Vísir - 14.01.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 14.01.1963, Blaðsíða 11
VISIR . Mánudagur 14. janúar 1963. 11 Slysavarðstofan i Heilsuverndar stöðinni er opin allan sðlarhrinp inn. — Næturlæknir kl 18—8. sfmi 15030 Neyðarvaktin, simi 11510. nvern virkan dag, nema la '.rdaga ki 13-17 Næturvörður er í Iðunnar apó- teki vikuna 12.— 18. janúar. Jtvarpið Mánudagur 14. janúar. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 18.00 Þjóðlegt efni fyrir unga hlustendur (Stefán Jónsson rithöfundur). 18.30 Lög úr kvik- myndum. 20.00 Um daginn og veg- inn (Ingólfur Kristjánsson rithöf- undur). 20.20 Sellótónieikar: Janos Starker leikur vinsæl lög við und- irleik Geralds Moore. 20.40 Spurn- ingakeppni skólanemenda: Gagn- fræðaskólinn við Lindargötu og Vogaskólinn keppa. Stjórnendur: Árni Böðvarsson cand. mag. og Margrét Indriðadóttir. 21.30 Ot- varpssagan: „Felix Krull“ eftir Thomas Mann (Kristján Árnason). 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23.00 Skákþáttur (Ingi R. Jóhannsson). 23.35 Dag- skrárlok. Sjóíivarpið Mánudagur 14. janúar. 17.00 Cartoon Carnival 17.30 Dobie Gillis 18.00 Afrts news 18.15 Americans at work 18.30 Du Pont cavalcade 19.00 Conversation vyth President 20.00 Death Valley Days 20.30 Overseas Adventure 21.00 The Defenders 22.00 To tell the truth 22.30 Decoy 23.00 Twillight Zone 23.30 Peter Gunn Final edition news. Ýmislefft n Fullbright auglýsir kennarastyrki. Menntastofnun Bandaríkjanna á íslandi (Fulbright stofnunin) aug- lýsir hér með eftir umsóknum frá kennurum til sex mánaða náms- dvalar í Bandaríkjunum á náms- árinu 1963 — 64. Styrkir þessir munu nægja fyrir ferðakostnaði til Washington og heim aftur, nauðsvnlegum ferða- kostnaði innan Bandaríkjanna, kennslugjöldum. bókagjöldum og nokkrum dagpeningum. Styrkirnir verða veittir kennur- um til náms f eftirtöldum grein- um: barnakennslu, kennslu í fram- haldsskólum, verklegri kennslu (iðnfræðslu): kennslu í stærðfræði, náttúrufræði. eðlisfræði og skyld- um greinum, ensku, skólaumsjón og skólastjórn, bandarískum þjóð- félagsfræðum og öðrum sérgrein- um Umsækjendur verða að vera fs- Andartak, herra forstjóri, ég hef ekki alveg lokið við að skrifa niður það fyrsta sem þér sögðuð. keppni um kvikmyndir af sviði landbúnaðar og skyldra greina, og að lokinni ráðstefnunni var opin- ber sýning haldin á myndum þeim, er verðlaun og viðurkenningu fengu f samkeppninni. Norðmenn undirbjuggu mótið og sýningar þessar f þetta sinn, og umrædd sýning var haldin f Sarpsborg. Nokkur verðlaun voru veitt og fékk þar heiðursverðlaun dönsk mynd: „En mejerigtig historie“, sem Samband danskra mjólkurfé- laga hafði látið gera. Nokkur fleiri verðlaun voru veitt svo og viður- kenningar. Á meðal kvikmynda þeirra, er þarna hlutu viðurkenningu var fs- lenzka myndin „Vorið er komið“, en svo sem ýmsum mun kunnugt er sú mynd gerð af Ósvaldi Knud- sen, með texta og tali eftir Krist- ián Eldjárn, þjóðminjavörð, og svo fslenzkum tónum. Má telja það eftirtektarvert, að við mjög frum- :tæð skilyrði og f engu sambæri- leg við þau, sem tæknibúnar vinnustofur og þaulæfðir sérfræð- ingar erlendis vinna við, skuii Ós- valdi hafa tekizt að ná svo góð- um árangri, sem raun ber vitni. Er þess vegna þeim mun meiri ástæða til að óska honum til ham- ingiu með árangurinn. Búnaðarfél. Islands hefur keypt eintak af mynd þessari. lenzkir ríkisbo.garar, skólakennar- ar með að minnsta kosti þriggja ára reynslu, skólastjórar, starfs- menn Menntamálaráðuneytisins eða fastir starfsmenn menntastofn- ana eða annarra stofnana, sem fara með fræðslumál. Umsækjend- ur þurfa að geta talað, lesið. skrif- að og skilið ensku. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Fulbright stofnunarinn- ar að Kirkjutprgi 6, 3. hæð frá kl. 1—6. Umsóknarfrestuc'rennur út 30. janúar næstkomandi. Ekknasjóður islands fær stóra minningargjöf. Nýlega hefur Ekknasjóði tslands borizt mikil gjöf frá Vestur-Islend- ingi. Nemur hún 1000 — eitt þús- und — kanadískum dölum og er gefin til minningar um látna eigin- konu gefandans, en eigi óskar hann að láta nafns sins getið. Ég þakka f.h. sjóðsins þessa höfðinglegu gjöf. Reykjavík, 10. janúar 1963. Sigurbjörn Einarsson. „VORIÐ ER KOMIГ fær viðurkenningu erlendis. Um mánaðamótin júní-júlí s.l. sumar var háð í Noregi fjórða norræna ráðstefnan um fram- leiðslu og notkun kvikmynda og skuggamynda í þjónustu landbún- aðarins á Norðurlöndum. Búnaðarfélag íslands er aðili í samstarfi á þessu sviði og mætti Gísli Kristjánsson. ritstjóri, þar fyrir hönd félagsins eins og á hlið- stæðum ráðstefnum áður. I þetta sinn var efnt til sam- T ekið ó móti tilkynningum i bæjarfréttir i sima 11660 Happdrætti Dregið hefur verið í happdrætti Styrktarfélags vangefinna. Eftirtal- in númer voru dregin út: 21610 Volkswagen bifreið. 