Vísir - 14.01.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 14.01.1963, Blaðsíða 5
5 VÍSIR . Mánudagur 14. janúar 1963. Síld í Meðallandsbugt Bankasfjórar — Framh. at 1. síöu. íslands árið 1946 og lauk prófi í viðskiptafræðum við Háskóla Is- lands 1950 og hefur síðan starfað hjá Félagi íslenzkra iðnrekenda, verið framkvæmdastjóri þess síðan 1956 og gegnt ýmsum öðrum trún- aðarstörfum fyrir iðnrekendur. Hann var endurskoðandi Iðnaðar- bankans frá stofnun bankans til 1956 og í stjóm verzlunarspari- sjóðsins frá stofnun og í banka- ráði Verzlunarbanka íslands h.f. til 1962. Hann' á einnig sæti í stjórn blaðaútgáfu Vísis. TOGO - Framhald at hls. 1. dagsmorgun með því að hópur manna, sem áður hafði verið í fótgönguliðaherdeildum lands- ins réðst að forsetabygging- unni. Þeir vöktu Olympio for- seta og ætluðu að handtaka hann. Sagt er að forsetinn hafi veitt mótspyrnu og þá hafi hann vægðarlaust verið skot- inn. Önnur fregn hermir, að hann hafi reynt að hlaupa út úr forsetabústaðnum og ætlað að beiðast hælis í bandaríska sendiráðinu. Atburður þessi er sem fyrr segir ' talinn mjög alvarlegur. Hætt er við að af honum leiði aðra geigvænlega atburði í stjórnmálalífi svertingjaríkj- anna, en heitt hefur verið í kol- unum að undanförnu í mörgum þessara ríkja og talsvert verið um banatilræði svo sem í Ghana. íþróttir — Framhald af bls. 2. f 16:19, en missa leikinn í 17:23 og taka þá góða skorpu og jafna leikinn í 25:25’og var leikurinn þá orðinn spennandi og fylgdust liðin nú að um skeið en harka og kraft- ur hinna eldri gerði út um sigur- inn og allgóður lokasprettur gerði út um leikinn, og sigurinn varð 32:27, sem er e. t. v. ekki sann- gjöm úrslit eftir gangi leiksins, því Keflvíkingarnir eru mun betur leikandi lið en vantar sem sagt alla hörku og ákveðni. Beztu menn liðanna voru þeir Björgvin Hjaltason, Ingvar og Kjartan hjá Akranesi en hjá Keflavík hinir bráðefnilegu unglingar Kjartan Sigtryggsson og Karl Hermanns- son. Valsmenn voru fyrirfram taldir ömggir með sigur í leikn um, en þó töfðu Breiðabliks- menn nokkuð fyrir sigri Vals sem varð ekki eins stór og vænta mátti. Valsliðið er skip- að mjög góðum einstaklingum og ætti að leika hraðari og létt- ari handknattleik en hér var á boðstólum. Valsmenn kom- ust hér í 7:3 en Kópavogsmenn jafna í 11:11 um miðjan hálf- leik og I hálfleik er staðan 17: 13 fyrir Val. Aldrei komust Kópavogsmenn nær að jafna í síðari hálfleik en i 20:15 en Valur seig smám saman fram ' úr og undir lokin var staðan 33:25, sem verður að teljast allsanngjarnt enda er Valur mjög líklegur til að berjast við Ármann um sæti í 1. deild að ári. Beztu menn Vals: Sigurður Guðjónsson, nýliði sem er mjög góður línuspilari, Sigurður Dagsson og Bergur. Hjá Breiða- blik: Grétar, Ólafur, Reynir Jónsson og1 Ármann J. Lárus- son, glimukappi, sem oft varði mjög vel f marki Breiðabliks. Dómarar kvöldsins þeir Karl Jóhannsson og Pétur Bjamason dæmdu mjög vel. GABOR - Framn. n ols. 16. mér fyrir flugfari til íslands. Það bar mjög brátt að, að ég fór frá Búdapest. Ég fékk allt í einu leyfi til að fara úr landi með allri fjölskyldu minni. Það i má heita einsdæmi að sltkt leyfi sé veitt og ég vildi hafa hraðann á áður en yfirvöldin breyttu þessu leyfi. Við pökk- uðum farangri okkar niður í sex ferðatöskur og fórum síðan með járnbraut gegnum Tékkó- slóvakíu, A-Þýzkaland og með ferjunni frá Travemiinde til Danmerkur. Þér hafið verið hér áður? — Já, þrisvar sinnum, fyrst kom ég einn, síðan með konu minni,. í þriðja sinn með elztu dóttur minni, sem er nú 17 ára og er við nám í Englandi. Og nú er ég kominn hér ásamt konu og tveimur yngri dætrum, ellefu og sjö ára. — Fáið þér íbúð? — Ég vona það, annars er erfitt með íbúðir í Reykjavík, skilst mér og fyrst f stað bú- um við í Reykjahlíð í Mosfells- sveit. Kynntist íslendingum í Moskvu. — Hvernig stóð á því að þér fórum að venja komur yðar til íslands? — Það má segja að það hafi verið alger tilviljun. Ég var staddur austur í Moskvu á íþróttamóti sem ríkisþjálfari ungverska liðsins. Þá vildi svo til að þar var hópur íslenzkra íþróttamanna og ég sá einn þeirra Björgvin Hólm vera að æfa sig í grindahlaupi. Ég sá a,ð hann hafði ekki réttan stíl og sagði honum aðeins til í nokkrar mínútur. Daginn eftir komu tveir íslendinganna til mfn og leiddu mig fyrir Jakob Hafstein, sem spurði mig hvort ég vildi ekki koma og þjálfa ÍR-ingana. Ég var sem furðu lostinn, en þótti þetta svo ein- kennilegt og skemmtilegt, að mér fannst ég ekki geta neitað þvf. — Og nú á að halda áfram að þjálfa ÍR-inga. — Já, iR-inga og aðra. Ég hef aldrei neitað neinum góð- um fþróttamanni um leiðbein- ingu. Ég veit ekki hvernig það verður nú. Vilhjálmur og Jól. — Hverjir haldið þér að séu efnilegustu Islendingarnir fyrir Olympfuleika? — Það eru helzt tveir menn sem ég veit um. Vilhjálmur Einarsson er sá fyrri, það er mikil synd að hann hefur ekki fengið þá aðstöðu sem hann þarf í lífinu til þess að geta æft sig af kappi. Hinn er Jón Ólafsson, ég byrjaði að þjálfa hann og þóttist strax vita það, að hann gæti komizt „hátt". Ég spái þvf að hann muni geta komizt enn hærra og þá getur hann orðið meðal sterkustu íþróttamanna. — Hvað ségið þér um Val- bjarnar-málið, urðuð þér ekki undrandi yfir því að hann skyldi fara úr IR? — Jú, undrandi og þó ekki undrandi, svarar Gabor. Mitt þýðingarmesta starf verður að ■ finna og æfa yngri menni góð íþróttamannsefni. Einn af ykk- ar góðu mönnum er líka Kjart- an hlaupari. Við tefjum Símon og Edelka konu hans ekki lengur. Þau eru 1 breytt eftir langa ferð Þeim finnst ekki kalt á fslandi Heima hjá þeim var svo kalt að Dóná var að leggja f fyrsta I skipti í mörg ár. Síld er í Jökuldjúpi, en hreyíir sig Iítið, heldur sig á 40—50 faðma dýpi, svo að nætur bátanna ná ekki til hennar. Einn Akranes- bátanna fékk þar þó 50 tunnur. Tunglsljós var og bjart og eins og að vanda þegar svo er, kemur síldin