Vísir - 05.02.1963, Blaðsíða 4
V 1 S IR . Þriðjudagur 5. febrúar 1983.
Fædd
„'Ú’g fór bara í þetta af rælni.
Mig langaði ekkert til að
verða flugfreyja, en þegar Pan
American auglýsti, var svo mik-
ið talað um það, og við fórum
nokkrar saman stelpurnar, sem
unnum í Landsbankanum — bara
í gríni. Mér datt aldrei í hug, að
ég yrði valin“.
Það er Alda Guðmundsdóttir,
sem talar, ung og aðlaðandi
stúlka, eina íslenzka flugfreyjan
hjá hinu voiduga flugfélagi Pan
American World Airways, Inc.
Og sennilega einhver víðreistasti
Islendingur, sem um getur.
Hún var valin til starfsins 3.
febrtlar 1960 — fyrir réttum
þrem árum. Og nú hefur hún unn-
ið á Atlantshafsleiðiújii svoköll-
uðu um þriggja ára skiið og ferð-
azt um mikinn hluta jarðarinnar.
„Allt milli New York og Hong
Kong, Jóhannesarborgar og Hels-
inki. Og nú ætla ég að fá mig
flutta yfir á Kyrrahafslínuna á
næstunni; það er Ástalía, Nýja-
Sjáland, Japan og Honululu og
allt þar á milli með Honululu sem
sams konar miðdepil og London
í Evrópu".
„Og þá verðurðu búin að fara
um allan heiminn?"
„Ja, allt nema Suður-Ameríku,
heimsskautalöndin og Sovétrík-
in“.
Alda er í stuttur fríi heima hjá
foreldrum sínum, frú Ágústu Jó-
hannsdóttur og Guðmundi Hall-
dórssyni, verzlunarstjóra hjá‘
ÁTVR. Og síminn glymur allan
liðlangan daginn. Það þurfa marg-
ir að hitta hana og spyrja spjör-
unum úr um öll ævintýrin, sem
hún hlýtur að hafa ratað í.
„Og hvernig líkar þér svo í
starfinu? Er það eins spennandi
og af er látið?“
Alda brosir glaðlega. „Það er
alveg dásamlegt. Og því skemmti-
Iegra sem maður er lengur í því,
finnst mér. Ég veit ekki, hvort
ég yrði jafnhrifin að vinna hjá
íslenzku flugfélugunum — en
þoturnar, þær eru sko engu líkar.
Spurðu bara mömmu; hún getur
haldið hálftíma lofræðu, ef
minnzt er á þotu. Þær eru svo
þægilegar og flott og fínar á all-
an hátt. Ég trúði því bara ekki,
að ég væri í flugvél, þegar ég
fór f fyrsta sinn með þotu. Það
er eins og að vera — ja, hérna 1
stofunni, skulum við segja; þær
haggast ekki í loftinu. Það hefur
komið fyrir eitt einasta skipti
þessi þrjú ár, sem ég hef flogið,
að ekki væri hægt að bera fram
kaffi vegna hristings. En þá var
líka bandvitlaust veður“.
„Hvað taka þær marga far-
þega?“
„Það er misjafnt, eftir þvl
hvort þær eru notaðar fyrir ódýr-
ustu ferðirnar, 170 manns; túr-
ista, 159, eða bara 1. klassa eins
og fyrir starfslið Hvíta hússins.
Þá komast 82. Oftast höfum við
bæði 1. klassa og túrista: ca. 20
f 1. klassa og 100 aftur í, en skil-
rúm á milli. Það er hægt að
breyta þessu á ýmsan hátt eftir
þörfum með lítilli fyrirhöfn".
„Og er ekki mikið að gera við
að sinna öllu þessu fólki?“
„Ja ... jú. En við erum fjórar
flugfreyjur í hverri ferð og tveir
brytar. Við höfujua reyndar nóg að
gera allan tím*n“.
Þaulvanur ijósmyndari.
Vísis, að taka myndir. Alda skoð-
ar vélina hans með kunnáttusam-
legum svip og vill fá svör við
ýmsum tæknilegum spurningum.
Það kemur í ljós, að hún er sjálf
þaulvanur ljósmyndari og á gríð-
armikið safn litskuggamynda,
sem hún hefur tekið á ferðum
sínum um heiminn.
„Það er"verst~að ná myndum
af fólki í Asíu, því að trúarbrögð-
in banna myndatökur, t. d. Islam.
Ýmsir halda, að maður sé að
ræna sálinni úr þeim með því að
taka af þeim ljósmynd. Ég hef nú
samt stolizt til þess við og við
og reynt að beina vélinni að ein-
hverju öðru, t. d. byggingunum
í kring, en hreyft hana svo á
seinasta augnabliki og smellt af“
„Hefurðu þá aldrei orðið fyrir
aðkasti hinna ,,sálarlausu“?“
„Nei, en aftur á móti verða
þeir alveg vitlausir í Afríku og
ráðast á mann bandóðir, ef mað-
ur tekur mynd af þeim. Ekki af
trúarástæðum, heldur af því að
þeir vilja græða á þessu og
heimta offjár fyrir að láta taka
mynd af sér eða húsinu, sem þeir
búa í“.
