Vísir - 05.02.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 05.02.1963, Blaðsíða 6
V 1 S IR . Þriðjud'agur 5. febrúar 1963. SAS tapaði 38 kr. á hverjum farþega Þjéðskáld Sandcsríiíjanna Robert Irost lótinn í síðasta hefti hins kunna mmmmmmmm brezka vikubíaðs, The Econo- Tinr.rttsmÍvos mist, er rœtt nokkuð um erfið- ~ ~ ~~ . (;* •'~f'f 0**"" leika SAS, og er líklegt að mðrg um manninum þyki fróðlegt að;<C ScaRdinaviin airiir-.c SAS <5 b- heyra hvernig Bretar dæma að- severa! that feii ftnaftdídl^ fiat t al keppinaut Loftleiða. Fer því greinin hér á eftir: SAS er eitt af þeim félögum sem töpuðu stórfé á árinu 1961, meir en 6 millj. sterlingspunda (720 millj. ísl. króna) eða þrem pundum á hverjum farþega sem með félaginu flaug (380 ísl. krónur). Þetta er ógnvænlegt tap fyrir flugfélag, sem er aðeins meðal- stðrt, hið fjórtánda í röð flug- félaga að stærð. Tapið orsakað- ist af því að of mikið fé var fest f nýjum flugvélum, óþarf- lega margt nýtt fólk ráðið til félagsins, en einnig kom þar til óskynsamleg fjárfesting í gisti- húsum og flugstöðvum og einn- ig það að félagið lagði fé í önn ur flugfélög, sem ekki skyldi verið hafa. Þegar um tapið fréttist, brugð ust hinar þrjár ríkisstjórnir Norðurlandanna illa við. For- stjóri félagsins var rekinn frá störfum og annar hæfari maður fenginn í hans stað. Fólki í þjón ustu félagsins var fækkað úr 14.400, sem þar starfaði 1960, í 12.400, starfsemi félagsins var endurskipulögð og voru m. a. veitingar I vélunum fengnar í hendur sjálfstæðu félagi. Afleið ingin er sú, að tapið hefur minnkað um 1.7 millj. punda (200 millj. ísl. króna) og horfur eru á að ekkert tap verði ( ár. En það væri rangt að álykta sem svo að batnandi hagur fé- lagsins væri einungis endur- skipulagningu starfseminnar að þakka. Ein stærsta breytingin og merkasti þróunaratburðurinn á sviði flugmála hefur verið sam vinna SAS og Swissair, en hún hefur gengið mjög vel. Sú sam- vinna er þannig, að bæði félögin reka viðgerðarverkstæði í sam- einingu víða nm heim og nota aðallega sömu flugvélategund- irnar til þess að auðvelda við- gerðir og viðhald, DC8, Convair og Caravelle. SAS notar nú alls fimm flug- vélategundir á flugleiðum sín- um og það liggur I augum uppi að það myndi vera fjárhagslega ofviða fyrir ekki stærra flugfé- lag að hafa varahlutabirgðir og flugvirkja, sem þyrftu að ann- ast viðhald einungis fyrir SAS á svo mörgum tegundum. Þetta er dæmi um samvinnu á tæknisviðinu, sem hefur haft mikinn sparnað fyrir félögin i för með sér. Og þessi samvinna hefur sýnt árangur sinn og er gott fordæmi fyrir hina nýju samsteypu flugfélaganna Air Union. Þar hefur verið byrjað á milliríkjasamningum um mál- ið og ætlast er síðan til að tæknimálin falli í réttan farveg, þegar þeir samningar eru komn- ir á. Þjóðskáld Bandaríkjanna skáld- mæringurinn Robert Frost lézt þann 29. janúar s.l. Ftann var 88 ára og vafalaust mest virtur og elskaður af skáldum Bandaríkj- anna hin síðustu ár. Til dæmis um þá virðingu sem hann naut má nefna það, að þegar Kennedy for- seti var settur inn í embætti í byrjun árs 1960 var Frost fenginn til að Iesa úr ijóðum sínum við þá athöfn. Er það í fyrsta skipti sem skáld kemur fram við slíka athöfn. Robert Frost var oft kallaður lárviðarskáld Bandaríkjanna. Hann stóð á fertugu þegar fyrsta bók hans kom út árið 1913 og hét hún „A boys will“ eða Vilji drengs. Ekki varð hann þó frægur þegar í stað, en hélt nú áfram að gefa út hVerja Ijóðabókina á fætur annarri og um fimmtugsaldur var hann orðinn þjóðkunnur. Síðan lifði hann enn í 38 ár við sívaxandi vin- sældir. Ekki v.ar hann ádeiluskáld og ljóð hans: beinast ekki að því að halda fmm skoðunum. Þau eru mjög lýrísk og snerta oft vissa atburði úr sögu Bandaríkjanna. Hann téilkaði þjóðarsál