Vísir - 14.01.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 14.01.1963, Blaðsíða 4
4 V í S I R . Mánudagur 14. janúar 1963. '••••.., , . — / "V'v"' ef íslenzkur texti fylgir myndinni könnunar meðal þeirra, sem komu og sáu myndina hjá okkur. Hverjum aðgöngumiða var látinn fylgja miði, þar sem viðkomandi kvikmyndahúsgestur var spurð- ur, hvort hann eða hún vildi heldur, að myndir væru sýndar með islenzkum texta eða án. Jafnframt var komið fyrir þrem kössum — atkvæðakössum — í anddyri hússins, og þar áttu menn að láta miðana, þegar þeir höfðu sagt álit sitt. Menn áttu að eins að setja kross við já eða nei, eftir því hvort þeim fannst þetta heppileg breyting eða ekki.“ 91% sögðu já! „Og árangurinn — hvernig var hann? Voru menn fúsir til að greiða atkvæði eða hvað?“ Fjórar myndir á rúmu ári. „Mér sýnist af auglýsingum, að það verði æ tíðara hjá ykkur, að þið auglýsið kvikmyndir með íslenzkum texta.“ „Já, við erum nú með fjórðu myndina, sem þannig hefir verið útbúin, á rúmu ári. Það er Nunn- an, gerð eftir skáldsögu, sem komið hefir á íslenzku. Þetta er viðurkennd afbragðsmynd, og það er einmitt viðleitni okkar að gera slíkar myndir sem aðgengi- legastar sem flestum, þótt eitt- hvað skorti á tugnumálakunnátt- una, þvi að öllúm er fengur að sjá slíkar kvikmyndir." ,,Og mér skilst af litlum aug- lýsingapésa, sem Austurbæjar- bfó gaf út um jólin eða áramótin, hlutverkið í. Hún fékk Oscar- verðlaun fyrir leik sinn í þeirri mynd. Þá er rétt að geta um „The Horse’s Mouth“, sem snill- ingurinn Alec Guinness leikur í. Það er mjög sérkennileg og eftir- tektarverð mynd. Sú fjórða var Nunnan, sem sýnd er þessa dag- ana.“ Síðasta kvikmynd með Gable. „Er ekki eitthvað fleira fram- undan eða í undirbúningi í þessu efni?“ „Þegar ætlunin er að setja is- lenzkan texta í myndir, verður að vinna það með góðum fyrir- vara. Við verðum að hefja undir- búninginn löngu fyrirfram, því að ekki má kasta höndunum til neins. Þetta er verk, sem verður að vanda og má ekki flaustra af. Nokkrar fleiri myndir geta komið til greina á árinu, þótt ekki hafi verið tekin fullnaðar- ákvörðun um þær ennþá. Það er fullráðið, að settur verði íslenzk- ur texti í Elmer Gantry, sem gerð er eftir samnefndri, heims- frægri skáldsögu eftir Sinclair 25-35 þús. kr. á hverja mynd. „En þetta kostar vitanlega meira en tíma — hvað kostar það í peningum að setja texta í það eintak myndarinnar, sem hingað kemur?" „Það kostar talsvert fé, því að lágmarksgjald fyrir setningu texta í mynd, sem við fáum, er 25,000 krónur, og er þar átt við mynd af venjulegri lengd, hálfs annars tíma mynd eða þar um bil. Kostnaðurinn vex vitanlega eftir því sem myndin verður iengri, og mun óhætt að segja, að hann geti farið upp í 35.000 krónur fyrir langa mynd. Það táknar i rauninni, að myndar- leigan tvöfaldast við þessa breyt- ingu.“ „En þið hækkið ekki verð að- göngumiða, þótt um íslenzkan texta sé að ræða?“ „Nei, ef um mynd er að ræða af venjulegri lengd, er verð að- göngumiða óbreytt. Kostnaðinn við textann verðum við þess vegna að fá aftur með öðrum hætti en með hækkun aðgöngu- miða — við verðum að fá hann „Já, það er alveg tvímælalaust, að aðsókn er meiri, þegar um textann er að ræða, að öðru jöfnu. Það kemur heim við það, sem ég sagði áðan, að fólk hefir meiri ánægju af að sjá slíkar kvikmyndir, því að textinn trygg ir, að lítil hætta á að vera á því, að menn geti ekki fylgzt með, eins og stundum vill brenna við.