ekki upp „En við vonum“, sagði Stur- laugur Böðvarsson útgerð- armaður á Akranesi, sem Vísir talaði við í morgun, „þetta lagist í smástraum- inn síðar í vikunni og hún komi þá upp á Kantana“. Sturlaugur kvað Sigurð á leið að austan með 750 tunnur, en gangan væri nú komin „austur úr öllu“. „Nú hefur verið logn á 4. viku og man vart nokkur maður aðrar eins stillur á þessum tíma árs, — framhald síldveiðanna nú er undir gæftum komið að verulegu leyti, og að náist til sfldarinnar, sem nú Bruninn — Framh al ols 1 fyrst og fremst að átelja það, enda er það furðulegt, að bruna boði, sem er festur á Bíóhöllina, næsta hús við, reyndist óvirk- ur. Varð þvf að grípa til þess ráðs að hringja í lögregluna, sem kom boðum til slökkviliðs- ins. Þá gérðist sá alvarlegi at- burður, að rétt þegar eldurinn hafði gosið upp, bar að á bif- reið ofan úr Borgarfirði tvo menn, sem voru ölvaðir og vildu þeir fara að ryðjast inn f hið brennandi hús til að bjarga munum úr því. Þeir gerðu þó líéið annað en að flækjast fyrir og að lokum þurfti að bjarga öðrum þeirra út úr kófinu. Auk þeirra þriggja, persóna sem bjuggu á efri hæð hússins áttu tveir ungir piltar heima á neðri hæðinni. Þeir voru í fasta svefni, en vöknuðu við hrópin og hávaðann og komust út. Húsið var gamalt járnvarið timburhús, kallað Halldórshús. Það stóð við hliðina á Bíóhöll- inni og var eign Haraldar Böðvarssonar. í því bjuggu starfsmenn hans og var það allt aðkomufólk, Kristján heit- inn og kona hans úr Reykja- vík. Ekkert er vitað með vissu um eidsupptök. Eldur virðist hafa komið upp í gömlu eldhúsi, sem nú er gangur og ekkert eld- stæði þar. En á sama stað er rafmagnsinntaka í húsið. Rann sókn stendur enn yfir. Aki Jakobsson — Framhald ai b)s 16 hvað ylli styrk kommúnismans á íslandi og í Finnlandi, borið saman við hin Norðurlöndin. Mistök lýðræðisflokkanna í þessum iöndunr, svaraði ^ki. Einnig var ræðumaður spurð- ur um það hvern fjárhagtiegan stuðning íslenzkir kommúnistar fengju erlendis frá. Því svar- aði Áki m. a. þannig að aldrei mundi koma til þess að útkoma Þjóðviljans stöðvaðist vegna fjárskorts. er í Jökuldjúpinu.“ Minni bátarnir hættu síldveið- um og upp úr miðjum janúar f fyrra ,en stóru bátarnir voru leng- ur, og tveir bátar frá Haraldi Böðvarssyni & Co. voru á sfld- yeiðum allt árið. Lítið veiddist f febrúar og marz, en í apríl fór að veiðast sumargotssfld. Glæðist síldveiðin ekki á ný bráðlega, sagði S. B„ fara sumir bátar að fara á þorskveiðar, en aðrir halda áfram eitthvað lengur a.m.k. ) Á Akranesi er eftir um 10 daga vinnsla f verksmiðjunni. Nokkur töf er sem stendur vegna bilun- ar í gær, en viðgerð mun verða lokið síðdegis í dag. Nokkrir bátar eru væntanlegir til Reykjavíkur að austan síðdegis í dag eða nótt, en það er orðin löng sigling austur þar sem gang- an er nú, en það er suður af Al- viðruhömrum og út f Meðallands- bugt, sem hún veiðist, og hafa bát- arnir verði þar undanfarnar 2 — 3 nætur. Bátarnir