þessarar nýju blendingsþjóðar og gætti arfs landnerrranna. Kvæði hans eru full af tilfin.ningu, vizku og gaman- semi. H;ann hlaut margan virðing- arvott iá seinni árum m. a. voru honum fjórum sinnum veitt Pul- itzer ljóðaverðláunin ein æðstu bókmenntaverðlaun Vesturheims. Öldungsadeildin samþykkti sérstak- an heiður honum til handa. De Gauile rífar nú seglin Kanáda ékfei leppríki Kastast hefur í kekki milli ríkis , legum vörnum Norður-Ameríku. stjóma Bandaríkjanna og stjórnar Um þessi mál hafa stjórmrnar ta]sjns { Rómaborg fyrir búrtför innar f Kanada út af greinargerö verið að semja undangengna 2—3 sfna að vigrægufundinum meg frá utanríkisráðuneyti Bandaríkj- mánuði, og er það vegna atriða, panfani loknum, og kvað þá tíma Sendiherra Frakka f Washing- ton segir Frakka ekki semja á eigin spýtur við Sovétríkin. Uggs verður vart f vaxandi mæli yfir stefnu De Gaulle, en hann hef- ur nú látið sendiherra sinn í Was- hington lýsa yfir, að Frakkland á- formi ekki að semja við Sovétríkin sérstaklega, heldur verði samið „milli austurs og vesturs“ og Frakkland kvað hann vilja vin- samlegt samstarf við Bandaríkin. Áður en sendiherrann lýsti yfir þessu f sjónvarpi í Washington hafði sendiherra Bretlands Sir David Ormsbye Gore, en hann tal- aði einnig í sjónvarp, minnt á skoðanir þær, sem De Gaulle kom fram með í endurminningum sfnum varðandi Frakkland framtíðarinn- ar, sem hann vildi sterkt og vold- * ugt -— og —að það yrði „þriðja veldi“ álfunnar — og til að ná því markl mætti gera bandalög á báð- ar hliðar. Nærri samtímis varaði Macmill- an við stefnu De Gaulle, þótt hann nefndi hann ekki með nafni, en hann talaði við fréttamenn, 200 anna, sem skilin er svo í Ottawa, j sem fram komu við umfæður f að Bandaríkin telji Kanada ekki | fulltrúadeild sambandsþings Kan- hafa vilja til þess að sinna sem skyldi hlutverki sínu i sameigin- ada, sem greinargerðin var birt f Washington. í henni er rætt um hættuna, sem gæti stafað af þvf, að sprengjuflugvélafloti Sovétríkj- anna kunni að verða a.m.k. allan þennan áratug mikilvægur hluti árásarliðs Sovétrfkjanna. Fullnægj andi virkar varnir Norður-Amer- íku gegn þessari hættu séu nauð- synlegar, en að láta Kanada f té kjarnorkuvopn væri ekki hið sama og að fjölga „í kjarnorkuklúbbn- um“, þ.e. þeim ríkjum sem sjálf ráða yfir kjarnorkuvopnum, því að það yrði eins með Kanada og aðr- ar bandalagsþjóðir Bandaríkjanna, að yfirráð og stjórn yrði f hönd- um Bandarfkjanna samkvæmt sam komulagi, er gerði ráð fyrir sam- eiginlegum, samræmdum vörnum, án þess að skerða sjálfstæði nokk- urrar bandalagsþjóðanna. Diefenbaker vftti, að þessi grein- argerð væri lögð fram^opinberlega til þess að hafa áhrif á skoðanir manna varðandi mál, sem rfkis- stjórnirnar væru að reyna að ná samkomulagi um og rætt hefði verið á þingi — væri hér um að ræða óleyfilega íhlutun um kana- disk mál. Hann kvað Kanadastjórn r eru á 10 milljónir norskra króna. sem fyrr vilja samstarf við Banda- >g mundi tjón hans verða óskap rfkin og Kanada væri traust banda iegt, ef öll dýr hans væru drepin. | lagsríki — en ekki lepprfki. Mestc loðdýra- ræktandinn gjaldþrota Skiptaréttur f Eystri Bærum hef- ir úrskurðað mesta loðdýrarækt- anda Noregs gjaldþrota. Kröfuna um, að gjaldþrota- úrskurður væri upp kveðinn, gerði einn af helztu bönkum Noregs, og ástæðan er sú, að grunur ieikur á, að undaneldismiknar, sem loðdýra ræktandinn, Niels H. Flaaten, hefir fengið vestan um haf, sé veikir af minkapest, sem sumir kalla kattar- pest. Vegna þess er þess einnig kraf- izt, að allur minkastofn Flaatens /erði skorinn niður svo að pestin erist ekki t’! annarra loðdýrabúa, n nú stendur svo á, að Flaaten efir erlendar pantar.ir, sem metn Iiðna, er einn maður gæti reynt að verða ráðandi f álfunni. Fram- tíðin