Vísir - 14.01.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 14.01.1963, Blaðsíða 7
V í SIR . Mánudagur 14. janúar 1963. Eggert Stefánsson MINNINGARORÐ Frú Elisabet Jónsdóttir Bjarnason — Minning í morgun var minnzt í dóm- kirkjunni Eggerts Stefánssonar, söngvara og rithöfundar, sem and- aðist suður á Ítalíu 29. desember. s.l. Hafði hann átt við nokkra van- heilsu að stríða á síðasta ári, og verið í sjúkrahúsi um skeið, en vinir hans og œttingjar munu hafa talið, að hann væri á góðum bata- vegi, þegar lát hans bar að hönd- um. Eggert Stefánsson varð 72 ára gamall, fæddur hér í Reykjavík 1. desember 1890. Hann fór ungur utan til söngnáms, og hélt alla leið suður til Ítalíu, sem fátítt var þá, og ól lengstum aldur sinn er- lendis eftir það. Hann kvæntist 1920 á Ítalíu, Leliu Cozzola-Crespi, sem varð honum bezti lífsföru- nautur og studdi hann jafnan í baráttu hans á listbrautinni og fyrir að gera veg íslands sem mestan. Lifir hún mann sinn. Þótt Egg~rt væri í aðra röndina heimsborgari, var' hann þó jafn- framt sannur íslendingur, raunar svo rammíslenzkur, að fáir voru honum líkir á því sviði. Hann vildi hlut íslands sem mestan í öllum efnum, og taldi söngferil sinn ekki sízt framlag sitt í þágu föðurlands síns, kynningarinnar á list og menningu þjóðar sinnar. Hvar sem hann kom fram, söng hann íslenzk lög, kynnti söngmenningu þjóðar sinnar, og hér heima efndu hann og Sigvaldi bróðir hans oft til Kaldalónskvöldvöku, þar sem söngvarinn hyllti tónskáldið, sem var meðal frumherjanna á sviði tónlistarinnar. Eins og fyrr segir var Eggert löngum erlendis. Hann ferðaðist bæði austan hafs og vestan, og reyndi hvarvetna að glæða áhuga manna fyrir málefnum íslands, því að í þeim efnum var hann manna ósveigjanlegastur. Enda munu fá- ir hafa fagnað eins innilega, þeg- ar lýðveldið var endurreist 1944, og afmælisdagar hans — 1. des- ember — voru honum ekki sízt fagnaðardagar vegna þess áfanga, sem náð var í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sem náð var á einum þeirra. Siðari ár ritaði Eggert marg- ar greinar, sem komu í ýmsum blöðum, eða sendi útvarpinu er- indi, og einnig gaf hann út endur- minningar sínar í nokkrum bind- um. Vinir hans hugsa hlýlega til hans, þegar hann er nú kvaddur hinzta sinni. Að vfsu hvílir duft hans í ítalskri mold, sem hann mat mikils, en andinn er fyrir löngu "loginn heim til Fróns. Vinur. t Átján svani sá ég. — Einn bar þó af! — Þeirra mestur? — beztur? Heimska að hugsa svo. Einn í kvöl efans — kvöl sefans ' kom ég til þín. Komst þú til mín. — Einn í smæð minni og smán. Einn — í æskunni » voninni ástinni ellinni upprisunrti. Einn í guði. Einn í öllu lífi. Einn í alheiminum: Einrí í loganum, sem í upphafi kveikti líf þitt og lýsti þér: Maður — maður! Innan múra þjáninga þinna i þér ég heilsa. Svanur — í hausthúmi undan heilum mána. Friður — » í þögn og frelsi. Söngur — höfin og stormarnir hlýðá. Þögn í friði. Snæfagur — eins og fannhrím á fjalltindi — flugmóður án fylgdar vinur vatns og lofts — Svanur! ísland er eyja í úthafi eign þín ungi maður. i Flug og flugsjár. Fjörðurinn mynnist við álinn. Állinn við flóann. flóinn mynnist við úthafið allt: vefjarhöttur indverjans ártalslaus. Heiðríkur himin hájökulbunga endalaust úthaf íslandi allt. Sá ég í svaninum | lífið sjálft og lækinn ómþýðan iðandi kliðmjúkan kliðandi svífa yfir sæ — Sköpunarþrá. Löngun lífs Formfegurð. Upphaf heims. Aldur jarðar — il divino. Maður! Klaki augnanna þýðist. Þiðnar hjartað. Straumþörf lítils lækjar — næring nætur — nýmánabirta: Vakir í svansins sál. Blundar í brjósti manns. Einveran, sem mannleg tengsl e:u ofin úr: Lífið f læknum — streymið — sefur-vakandi í svaninum. Syngur án þess að rjúfa öræfaþögn. Vonin 'Vllist fýrirheitum. Eggert Stefánsson! Einn sá ég þig í svanahópi. Einn sé ég þig í svanalíki. — il divino — 11 divino. Skuggi. Fædd 3 ágúst 1899. Dáin 7. Janúar 1963. Þegar mér barst til eyrna að mín einlæga góða vinkona Elísabet Bjarnason væri látin, setti mig hljóðan. Hafði hún þó nokkur síð- astliðin ár kennt sjúkdóms þess, sem varð henni að aldurtila. En því er nú einu sinni þannig hagað, að maður á svo erfitt með að skilja, að þeir, sem okkur þykir vænzt um, séu horfnir sjónum okk- ar hér á jörðu fyrir fullt og allt. Frú Elísabet var