Vísir - 14.01.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 14.01.1963, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Mánudagur 14. janúar 1963. Jtgetandi: Blaðaútgátan VISIR Ritstjórar: fíersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjórí: Axel Thorsteinsson Frétiastjóri: Þorsteinn 0 rhorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingai og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er 55 crónui á mánuði I lausasölu 4 kr. eim. — Simi 11660 (5 Itnur). Prentsmiðja Vísis — Edda h.f Verzlunarfrelsið nær algjört Þeir eru margir sem minnast þeirra ára, er varla mátti flytja einn einasta hlut inn í landið án þess að fyrir honum þyrfti leyfi. Og þau Ieyfi voru ekki auð- fengin. Biðstofur hinna opinberu viðskiptaráða voru þétt setnar og löng var píslarganga verzlunarmanna áður en tókst að kría út heimildina. Kaupmenn utan af landi urðu að dveljast hér í höfuðborginni langtím- um saman í leitinni að leyfunum. Þetta var hörmungarskipulag, tímabil haftanna og hamlanna og þjóðnýtingarstefnunnar. Nú er það sem betur fer að mestu á enda og munu víst allir verzlunar- menn þessa lands varpa öndinni léttar. Almenningur þarf ekki lengur að vakna um hánótt til þess að fara í biðraðir búðir eru ekki lengur hálftómar og vöru- úrvalið sama sem ekki neitt. Nú er verzlunin nær orðin alfrjáls og um áramótin var frelsið enn aukið. Þrír fjórðu hlutar innflutnings- ins er nú alfrjáls og engum hömlum lengur háðar. Fjórðungur hans er enn bundinn við jafnkeypislöndin. Er það gert til þess að viðhalda mörkuðunum í Austur Evrópu, þótt kommúnistar geipi hátt um að verið sé að spilla þeim og loka af hálfu íslendinga. Sú þjóð, sem býr ekki við verzlunarfrelsi er ekki sjálfstæð þjóð. Henni vegnar ekki vel. Það þekkjum við fslendingar af eigin sögu. Því fagna allir lands- menn verzlunarstefnu núverandi ríkisstjórnar og bíða þess dags, er engar hömlur eru lengur eftir á þessu sviði. Áki skýrir frá Fyrrverandi ráðherra kommúnista á íslandi, Áki Jakobsson, var að því spurður á Varðbergsfundi á laugardaginn hve mikið fé kommúnistar hefðu fengið erlendis frá til starfsemi sinnar á undanförnum árum. Því svaraði Áki m. a. þannig að ekki myndi nokkum tímann koma til þess að Þjóðviljinn þyrfti að stöðvast vegna fjárskorts. Það hefir lengi verið kunnugt að kommúnista- flokkurinn íslenzki er rekinn fyrir erlent fé. Hins vegar er það mál þannig vaxið að ekki hefir verið unnt að færa að því skjallegar sannanir. Svo margar duldar leiðir eru til þess að koma erlendu fé inn í landið. Þess vegna er þessi uppljóstran fyrrverandi ráð- herra kommúnista, sem um langt árabil var einn helzti foringi flokksins, mjög mikilsverð. Hér stendur það svart á hvítu að Þjóðviljinn er rekinn fyrir austrænt fé. Margir góðir fslendingar hafa Ijáð kommúnistum fylgi sitt í þeirri frómu trú að hér væri um umbóta- sinnaðan verklýðsflokk að ræða af íslerízkum toga eingöngu spunninn. Þeir hafa ekki viljað trúa því, er frá því hefir verið skýrt í öðrum blöðum, að flokkur- inn væri rekinn af erlendum ríkjum fyrir erlent fé. En nú er ekki lengur unnt að berja höfðinu við stein- inn. Ráðherra flokksins hefir talað. , sóknir og greiningar á jarðefn- unum eru mjög þýðingarmiklar fyrir jarðhitarannsóknirnar í heild. — Eru fleiri rannsóknir, sem þarna koma til greina? Efnagreining vatnsins. — Já, það er efnagreining á heitu og volgu vatni þar sem volgrur finnast eða laugar á yfir- borðinu. Við tökum þá sýnishom af vatninu og fáum það efna- greint hjá iðnaðardeild Atvinnu- deildar háskólans. Slík efnagreining gefur oft bendingar um hvort vænta megi verulegs hita á viðkomandi stað eða ekki. Það er annars vegar kísilsýran í vatninu sem þýðingu hefur í því sambandi, en hins vegar hlutfallið milli hitastigs og vatnsmagns á hverjum einstökum stað. Eitt gott dæmi um