Hún situr ósköp róleg meðan
Bragi tekur myndir af henni,
brosir eftir pöntun og virðist öllu
vön.
„Vinkona mín, sem ég bý með
í New York, er fyrrverandi
módel“. segir hún, ,,og hún getur
ekki hugsað sér skemmtilegra en
að stilla sér upp. Hún á líka
margar bækur um þetta, sem
kenna, hvernig á að sitja fyrir
myndum, setja upp þennan og
þennan svip, o. s. frv.“.
„Hvað gerir hún núna?“
„Hún er hlaðfreyja hjá Loft-
leiðum. Annars er hún finnsk að
þjóðerni“.
„Og búið þið þægilega í New
York?“
„Ég er nú hrædd um það. En
það eru líka svo mikil þægindin
í Bandaríkjunum, að því trúir
enginn að óreyndu. Ekki bara i
stórborgunum, heldur alls staðar.
Við búurn í fjölbýlishúsi, þar sem
við höfum allt til alls, ísskáp.
hrærivél, uppþvottavél og öll
hugsanleg heimilistæki. Og við
þurfum ekki að hreyfa okkur út
fyrir hússins dyr nema rétt til að
kaupa í matinn. Við höfum sjálf-
sala innanhúss með mjólk, margs
konar ávaxtasafa, sígarettum,
sælgæti og fjölmörgu öðru. Svo
v<; íia.-i 'í-v-’- '
Alda Guðmundsdóttir
en svo lærir maður á þetta. Og
kaupið er gott. Ég byrjaði með
300 dollara á mánuði (ísl. kr.
12.900,00), en eftir hálft ár fæ
ég 500 (ísl. kr. 21.500,00). Það
er hæsta kaup, sem flugfreyja
getur fengið. En brytarnir fá þó
nokkuð meira, sérstaklega þegar
þeir eru orðnir reyndir í starf-
inu“.
„Og í hverju er þeirra starf
aðallega fólgið?“
„Þeir hafa yfirumsjón með
flugfreyjunum og bera ábyrgð á
eru þvottavélar, og þvotturinn er
bara sóttur til manns og svo skil-
að alveg fínum. Það er svona í
Bandaríkjunumí þægindin stór-
kostleg og allt gert til að létta
húsmæðrunum störfin. Ég vildi
hvergi búa í heiminum nema á
Islandi eða Bandaríkjunum. Kann
ski allra helzt í Arizona. í Pho-
enix — það er dásamleg borg,
svo skemmtileg, að ég vildi
gjarnan setjast þar að“.
21 þúsund og 5 hundruð
krónur á mánuði.
„En er ekki dýrt að lifa í
Bandaríkjunum?"
Nú kemur Bragi, ljósmyndari „Jú, þ. e. a. s. aðallega fyrst,
þeim gagnvart flugfélaginu. f
hverri ferð er yfirbryti (chief
purser), annar bryti og fjórar
flugfreyjur. Ég gæti verið orðin
bryti, en hef ekki viljað það
enn“.
„Og hvers vegna ekki?“
„Ja, sjáðu til, þegar maður er
búinn að vinna þetta lengi, getur
maður ráðið sínum ferðum sjálf-
ur og valið þær flugleiðir, sem
mann langar að fara. Fyrst varð
ég auðvitað að fara þangað sem
ég var send, en eftir eitt og hálft
ár fór ég að geta ráðið því meira
sjálf, og núna er ég alveg orðin
sjálfráð um, hvaða ferðir ég vil
taka hverju sinni. Ef mig t. d.
langar til Bangkok á einhverjum
tilteknum degi, get ég fengið það
... það er sú yndislegasta borg,
sem hægt er að hugsa sér“.
„En gætirðu ekki ráðið enn
meiru sem bryti?“
Alda hristir höfuðið. „Nei.
Fæstar flugfreyjurnar vinna
meira en tvö ár, svo að úr því
er maður orðinn býsna sjálfstæð-
ur. En brytarnir vinna margir
tuttugu ár eða meira, og það fer
eftir starfsaldri, hversu miklu
maður getur ráðið um ferðir sín-
ar. Núna skipulegg ég þær ferð-
ir, sem ég vil helzt fara, mánuði
fyrirfram — við ákveðum það
alltaf með mánaðar fyrirvara —
og þá get ép haft það eftir vild.
Mér er sama, þó að ég vinni
meiri yfirvinnu, ef ég fæ að fara
þær ferðir, sem ég helzt vil“.
„Og nú ertu að flytjast yfir á
Kyrrahafslínuna?"
