Vísir - 31.01.1963, Page 4
V I S I R . Fimmtudagur 31. janúar 1968.
.. Illlllll imi ■ IIH—IIIII—f
Soffía Loren í dag, rík, fræg og fögur.
Farðu heim,
sagði pabbi.
M: Hittirðu föður þinn í Róm.
S: Já, nokkru seinna hitti ég
hann í íbúð hans og hann
spurði mig ekki einu sinni
hvort ferðin hefði gengið vel.
Hann sagði strax og hann sá
mig að ég skyldi snúa þegar f
stað heim aftur til Pozzuoli.
M: Hvernig líkaði þér við
slikar móttökur?
S: Ég varð hnuggin yfir þeim.
Ég hafði ekki búizt við þessu.
M: Sagðirðu föður þínum, að
Mig dreymir að ég
hlaiipi á ströndinni
þú hefðir unnið fegurðarkeppn-
ina?
S: Já, ég sagði honum það, en
það hafði engin áhrif á hann.
Eins og ég sagði áðan, vildi
hann að ég yrði kennslukona.
M: Hvernig lauk svo samtali
ykkar?
S: Því lauk með því að ég
sagðist ætla að fara mínu fram.
Þá lét hann kalla á lögregluna
og ætlaði að láta flytja mig
með valdi aftur til Pozzuoli.
Ég var auðvitað ólögráða, en
þar sem móðir mín fylgdi mér,
gat lögreglan ekkert gert og við
urðum kyrrar í Róm.
M: Hvers vegna heldurðu að
faðir þinn hafi hegðað sér
svona?
S: Til þess að geðjast eigin-
konu sinni. Hún vildi ekki að
við settumst að í Rómaborg,
því að hún var hrædd um að
við tækjum hann frá henni.
í leiguherbergi.
M: Hvað gerðuð þið mæðg-
urnar svo eftir þennan atburð
í Cinecitta?
S: Við tókum á leigu herbergi
með húsgögnum á Via Cosenza.
Þar bjó eldri kona, sextug
norn og hafði bónda sem elsk-
huga. Bóndinn var reglulegur
durgur utan frá Kampaníu. Hún
varð afbrýðissöm út í mig og
dag nokkurn réðist hún á mig,
dró mig á hárinu og ætlaði að
berja mig. Ég sleit mig lausa
og hljóp út og hringdi á föður
minn til að biðja hann um
hjálp. Veiztu hverju hann
svaraði?
M: Hverju svaraði hann?
S: Hann sagði: — Þú vildir
setjast að í Róm. Gerðu svo
vel þarna hefurðu það.
: Svo að líf þitt hefur haldið
áfram að vera óeðiilegt. Venju-
legur faðir hefði þotið af stað
til að hjálpa dóttur sinn.
S: Já, en hann var ekki
venjulegur faðir.
M: Þetta hefur verið erfiður
tími.
S: Já, mjög erfiðun En ég tók
ekki svo mjög eftir því, 1
fyrsta lagi var ég vön því að
eiga erfitt og í öðru lagi brosir
lífið á móti manni, þegar maður
| er fimmtán ára.
M: Þú hefur haldið áfram að
vinna, þegar Quo Valdis var
lokið?
S: Já, ég hélt áfram að vinna,
þó að allt gengi upp og niður.
Ég man eftir því að einu sinni
var aleiga okkar mægðnanna
500 lírur. Það dugði rétt fyrir
fari heim til Pozzuoli. Þá missti
mamma kjarkinn og vildi snúa
heim, en ég vildi það ekki.
Ljósmyndafyrirsæta.
M: Þú hefur viljað ná betri
árangri, annars yrði allt líf þitt
óeðlilegt áfram.
S: Ég vildi sýna föður mlnum
og fólkinu f Pozzuoli að ég
væri ekki fædd til að verða
kennslukona.
M: Og við hvað starfaðirðu?
S: Ég var ljósmyndafyrir-
sæta. Það voru myndir í fram-
haldssögur, eða myndir framan
á tímarit. Svo hélt ég áfram að
starfa sem statisti í kvikmynd-
um.
M: Og bjugguð þið flltaf í
leiguherbergi?
S: Já, að undanteknum stutt-
um tíma þegar við bjuggum hjá
skyldfólki okkar. En við höfð-
um ekki búið hjá þeim meir en
tíu daga þegar þau hættu að
gefa okkur kaffibolla, hvað þá
meir. Svo við fluttum aftur í
leiguherbergi. En nú var ég að
verða fræg.
M: Hvernig þá?
S: Sérstaklega vegna mynd-
anna í framhaldssögunum. Fólk
þekkti mig á götunni.
M: Var sú frægð nægileg til
Seinni hluti
samtals
' r .
Moravia
við Soffíu
Loren
þess að þú gætir gleymt kom-
plexunum?
S: Nei, þetta var ekki sú
frægð sem ég hafði óskað mér.
Ég vildi verða leikkona.
M: Hvað bjugguð þið lengi í
leiguherbergjum?
S: í þrjú ár. Síðan leigðum
við ibúð á Via Ugo Balsani,
þrjú herbergi og eldhús.
Hugsaði aðeins
um vinnuna.
M: Hvað hugsaðirðu þá um
lífið?
S: Ég hugaði aðeins um vinn-
una.
M: Hugsaðirðu ekkert um
ástina?
S: Nei, það var miklu seinna
sem ég fór að hugsa um hana.
Ég var ekki bráðþroska. Ég
man annars að síðasta árið sem
ég var í Pozzuoli þótti mér
vænt um strák sem var seytján
ára. Einu sinni fórum við sam-
an í skemmtigöngu í Bagnoli
eftir aðalgötunni. Ég sá að
hann var spenntur, átti erfitt
um andardrátt og var rauður í
framan. Allt í einu kyssti hann
mig á munninn. Ég varð dauð-
hrædd, stökk frá honum og
hljóp eins og vitlaus. Ég sá
hann aldrei framar. Hann hét
Manlio.
M Hafirðu ekki meiri kynni
af ástinni en þetta?
S: Nei, ekki meir. Auk þess
hefur mér ekki geðjast að strák
um á sama aldri og ég. Mér
hefur þótt meira komið til
þroskaðra manna.
M: Það hefur þá kannski
verið eðlisávísun sem visaði
þér á manninn sem gat fyllt
Framh. á 10. .sícjiw
Soffía Loren lýsir Rómardvöl
og för sinni
Faðir Soffíu, Sciccoloni verkfræðingur, er enn á iífi. Þannig iítur
hann nú út, en lítil vinátta er milli þeirra.
i