það síðar nefnda er frá Leirárlaug í Borg- arfirði. Þar hefur fram að þessu verið lítið vatnrennsli, aðeins 0,2 lítrar á sekúndu, en hitastigið var hins vegar allhátt. Þarna voru gerðar miklar við- náms og segulmælingar, en þær gáfu svo lítið til kynna, að við treystumst ekki til að mæla með borun þegar í stað, heldur létum sprengja 2—3 metra djúpan glg. Þrátt fyrir þetta jókst vatnsmagn ið enn ekki neitt, en hitastigið jókst úr 53° C. £ 64 gráður. Með þessu töldum við okkur hafa feng ið örugga von, sem stappaði nærri vissu að þarna myndi vera um meira vatnsmagn að ræða. Samkvæmt niðurstöðuútreikningi sem Gunnar Böðvarsson verkfræð ingur hefur gert má að minnsta kosti vonast eftir 2 sekúndulítra vatni í jörðu þar sem 50 stiga hiti er á yfirborði. — Var þá tekið til við að bora? — Já strax þegar þessi niður- staða hafði fengizt. Og borholan gaf ágætan árangur, eða 8 lítra á sekúndu af 70 stiga heitu vatni. — Hefurðu skoðað marga staði og víðsvegar um land? Jarðhitarann Staðirnir skipta hundruðum. 1 Námaskarði. Þar eru miklar jarðhitaframkvæmdir fyrirhygaðar í sambandi við væntanlega kísilgúrvinnslu úr Mývatni. Jarðhitarannsóknir á íslandi eru þýðingar- meira mál en flesta grun- ar og hafa þegar borið hina ákjósanlegustu hag- nýta þýðingu þótt þær séu enn að mestu Ieyti á byrjunarstigi. Einn þáttur jarðhitarannsókn- — Er jarðfræðirannsóknin und irstaðan? — Já, að þvi leyti að það er byrjað á henni. Ef talið er lík- legt eða jafnvel vissa fyrir þvi að jarðhiti sé fyrir hendi á ein- hverjum stað og ef óskað er eftir að sá staður sé nánar athugað- ur, er venjulegur gangur málsins sá, að jarðfræðingurinn er fyrstur sendur út af örkmni. Hann at- hugar ytri aðstæour, þ. e. a. s. hvort nokkuð sjáist jarðfræðilega athyglivert er bendi til jarðhita- einkenna í einhverri mynd. Sjái hann sjálfur ekkert, eins og t. d. þar sem ekkert berg stendur upp úr jarðveginum, verður að treysta anna, og £ raun og veru sá fyrsti þeirra, er £ sambandi við jarð- fræðilegar athuganir á þeim stöð um þar sem jarðhita hefur orðið vart, eða l£kur taldar til að hann sé fyrir hendi. Þetta mál bar ný- lega á góma við Jón Jónsson jarðfræðing, en hann hefur frá þvf á miðju sumri 1958 unnið við jarðhitadeild Raforkumála- skrifstofunnar Skipting verkefna. — Hvert er hið raunverulega verksvið þitt í þessu starfi og hvernig er því háttað? — Jarðhitarannsóknirnar í heild byggjast á samvinnu jarð- fræðings, jarðeðlisfræðings og jarðefnafræðings. Með samvinnu þessara þriggja sérfræðinga er hægt að afia veigamikillar vitn- eskju um það hvort vinnandi veg ur er að hagnýta sér jarðhita þar sem hann finnst í jörðu, eða ef til vill réttara er að segja hvort jarðhitamagnið sé nógu mikið til að það svari kostnaði að beizla það. á jarðeðlisfræðilegar mælingar, — Ég hef ekki talið þá, en svokallaðar viðnámsmælingar eða gæti imyndað mér að þeir skipti segulmælingar. hundruðum staðirnir sem ég hef — Hver annast þær? kannað viðvsvegar um landið. Það er ekki vitað nema um eina sýslu — Guðmundur Pátmason eðlis- fræðingur. Við höfum unnið mik- ið saman á undanförnum árum. En nýlega hefur Raforkumála- stjórnin ráðið þriðja sérfræðing- inn í þetta rannsóknakerfi, en það er dr. Guðmundur Sigvalda- son jarðefnafræðingur. Hann hef ur haft með höndum rannsókn á þeim sýnishornum af mylsnu og leir, sem kemur upp með stóra gufubornum. 1 þeim tiífellum, þar sem berg hefur ummyndazt vegna jarðhita, koma fram svokallaðir leirminer- alar, en þeir eru svo fínkornað- ir, að ekki er unnt að greina þá sundur í smásjá, og verður þess vegna að greina þá með röntgen tækjum. Nýlega hefur Atvinnu deild Háskóla íslands aflað sér slfkra tækja og dr. Guðmundur Sigvaldason er sérfræðingur í notkun þeirra En þessar rann Jón Jónsson jarðfræðingur. tu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.