Vísir - 14.01.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 14.01.1963, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Mánudagur 14. janúar 1963. ^oiðunn Óskarsson FH stekkur hér af lfnu í leik liðsins um helglna. i>að kostar áreynslu að skora markið, það sannar andlit Auðuns á myndinni. r Islandsmótið í handknattleik: lR ógnabi úthaldslausum HafnfírSingum með 30:33 Framarar „sprengdu/# Þrótt Leikurinn FH og iR var all- óvanalegur að því leyti að nær hver sóknarlota hafnaði í neti andstæðingsins, en þetta var vörn- um beggja að kenna og Hjalta Einarssyni í marki FH sem átti sinn lakasta dag til þessa í Hafn- arfjarðarmarkinu, var oft engu líkara en þarna væri alger viðvan- ingur að verki svo slök voru mörg markanna, sem láku inn. Lið FH var sjálft mjög lélegt og verður Jakobína og Valdi> mar IR-meistarar Skíðamót ÍR (innanfélags- mót) var haldið í gær f skíða- landi félagsins við Hamragil. ÍR-meistarar urðu þau Valdi- var Ömólfsson og Jakobína Jakobsdóttir, en nánar segjum við frá þessu fyrsta skíðamótl vetrarins í blaðinu á morgun. það að segjast hreint út að liðið hefur ekki i annan tíma verið lé- legra. „Hvað er að í liðinu?“ Spurningin sem við spurðum Birgi Björnsson eftir leikinn. Hann gat ekki svarað því, engin afsökun liggur á lausu, en sennilegt er að að ' Hafnarfjarðarliðið sé ekki f þeirri æfingu sem Reykjavíkurfé- lögin, svo og að sú áherzla sem Reykjavíkurfélaganna leggja á taktísku hliðar leiksins sé farin að sverfa að einveldi hinna einstak- lingskenndu Hafnfirðinga. Leikurinn í gær var hins vegar skemmtilegur en of harður og vonzkan f leikmönnum keyrði úr hófi fram og verður dómarinn, Hannes p. Sigurðsson, a& teljast að miklu leyti sekur um það. Leik- gangurinn f gærkvöldi var ( stuttu máli þannig að liðin skiptust á um að skora og sömuleiðis um að hafa forystuhlutverkið með hönd- um. í hálfieik var staðan 20:19 fyrir FH. Sama tempó í síðari hálfleik og fyrst rétt eftir að hálfleikurinn er hálfur komast Hafnfirðingar 1 3 marka forystu með 26:23, en henni héldu þeir nokkurn tíma en ÍR-ingar minnkuðu jafnan í 2ja marka forskot, en er leik lauk var staðan 33:30 fyrir FH. Hafnarfjarðarliðið lék sem sé ekki stóra leiki um þessa helgi og má raunar þakka fyrir að koma með 2 stig í sekknum eftir 2 leiki. Vörn þeirra situr nú eftir f allri sinni dýrð, þegar markið er ekki varið af sömu „súpermennsku“ og Hjalti hefur gert til þessa. Líklegt er að leiknum hefði lyktað með 10—15 marka sigri FH, hefði Hjalti verið eins og hann á að sér. Beztu menn FH voru Guðlaugur Gíslason og Einar Sigurðsson, en hjá ÍR voru þeir beztir Gunnlaug- ur Hjálmarsson, Hermann Samú- elsson og Matthías, sem er óðum að komast~f betri æfingu. Mark- vörður ÍR var og mjög seigur. Þróttarar héngu lengi vel í Islandsmeisturunum Fram og um miðjan fyrri hálfleik var staðan 8:7 fyrir Fram, og stuttu síðar 10:8, en þá skora Framarar 6 mörk í röð og Þróttarar bæta einu Akrones og Valur unnu í 2. deild Keppni í 2. deild Hand- knattleiksmóti íslands hófst á laugardagskvöldið með tveim alljöfnum leikj- um. Valur vann hina lítt Staðan og mörkin Eftir leiki helgarinnar er staðan í Handknattleiksmóti ís- lands þessi: ★ FH—IR 33:30. ★ Fram - Þróttur 34:19. Víkingur 3 2 1 0 5 65:57 FH 3 2 0 1 4 87:67 KR 3 2 0 1 4 82:69 Fram 3 2 0 1 4 79:65 ÍR 3 0 1 2 > 1 77:87 Þróttur 3 0 0 3 0 53:98 Markhæstu menn cru: ingóifur Óskarss., Fram 28 in. Reynir Ólafsson, K.R., 27. Karl Jóhannsson, KR, 27, Gunnlaugur