„Já. Mig langar að sjá sem
allra mest, meðan ég er við þetta
starf. Ég ætla að fara og vera
að minnsta kosti eitt ár í þeim
ferðum, og þá bý ég í San Fran-
cisco — sennilega með norskri
vinkonu minni, sem líka er flug-
freyja. Svo hef ég hugsað mér að
fara aftur til Newj York og gerast
þá bryti“.
„Og hvaða stöðum ertu nú
hrifnust af?“
„Æ, þeir eru margir. Bangkok
er óskaplega skemmtileg borg.
Fóikið í Thailandi er óvenjulega
indælt og elskulegt. Þjóðin er
prýðilega menntuð, allir tala
ensku og margir skandinavfsku,
af því að Norðurlandabúar eiga
svo miklar piantekrur þar. Þetta
er einstaklega glaðlynt fólk, fjör-
ugt, elskulegt og vinnusamt. Mér
finnst Buddhatrúarmenn dásam-
legar manneskjur. Þeir eru svo
léttlyndir og kátir. Hindúar og
Múhameðstrúarmenn eru miklu
þyngri og alvörugefnari. Ég held
að trúarbrögðin eigi meiri þátt í
að móta l^gviðhorf fólks en nokk
uð annað. Framkoma, siðir og
venjur, allt byggist þetta á ein-
hvers konar trú, og ef maður skil
ur ekki ástæðuna fyrir breittni
fólks, þarf maður venjulega ekki
annað en að leita hennar í trú
þess. Þú sérð t.d. í Indlandi þar
er allt fullt af heilögum kúm —
jafnvel spígsporandi um flugvell-
' ina — og ekkert dýr má snerta,
þó að bæði menn og skepnur séu
aðframkomin af hungri. 1 Kar-
achi er fullt af hundum og öpum
á flugvöllunum og yfirleitt alls
konar dýrum. Það getur verið taf-
samt við lendingar, þegar heilagri
kú dettur í hug að fá sér smá-
göngutúr um völlinn".
Verður að passa
línurnar.
„Og fleiri staðir, sem þú kannt
vel við?“
„Já, já, mikil ósköp. Ó, svo er
það nú Hong Kong, hún er svo
dýrleg, að það er ekki hægt að
lýsa því með nokkrum orðum.
San Francisco er líka dásamleg,
ótrúlega falleg borg. Svo eru það
... nei, ég yrði aldrei búin að
telja það allt upp“.
Frú Ágústa kemur nú með
kaffi og margar tegundir af
bættulega ljúffengum kökum.
Alda hikar svolítið, en fær sér
svo nýbakaða pönnuköku.
„Þú verður auðvitað að hugsa
um línurnar?"
„Já, það er nú eitt af skilyrð-
unum, sem flugfreyjurnar verða
að uppfylla. Ég er 1.70. á .hæð og
má ekki vera þyngri en 60 kfló.
Ég var. svo heppin í haust að létt-
ast niður í 56 kg, enda býst ég
við, að vigtin taki að rjúka upp
úr öllu valdi hér á íslandi, þar
sem maður fær svona agalega
góðar kökur dag eftir dag“.
„Og hvað segja þeir þá úti?
Ertu kannski vigtuð reglulega?"
„Nei, en einkennisbúningurinn
segir fljótt til um það. Einu sinni
þyngdist ég upp í 63 kg, og þá
var mér bent vinsamlega á, að
búningurinn væri að verða full-
þröngur. Þá flýtti ég mér auð-
vitað að megra mig, og það er
aldrei sérlega spennandi".
Hún er tággrönn og spengileg,
en það kostar auðvitað vissa
sjálfsafneitun, eins og allt of
margir vita af eigin reynslu.
„Hvernig er það annars, voruð
þið ekki tvær íslenzku flugfreyj-
urnar, sem valdar voru úr hópi
50 umsækjenda?"
„Jú, en Valgerður giftist eftir
tíu mánuði kapteini í bandaríska
flughernum. Þau kynntust hér á
landi, þegar við vorum að búa
okkur undir starfið, og nú eiga
þau heima í Alabama".
„Eru ekki flugfreyjurnar alltaf
að gifta sig?"
„Nei, það er mesti misskilning-
ur. Maður fær hvorki tíma né
tækifæri til að kynnast neinum
nógu vel til þess. Þú getur rétt
ímyndað þér — starfsliðið hjá
Pan American er tuttugu og þrjú
þúsund manns. Maður er hreint
ekki til sem einstaklingur innan
um alla þessa fólksmergð. Svo er
ógurlega erfitt að kynnast sam-
starfsfólkinu, því að'maður vinn-
ur kannski nokkra daga eða viku
með einhverjum og hittir þá svo
ekki aftur fyrr en tveimur eða
þremur árum seinna. Og á þessu
eilifa spani er lítill tími til að
kynnast fólki náið. Ég á góða
kunningja úti um allan heim, en
þetta er dálítið stopult allt sam-
Framh. á bls. 10
nsn