eru þessir: Sigurð- ur Bjarnason 1700, Helgi Fló- ventsson 400, Halldór Jónsson 500, Steinunn 300, Skarðsvík 700, Hafþór 700, Sæfari 500, Akraborg 1400, Jón Jónsson 700, Guðmund- ur Þórðarson 600 og Björn Jóns- son 500. Jakob Jakobsson fiskifræðingur sagði Vísi um kl. 11, að ekki væru enn fyrir hendi heildartölur um veiðina í nótt, en hún var nær eingöngu í Meðallandsbugtinni sem stendur. Taldi J. J. líklegt, að hún mundi halda eitthvað kyrru fyrir þar, og vart fara austar. — Get.. þarna því enn orðið nokkur veiði, en sigling er löng frá ver- stöðvum við Faxaflóa á þessi mið, svo að nánari gætur verða gefnar Jö’’ ’ijúpssfldinni. AÐALFUNDUR Aðalfundur blaðaútgáfunnar Vísir h.f. verður haldinn í Leikhúskjallaranum þriðjudaginn 22. þ. m. kl. 3,30 e. h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn blaðaútgáfunnar Vísir h.f. 00|000|00000000000000|0 0Ioooooooooooooooooc 1 1 3 * 5 6 ’ > s 10 II 12 13 14 15 16 in« 19 !0 21 22 23 J4 25 æ 27 21 29 » 3t 32 3J 34 35 3« 37 38 39 40 «1 «2 4 1111111111■111111I11111■111111111111111111 2 2 2 I 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 | 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 Framtíðarstörf IBM á íslandi þarfnast aukinna starfskrafta í fjölhæf teknisk störf. í fyrsta Iagi: Óskum eftir nema í skriftvélavirkjun, á aldrinum 17—21 árs. Viðkomandi þarf að hafa lokið námi í verknámsdeild gagnfræðaskóla eða hafa hlið- stæða menntun. Æskilegt er, að hann hafi nokkra kunnáttu í ensku og einu norðurlandamáli. í öðru lagi: Vér leitum að manni, sem hefði áhuga á að nema viðgerðir á IBM rafritvélum, IBM rafklukku- kerfum og stimpilklukkum. Nauðsynlegt er, að um- sækjandi hafi áhuga á tækni og nokkra þekkingu á rafmagni, ensku og einu norðurlandamáli. I þriðja lagi: Óskum.vér eftir að ráða ungan áliuga- saman mann til að annast viðhald og viðgerðir á IBM götunarkerfisvélum. Viðkomandi þarf að hafa staðgóða þekkingu á ensku'og einu norðurlanda máli. Engrar sérstakrar menntunar er krafist, en staðgóð þekking á t.d. „electronic", útvarpsvirkjun, rafvéla- virkjun er æskileg. Þessi þrjú störf bjóða upp á skemmtilega vinnu og framtíðarstörf fyrir hina réttu menn. En umsækjendur þurfa að vera góðir ' umgengni. Reglusemi áskilin. Umsækjendur um störf þessi þurfa að vera reiðubúnir til að gangast undir hæfnispróf og einnig áð geta farið utan til frekari náms, ef þörf krefur. Umsóknir skoðast sem trúnaðarmál og upplýsingar verða ekki gefnar í síma. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu vorri, Klappar- stíg 25—27. 666fiKafifilB66G666G666l6666|6666666666B66E666 7 7 7 7. OTTÖ A. MICHÉLSEN 7 7 7 7 KLAPPARSTTG 25- 27 .... ; 8"8 PÖSTH. 337 SfM 1,20560 9 9 9 3 9 9 S í 9 3 3 3 S ■ S'3 9 S 9 a s's 9 9 S S 9 9 I 3 S 9 9 9 9 9 S 9 9 9 9 9 9 12 3 4 ,5 I 7 I I 10 11 12 13 14 15 1« 17 II 19 20 21 22 23 24 25 26 7 7 2« 29 3 0 31 32 33 34 35 36 37 31 39 40 41 42 43

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.