Hjálmarss., IR, 22. Ragnar Jónsson, FH, 21. Hermann Samúelsson, ÍR, 19. Birgir Björnsson, FH, 18. v--------------------------------J við fyrir hálfieik, 16:9 fyrir Fram í hálfleik. Síðari hálfleikurinn leiddi í ljós mikla úthalds og þrek- yfirburði Framara, sem skoruðu nú 18 mörk gegn 10 og unnu með yfirburðum 34:19. Framarar sýndu engan stórleik þrátt fyrir stóran sigur og enginn Ieikmanna bar af öðrum nema helzt Sigurjón í markinu sem átti nú ágætan leik, Af Þrótturum var Guðmundur Gíslason ágætur, svo og Haukur Þorvaldsson, Páll Pét- ursson og Þórður Ásgeirsson sem léku sterka vörn, en aðrir voru heldur slakir og þyrftu að leggja meira upp úr þolæfingu en þeir virðast hafa gert. Dómari var Valur Benediktsson og dæmdi allvel en heldur litið. leikvönu Kópavogsmenn með 33:25 og Akranes vann hina léttleikandi og kornungu Keflvíkinga með 32:27 í spennandi leik. Fyrsti leikur 2. deildarkeppninn- ar í ár var nokkurs konar bæjar- keppni milli ungs og óharðnaðs liðs Keflavíkur, sem leikur oft mjög vel og hefur á að skipa efn- ispiltum, og liðs Akraness með mörgum „gömlum" kempum, sem oft hafa reynzt erfiðir sterkum liðum. Akranes tók forystuna í leikn- um, lék mun þyngra en Keflavík og komst í 8:3 og 12:4. Þá koma Keflvíkingarnir með góðan kafla og leika oft laglega á vörn Akra- ness og staðan breytist nú smám saman í 9:13 en í hálfleik er 10:16. í síðari hálfleik síga Keflvlking- ar á og komast um miðjan hálfleik Frh á ols. 5 Snnanfélogs- mót hjá KR I gær kl. 14.00 fór fram innan- félagsmót hjá K.R. í þrem greinum frjálsiþrótta. Mótið fór fram í í íþróttahúsi félagsins við Kapla- skjólsveg. Úrslit urðu sem hér segir: Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, K.R. 3.00 m Þorvaldur Jónasson, K.R. 3.00 m Ólafur Guðmundsson, I.M. 3;00 m Einar Frímannsson, K.R. 2,75 m Hástökk með atrennu: Þorvaldur Jónasson, K.R. 1,75 m Valbjörn Þorláksson, K.R. 1,70 m Ólafur Guðmundsson, I.M. 1,70 m Einar Frímannsson, K.R.. 1,50 m Hástökk án atrennu: Valbjörn Þorláksson, K.R. 1,61 m Einar Frímannsson, K.R. 1,30 m Þorvaldur Jónasson, K.R. 1,30 m Ólafur Guðmundsson, I.M. 1,20 m Þess má geta að í stangarstökk- inu reyndu Þorvaldur og Ólafur við 3,20 m án árangurs, þeirri hæð sleppti Valbjörn en síðan var hækkað mikið og felldi Valbjörn í öllum þrem tilraunum en stökk í aukatilraun 4,20 m og var mjög nálægt því að fara yfir 4,32 m. (Skammstöfunin I.M. er stytting á íþróttafélag Menntaskólans.) Gabor kominn aftur: Verður a.m.k. fram að næstu Olympluleikum Eins og nánar er skýrt frá frétt á útsiðu Vísis í dag kom Ung- verjinn Simonyi Gabor hingað til lands með flugvél Flugfélagsins á laugardaginn ásamt f jölskyldu sinni. Gabor hyggst dvelja hér í $itt I og hálft ár við þjálfun, en fjarvistarleyfi hans gildir þar til i októ-* ber 1964, þannig að hann getur unnið að þjálfun væntanlegra OL- fara íslendinga á leikunum í Tokyo, sem verða í nóveinbermánuði. \ Gabor r eins og kunnugt er mjög vel látinn þjálfari bæði hér og ‘ eins i heimalandi sínu þai sem hann hefur þjálfað heimsfrægar stjörnur og verið einn af fjórum Iandsþjálfurum Ungverja. Er þess að vænta að landsliðið í frjálsum íþróttum fái notið þjálfunar/ Gabors, en hann mun fyrst og fremst þjálfa ÍR, og eins og hann j sagði sjálfur í Bærdag alla aðra sem fara þess á leit“. Við bjóðum Gabor velkominn til starfa meðal íslenzkra íþrótta- manna. i —i i—ii <—i I—«i iii—«i n~»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.