dóttir Jóns Jóns sonar óðalsbónda og pósts í Galt- árholti og konu hans, Sigríðar Guð- mundsdóttur frá Kvíum í Þverár- hlíð, og átti hún því til góðra að telja. Hún var alin upp á stóru heimili, átti sex alsystkin og einn uppeldisbróður. Var heimili henn- ar alkunnugt fyrir myndarskap, mikla glaðværð og gestrisni. Hún fór, sem að líkum lætur, snemma hingað til Reykjavíkur til að leita sér menntunar, og þegar hún var 17 ára gömul, hitti hún á leiðinni upp í Borgarnes piltinn sinn f fýrsta skipti, þann mann, sem varð frá þeim tíma hennar einlægi og tryggi lífsförunautur, Hjálmar Bjarnason, nú bankafull- trúi. Þau giftu sig 10. júní 1921 og hafa alla tíð átt heima hér í bænum. Það er margs að minnast eftir rúmlega 40 ára trygga og fölskva- lausa vináttu, því Lísa — en svo var hún alltaf kölluð af okkur vin- unum — var sú elskulegasta og hjartahreinasta kona, sem ég hef kynnzt. Alltaf var skapið jafn gott á hverju sem gekk, hvort heldur það voru veikindi hennar eða eitt- hvað annað sem á bjátaði eða hvort við sátum í glöðum hóp, þau tvö Lísa og Hjálmar og við hjónin, eða þar sem stærri hópar mættust, og þá mjög oft heima hjá þeim hjónum, þá var hún stór, já, stærst þegar flest var fólkið og mest fyrir húsmóðurina að gera, því glað- værðin, þessi meðfædda glaðværð, færði yl og birtu til okkar allra, sem með henni vorum. Ekki má g'eyma öllum skemmtilegu ferða- | lögunum, sem við hjónin fórum i svo oft með þeim Lísu og Hjálm- ari, og því síðasta í sumar er leið. Var hún þá mikið lasin, en hún vildi koma með okkur, því hvergi leið henni betur en að vera með sfnum hjartkæra eiginmanni, skyld mennum og vinum. „Ég á svo bágt með að hugsa mér hann Hjálmar án hennar Lfsu“, varð tveim vinum mínum að orði, j sitt í hvoru lagi, þegar þau fréttg lát hennar, og þetta eru orð að sönnu, því samstilltari og einlæg- ari hjónum hef ég ekki kynnzt. Hún vildi vera og var allt fyrir Hjálmar og hann lagði sig fram í öllu til að geðjast henni. Þau nutu þess að gera hvoru öðru til hæfis, því kærleikurinn var aðalsmerki þeirra beggja. Þau eignuðust fimm börn, sem öll eru á lífi, Gunnhildur Ingibjörg var gift Knúti Einarssyni, Jón Haukur, starfsmaður hjá O. E. C. D. í París, giftur franskri konu, Jeannette, Emil Nicolai, starfar við Landbúnaðarháskólann í Guelph Ontario, Canada, giftur danskri konu, Lis að nafni, Sigríður, gift Sverri Guðvarðssyni, 1. stýrimanni á m.s. „Esju“ og Hörður, símvirkja verkstjóri, giftur Bryndísi Bjarna- dóttur frá ísafirði. Eru þau öll sér- staklega elskuleg, skemmtileg og góðir félagar og feta f fótspor for- eldra sinna. Barnabörnin eru nú orðin 16, mjög efnileg og góð börn, sem vantar nú mikið þegar amma- Lísa er horfin. Ég veit Hjálmar minn, að eng- inn hefur misst eins mikið og þú, börnin þín og barnabörnin, en er það ekki dásamlegt að eiga minn- ingar, sem engar eru nema góðar, um ástkæra eiginkonu, mófjur, tengdamóður og ömmu, en það veit ég að þú og þið öll eigið aðeins um elsku Lísu. Þetta er svo sárt í bili, en það er mín einlæga sann- færing, að endurfundir eigi sér stað síðar og gleðin þá svo margföld, er við hittumst aftur. Vertu sæl, Lísa mín. Minn fengur var að kynnast þér og hafa átt þig fyrir vin. Hafðu þakklæti okkar j hjóna fyrir allt og allt. Þér munum við aldrei gleyma. Stefán A. Pálsson. \Krefst 610þúsund króna skaíabóta Halldór Guðlaugsson, bóndi í jndverðanesi í Grímsnesi, sem handtekinn var i desember 1960, á- sakaður af barnaverndarnefnd Ár- nessýslu fyrir að misþyrma börn- um sínurn og sendur til geðrann- sóknar á Klepp og síðan í gæzlu- varðhald á Litla Hrauni, hefur 'iöfðað mál á hendur ríklssjóði og 'rafizt skaðabóta vegna ólög- íætra aðfara gegn sér, að hans lómi. Á Kleppi var Halldór fundinn „hvorki fáviti né geðveikur, varla geðveill í venjulegustu merkingu þess orðs eða á mörkum þess. „Fyr ir geðrannsóknir var Halldór flutt ur á Litla Hraun, en saksóknari ríkisins fyrirskipaði að ekki yrðu frekari aðgerðir f málinu af hálfu ákæruvaldsins. Hafði Halldóri þá verið sleppt. Halldór krefst þess nú að fá 610 þús. kr. í skaðabætur, þar af 110 þús. kr. fyrir fjárhagslegt tjón vegna ráðningar ráðsmanns, hey- kaupa og förgunar búfjár o. fl. Talið er að dómur muni ekki falla fyrr en í vor.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.