“ „Og að endingu — hver er það, sem semur texta þá, sem settir eru í myndirnar?" „Það gerir frú Sigrún Guð- jónsdóttir, fyrrum skólastjóra Guðjónssonar, teiknikennari." Eins og Árni Kristjánsson tek- ur fram í viðtalinu hér að ofan, varð Austurbæjarbíó fyrst til að sýna reglulega myndir með íslenzkum texta, en Tónabíó — sem áður hét Trípólíbió, þeg- ar það var vestur á Melum — hefir nú siglt í kjölfarið. Vísir hefir frétt, að önnur kvilanynda- hús borgarinnar séu að athuga þetta einnig, en hefir ekki getað fengið það staðfest. Það ætti hins vegar að koma á daginn, þegar þar að kemur. FOLK ER ANÆGÐARA „Það er enginn vafi á því, að fólk er ánægð- ara, nýtur myndanna betur og man betur eftir þeim, þegar íslenzkur texti hefir verið settur til skýringar“. Vísir ræddi um daginn við Árna Kristjánsson, forstjóra Aust urbæjarbíós, og hann sagði þá meðal annars það, sem vitnað er til hér að ofan, þegar talið barst að því nýmæli, sem kvikmynda- húsið braut upp á fyrir nokkru, að hafa íslenzkan texta með ýms um kvikmyndum, sem það sýnir. „Það er rétt að taka það fram, að við erum ekki algerir braut- ryðjendur á þessu sviði“, sagði Ámi, „þvf að áður en við tókum þetta upp, kom við og við texta- mynd til landsins, en það liðu nokkur ár á milli þeirra. Við urð- um hins vegar fyrstir til að gera þetta að föstum lið í starfsemi kvikmyndahússins, og nú er Tónabíó búið að taka upp sama hátt“. Skoðanakönnun í bíóinu. „Hyer var byrjunin á’ þessari nýjung og auknu þjónustu ykkar við kvikmyndahúsgesti?" „Það var fyrir um það bil hálfu þriðja ári, að við létum setja íslenzkan lestexta með myndinni „Ég játa“ með leikurun unum Montgomery Clift og Anne Baxter f aðalhlutverkum. Jafn- framt efndum við til skoðana- „Já, þátttakan var ágæt, og' jafnvel meiri en við höfðum gert ráð fyrir. Ég man ekki heildar- tölu þeirra, sem sögðu glit sitt með því að skila miða í atkvæða- kassanna, en úrslitin voru alveg ótvíræð. Hvorki meira né minna en 91 af hundraði þeirra, sem svöruðu, var því fylgjandi, að slíkir skýringartextar væru hafð- ir með myndum. Og við höfum líka fengið að vita það óyggj- andi síðan, að aimenningur er ánægðari, þegar slikur texti er með, Það er alltaf nokkur hætta á því, að efnið fari að einhverju leyti fram hjá einhverjum hópi, sem kvikmyndahúsin sækja, en ★ Stutt spjall ★ v/ð Árna ★ Krisfjáns- ★ son, forstj. •k Austurbæj- ★ arbíós Hér eru þau Ámi Kristjánsson, forstjóri Austurbæjarbíós, og Sigrún Guðjónsdóttir, sem þýðir texta þá, sem settir eru í kvikmyndir húsins. Þau eru með textabók við eina af hinum væntanlegu kvik- myndum. með slíkum textaskýringum á að vera girt fyrir þessa hættu. Fyr- ir bragðið finnst fólki skemmti- legra að koma hér f kvikmynda- húsið, og þá er tilganginum náð í ríkari mæli en áður.“ að búið sé að ákveðna fleiri kvik- myndir, sem íslenzkur texti verð- ur settur við.“ „Já, þar eru nefndar fjórar kvikmyndir, sem ákveðnar höfðu verið að þessu leyti. Ein er Happy Anniversary, og eru aðai- leikendur David Niven og Mitzi Gaynor, sem bæði eru í fremstu röð kvikmyndaleikara, og önnur og Shirley Maclaine leika aðal- Lewis, og leikur Burt Lancaster aðalhlutverkið í henni. Fyrir leik sinn fékk hann Oscarverðlaun. Þá verður texti einnig settur í The Misfits, en þá mynd hafa menn vafalaust heyrt nefnda, því að hún var sú síðasta, sem Clark Gable og Marilyn Monroe léku í. En að líkindum verða þær myndir ekki sýndar fyrr en um áramótin." með aukinni aðsókn að þeim myndum, sem við látum útb'úa þannig." Aðsókn er greinilega meiri. „Og hafið þið orðið varir við, að aðsókn að slíkum myndum sé meiri en hinum, sem enginn ís- lenzkur texti er við?“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.