Vísir - 14.01.1963, Blaðsíða 1
VISIR
53. árg. — Mánudagur 14. janúar 1963. — 11. tbl.
Tveir nýir Iðnað-
arbankastjórar
Nú á þessu ári verða liðin 10
ár frá því, að Iðnaðarbankinn tók
til starfa. Jafnframt verður nú í
þessum mánuði gengið frá aukn-
ingu hlutafjár bankans, er sam-
þykkt var á síðasta aðalfundi hans.
Til þess að annast aukin störf
í sambandi við fyrirætlanir um
framtíðarvöxt bankans, hefir
bankaráðið ráðið tvo aðstoðar-
bankastjóra til bankans, þá Pétur
Sæmundsén viðskiptafræðing,
framkvæmdastjóra Félags ís-
lenzkra iðnrekenda og Braga
Hannesson lögfræðing, fram-
kvæmdastjóra Landssambands iðn-
aðarmanna.
Bragi Hannesson var stúdent
frá Menntaskólanum , Reykjavík
1953 og lauk lögfræðiprófi við
Háskóla íslands 1958. Réðist hann
þá framkvæmdastjóri til Lands-
sambands iðnaðarmbanna og varð
Harkaleg
ákeyrzla
I fyrrinótt var ekið harkalega á
kyrrstæða bifreið á Ásvallagöt-
unni og hún stórskemmd.
Bifreiðin L 264, sem er af Volks-
wagen-gerð hafði verið skilin eftir
um kvöldið á Ásvallagötu móts við
hús nr. 52. En þegar eigandi bif-
reiðarinnar kom að henni í gær-
morgun um ni'uleytið gaf heldur
! en ekki að líta verksummerki.
Sýnilegt var að bifreið sem ekið
hefur verið vestur Ásvallagötu
hafði lent á hægra afturhorni L
264 með þeim afleiðjngum að hún
kastaðist til um heila bíllengd og
þó heldur meira. Var bifreiðin öll
stórskemmd, en sá sem árekstrin-
um olli síðan ekið á brott og hefur
hann enn ekki gefið sig fram.
jafnframt framkvæmdastjóri Meist
arasambands byggingamanna 1960.
Bragi varð héraðsdómslögmaður
1959. Hann hefur verið endurskoð-
andi Iðnaðarbankans og gegnt
fleiri trúnaðarstörfum fyrir iðnað-
armenn.
Pétur Sæmundsen er Húnvetn-
ingur, fæddur á Blönduósi. Hann
varð stúdent frá Verzlunarskóla
Frh á bls 5
Bragi Hannesson
BRUNA BOÐINN
VAR ÓVIRKUR
fórst í bruna á Akranesi
Ungur maður
Aðfaranótt s.I. laugardags
fórst ungur maður í húsbruna
uppi á Akranesi. Hann hét
Krlstján Valdimarsson og var
sonur hinnar kunnu skáldkonu
Hugrúnar, — Filippíu Kristjáns
dóttur. Hann var tvítugur að
aldri og mun hafa látizt f svefni
í rúmi sínu. Pegar blaðið átti
tal af fulltrúa bæjarfógeta á
Akranesi, sem rannsakar málið,
bað hann þess getið, að frásögn
eins Reykjavíkurblaðanna, um
að maðurinn hefði risið upp úr
rúmi sínu og sézt við gluggann,
væri röng.
ÚT UM GLUGGA
Kona Kristjáns, Bryndís
Helgadóttir bjargaðist með því
að kasta sér út um glugga á efri
hæð niður á götuna. Þar lá hún
bjargarlaus þegar að var komið
og var flutt á sjúkrahús. Það
voru neyðarhróp hennar, sem
vöktu fólk á neðri hæð hússins
og f nærliggjandi húsum. Hún
meiddist í baki við fallið, en
fékk svo slæmt taugaáfall, að
það var ekki fyrr en verið var
að aka henni til sjúkrahússins,
sem hún gat sagt fólki, að mað-
úr hennar lægi inni í hinu
brennandi húsi.
Annar maður átti einnig
heima á efri hæð hússins,
Gunnar Guðnason að nafni. —
Hann bjargaðist einnig út úr
húsinu við illan leik. Getur
hann ekki gert sér grein fyrir
hvernig hann bjargaðist, en
Kristján Vaidimarsson.
i
hann fannst alllangt frá húsinu
og var hælbrotinn, svo að lík-
legt er talið að hann hafi líka
kastað sér út.
BILAÐUR BRUNABOÐI
Alvarleg mistök urðu í sam-
bandi við slökkvistarf. Ber þar
Frh, á bls. 5.
Bryndís Heigadóttir
Svertingjaforseti í
skotinn í byltingu
Snemma á sunnudags-
morguninn var gerð bylt
ing í svertingjalýðveld-
inu Togo á Gullströnd-
inni í Vestur Afríku.
Byltingin var gerð með
þeim ódæmum að her-
menn ruddust inn í for-
setabústaðinn og skutu
forseta landsins Sylv-
anus Olympio til bana.
Atburður þessi vekur
mikla ólgu hvarvetna í
Vestur Afríku og þykir
sem stjórnmál þessara
landa séu komin á alvar
legt stig, þegar farið er
að beita vopnum og líf-
láta forustumenn í bylt-
ingum.
Ríkið Togo liggur sem frem-
TOGO
ur mjó landræma við hliðina á
ríkinu Ghana og hefur verið
mikill fjandskapur milli Nkru-
mah forseta Ghana og Olym-
pio. Hefur Nkrumah stutt
stjórnarandstöðuna í Togo-
landi og ýmsir forustumenn
hennar lifa landflótta í Ghana.
Hefur komið upp grunur um að
Nkrumah kunni að standa á bak
við samsærið, en það hefur þó
verið borið til baka. Nkrumah
girnist mjög að innlima Togo-
land í Ghana.
Byltingin í Togolandi var
framkvæmd snemma á sunnu-
Framh. á bls. 5.