22579 Flugfar til Florida. 2057 Flugfar til Kaup- mannahafnar. 29234 Far með Gull- fossi til Kaupmannahafnar. 5501 Far með SlS-skipi til V-Evrópu. 4921 Far umhverfis landið. 5677 Mynd eftir Kjarval. 12933 Mynd eftir Kjarval. Hver á 13456? Vinningurinn I happdrætti Sjálfsbjargar kom á miða númer 13456 og hefur eig- andi ekki gefið sig fram. Miðinn var seldur úr happdrættisbílnum í Austurstræti. Fundahöld Nýársfagnaður kvennadeildar Slysavamafélagsins { Reykjavík verður í Sjálfstæðishúsinu í kvöld (14. jan.) kl. 20.30. Þar syngja fjórir einsöngvarar, frú Eygló Viktorsdóttir, frú Snæbjörg Snæbjarnardóttir, Erlingur Vigfús- son og Vencenzo Demets söng- kennari. Undirleikari er Ásgeir Beinteinsson píanóleikari. Dans. — Félagskonur, fjölmennið. Stjómin. stjörnuspá morgundagsins * Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú hefur góða möguleika á að afla þér viðurkenningar yfirboðara þinna á vinnustað, ef þú sýnir nú það sem i þér býr, þegar rétta tekifærið gefst. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Möguleikar á skemmtilegum fréttum langt að, sennilega með bréfi. Gæti haft áhrif á at- vinnumöguleika þína á næst- unni. Kvöldstundirnar gætu orðið erilsamar. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Þér mun verða nauðsyn- Iegt að einbeita athygli þinni talsvert að heimilinu í dag, þar eð mörg ólevst vandamál liggja þar nú fyrir. Kvöldstundirnar verða skemmtilegri. Krabbinn, 22. júní ti I 23. júlí: Þú ættir að ræða hin ýmsu vandamál dagsins við ættingja þína eða nágranná, sem gætu orðið þér að talsverðu liði. Stutt ferð gæti orðið happa- drjúg í sambandi við þetta. Ljónið, 24. júlf til 23. ágúst: Þér ættu að bjóðast góð tæki- færi til að innheimta gamlar og nýjar skuldir í dag, að minnsta kosti eru allar horfur á að skuldunauturinn geti innt greiðsluna af hendi. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept. Þú ættir að segja þeim, sem þú umgengst daglega hver viðhorf þín eru til hlutanna, þar eð allt bendir nú til að þoir hafi fullan skilning á þeim. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þér væri ráðlegast að taka lff- inu sem mest með ró f dag og halda þig fremur að tjaldabaki. Leitaztu við að ljúka sem mestu af þeim verkefnum, sem lengi hafa beðið afgreiðslu. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þér væri mjög ráðlegt að leita til vina þinna og kunningja í sambandi við aðsteðjandi vanda mál. Vafalaust geta þeir gefið þér þau ráð, sem duga munu. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þér ættu að bjóðast góð tækifæri til að efla heiður þinn og virðingu meðal sam- borgaranna. Hyggilegt að leita ráðlegginga yfirboðara þinna til lausnar vandamálunum. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Mjög ráðlegt að annast þær bréfaskriftir, sem að und- anförnu hafa beðið afgreiðslu hjá þér. Sérstaklega á þetta við um bréf til fjarlægra landshluta eða útlanda. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Ef þú átt útistandandi skuldir, þá er einmitt heppi- legt fyrir þig að reyna að inn- heimta í dag. Straumarnir eru mjög hagstæðir f því tilliti nú. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Þér væri, hyggilegast að leita ráðlegginga náinna vina þinna eða maka þfns í sam- bandi við vandamál dagslns. Láttu þá helzt ráða ferðinnl nú. Ég heiti Nonni og er sporhund- skáta. — Ef mikið liggur við ur. Ég á heima í Hafnarfirði og skaltu reyna að heita á mlg er í eigu björgunarsveitar Ég hef pósthólf 100 1 Hafnarf K I R B Y „Gættu tungu þinnar í kvöld, Tashia. Ef Kenton fer að gruna eitthvað, þá er allt unnið fyrir gýg.“ „Ég skal reyna að muna allt, Rip.“ Stuttu síðar. „Guð minn góður. Myndin af Önnu. Ég þarf ekki á henni að halda til að muna eftir hvað ég er að gera .... og Kenton má aldrei sjá hana. a.a.* i.'itamwvt i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.