væri undir þvf komin, að fé- lagsskapur yrði og samstarf milli þjóðanna, en vald eins manns réði ekki. Fréttamannaskarinn hyllti Macmillan fyrir ummæli hans. Alger eining var milli Mac- millans og Fanfani um að starfa áfram að einingu Evrópu og nota til þess þær stofnanir sem fyrir eru í álfunni, og þá fyrst og fremst V estur-Evrópubandalagið Bretland er aðili Iöndunum sex. að með EBE- Viðskiptasamningar við Sovétríkin. Frakkar og Sovétríkin gerðu í s.l. viku með sér viðskiptasamn- inga, sem valda aukningu sem nemur 10—15% frá núverandi við- skiptum. Þessi aukning er eðlileg, en samningarnir voru undirritaðir á þeim tfma, að þeir vöktu sér- staka athygli. Nánara samstarf við Spán. Frakkar leggja nú mikla áherzlu á aukið samstarf við Spán, og er það eitt af því, sem margir telja ótvírætt benda til, að De Gaulle hafi sterkan hug á að auka áhrif1 Frakka sem víðast. Herráðsforingi Frakklands 1 -er sem stendur í kurteisisheimsókn í Madrid, franskir ráðherrar eru farnir að fara þangað f alltfðar heimsóknir o. s. frv. Talið er, að De Gaulle hafi i huga að efla sam- starf við Spán á öllum sviðum. Mikla athygli vakti f fyrri viku að eitt helzta málgagn áhrifamanna rómversk-kaþólsku kirkjunnar á Spáni mælti með aðild Spánar að sáttmála slfkum sem fransk-þýzka sáttmálanum, sem nýlega var gerð- ur, en utanríkisráðuneyti Spánar tilkynnti þegar, að blaðið (Ya) túlkaði ekki skoðanir stjórnarinn- ar, sem vildi áfram náið samstarf við Bretland og Bandarfkin. Geta má þess að einmitt nú vilja Spán- verjar fá endurskoðun á samning- unum við. Bandaríkin um her- út á árinu, og viðskiptamálaráð- herra, Spánar er í viku heimsókn í London og lýsti yfir þar, að Bretland væri bezta viöskiptaland Spánar. En út af De Gaulle og stefnu hans. spyrja nú margir: Boðar það, að sendiherra Frakklands kom fram í sjónvarpi með yflrlýsingu sínaT að ríkjandi uggur hafi orðið De Gaulle áhyggjuefni og hann vilji. nú draga úr honum. Sú skoðun hefur að minnsta kosti komið fram, að yfirlýsingu sendiherrans megi líkja við það, er siglt hefur verið undir fullum segilum og skyndilega er rifað. Vlskígæsin er Móziil 6; 17. nóvember árið 1962 hvarf að heiman kínversk gæs. Gæs þessi átti heima í Dumbuck, Dumbarton, Skotlandi og hafði að atvinnu að g:æta brugghúsa Ballantines viskí- fitrmans. Auglýst var eftir gæsinni víiða um heim, m. a. í Vísi, og finnanda heitið £ 50 að fundarlaun um. Nú er gæsin fundin og komir. heim. Það var læknir nokkur í Skot landi sem fann hana og er veita átti honum verðlaunin neitaði hann að gefa upp nafn sitt og taka við verðlaunum en fór fram á að pen- ingarnir rynnu til dýraverndunar- félagsins — og ósk hans var sam þyklrt. sem stöðvar á Spáni, en hann rennur Stuttir fundir í gær. Þingfundir voru stuttir, í gær- dag. í neðrideild voru tvö mál, um veitingasölu og félagsheimili afgerð án umræðna. En sfðan fylgdi Benedikt Gröndal frum- varpi sínu og tveggja annarra Alþýðuflokksmanna, um lögtak á sjúkrasjóðsgjaldi úr hlaöi með örfáum orðum. Sagði Benedikt svo frá, að á sl. sumri hefðu vinnuveitendur og launþegar, samið svo um að 1% launa rynni í Sjúkrasjóð, þar sem stundum vilja verða van höld á að gjald þetta sé greitt til sjóðsins. Leggur flutningsmaður (Bene- dikt) til að hægt verði að inn- heimta gjaldið án undangengins dóms, þ. e. með lögtaki. Taldi hann hér vera nokkra bót fyrir béSa aðila. í neðri deild voru tvö má> tekin til meðferðar. Tillaga Sig- urvins Einarssonar, um að nokkrir vegir verði teknir í þjóð vegatölu, og frumvarp Friðjóns Skarphéðinssonar, þess efnir að ríkið veiti heimild til söiu Bakka sels í Öxnadal. Hvorugt þessara mála gefa til efni til frekari umsagnar. Fur‘'4~ ur var boðaður í dag í báðum deilcLum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.