borgarbókasafnið hefur undan- farið rekið útibú í Efstasundi og verður það nú lagt niður. Einnig hefur safnið útibú i Hólmgarði. Allir þeir sem eiga gild skir- teini frá aðalsafninu geta notað þau þarna. Hvert skírteini kostar fimm krónur og ^gildir 'I eitt ár. Getur hver lánþegi fengið þrjú skírteinl og fengið eina bók gegn hverju þeirra. Lánsfrestur er 20 dagar. Safnið verður opið á mánudög- um fyrir fullorðna klukkan 16- 21, en er að öðru leyti opið bæði unglingum og fullorðnum 16 — 19 alla virka daga nema laugardaga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.