Vísir - 05.02.1963, Side 15

Vísir - 05.02.1963, Side 15
VÍSIR . Þriðjudagur 5. febrúar 1963. /5 Cec/7 Saint - Laurent: ;; ■ NÝ ÆVINTÝRI KAROLINU En hún greip fram í fyrir hon- um: — Við höfum lítinn tíma, Gast on. Við skulum verá hér og láta okkur nægja þetta. Fáðu þér brauðsneið og sneið af bjúga. Vínið er annars ágætt. Þögn ríkti um stund, báðum til kvalræðis, þar til hann sagði án umhugsunar: — Hvað get ég gert fyrir þig? — Þú gætir svarað spurn- ingu — einu spurningunni, sem mig langar til að fá svar við: Elskarðu mig? — Alltaf ertu að bera upp þessar kynlegu spurningar? Ertu sjálf viss um þínar eigin tilfinn- ingar? Ef ég mæli af allri einurð þá finnst mér, að miili okkar verði ávallt tveir skuggar, Ge- orges og Karlotta. Þau voru góð- ir vinir —- og góðar manneskj- ur — samt stálum við frá þeim lífshamingjunni. — Ég veit varla hversu svara skal, Gaston. Ég veit, að ég kom ekki heiðarlega fram við Georges, og ég er ekki enn bú- in að ná mér eftir sviplegt frá- fall hans. Það hvíldi allt á mér eins og mara, alla leiðina heim, lengur... en hann er dáinn. Ég hef misst manninn minn og ég lærði að meta hann of seint, hann elskaði mig, hann var sann ur vinur minn, en ég fæ hann aldrei aftur, þótt ég sleppl öllu tilkalli til þín, sem ég hef alltaf elskað, og lífið væri einskis virði án. Og Karlotta . . . ég sýndi þér bréfið, sem hún skrifaði mér áð- ur en hún dó. Gaston greip fram í fyrir henni af ákefð: — Já, en það var rangt af þér að gera það, því að nú veit ég að Karlotta hafði hugboð um hvernig allt var okkar í milli. Hún fyrirgaf okkur og var nógu eðallynd til þess að óska, að dauði hennar yrði til þe'w að sameina okkur. En göfuglyndi hennar gat ekki komið í veg fyr- ir þjáningar hennar. Og þú held- ur að við getum fundið ham- ingju saman, jafnmikið og við brutum af okkur gagnvart þess- um óhamingjusömu manneskj- um. —: Farðu nú ekki út í öfgar, Gaston. Ég elska þig. Ég veit, að þér þótti vænt um Karlottu og að þú dáðist að henni, og ég veit, að þú telur þig bera nokkra sök að minnsta kosti vegna dauða Georges, en ertu ekki bara að leita að átyllu til þess að hrinda mér frá þér? — Þig skortir eðallyndi, Karó- lína, þess vegna líturðu svo á, að eðlilegar tilfinningar mínar séu sambærilegar við tylliástæð ur. Það er tilfinningahitinn, ástríðan, sem knýr þig áfram og stjórnar gerðum þínum, og það á að afsaka allt. Þú hefur sann- arlega ekki breytztx— jafnmikið og þú hefur þó reynt? — Er þá með öl]u rangt ,að reyna að gleýma? Hún stóð upp og benti á her- mannskistil hans: — Fyrir skömmu vantaði mig vasaklút og ég var svo heimsk, að ég hugði það meinlaust, þótt ég opnaði kistil þinn til þess að lána einn af þínum, og það gat ekki farið fram hjá mér, er ég fór að leita, hve mikið bréfa- safn þú geymir í honum. Og bréf in eru frá ýmsum — konum, — en flest frá Pauline nokkurri Bonaparte. Og öll fjalla þau um ást. Það lítur út fyrir, að þið hafið skemmt ykkur vel saman í Napoli. -— Það lítur ekki út fyrir, að minningin um Karlottu hafi þá haldið aftur af þér — ég veit sannast að segja ekki, hvernig þú ætlar að útskýra þetta, — og varstu ekki að á- saka mig fyrir skort á eðallyndi og þú minntist á ástríðuhita ... — Þú vogar þér að snuðra — opna hirzlu mína og lesa annara manna bréf. — Það er allt og sumt ,sem þér getur dottið í hug til and- svara. Það er ekki mikið, Gast- on, sannast að segja furðu lítið. — Það er margt, sem ég gæti sagt — ég er ekki viss um, að þú ættir að óska eftir ... — Láttu kyrrt liggja, Gaston, það sem þú segðir myndirðu segja til þess eins að breiða yfir sannleikann: Að þú elskar mig ekki, að þetta er leikaraskap- ur... Hann rauk að henni af svo mikilli ákefð að borðið valt á hliðina. Hann greip um úlnlið hennar og þrýsti henni að lok- rekkjunni: — Skilurðu ekki, að ég er nærri genginn af vitinu af þrá eftir þér. Ég á í harðri baráttu við sjálfan mig, því að það er margt í fari þínu og framkomu, sem mér geðjast ekki að, Karó- lína ... ég játa að skömmu eftir lát Karlottu hitti ég ítalska greifafrú... ég var ekki ást- fanginn af henni, þegar ég kyssti hana var það af þrá eftir vör- um þinum. Karólína sleit sig af honum og gekk út að glugganum. ■— Komdu hingað, Gaston, sagði hún lágri röddu. Dillandi söngur næturgalans kváð við í kvöldkyrrðinni. Þau stóðu þétt, hlið við hlið, Gaston klappaði henni varlega á kinn- ina. Eri állt í einu heyrðist hófa- dynur utan af þjóðveginum og hann færðist nær og nær. Þau heyrðu hann þagna skyndilega. Sá, sem þarna var á ferð, var kominn, og brátt heyrðist fóta- tak í stiganum. Barið var á hurð ina. — Kom inn, kallaði Gaston. — Dyrnar opnuðust. Úti í göngunum var enn dimmra eri í herberginu. Mælt var hikandi röddu: — Ég leita de Salanches hers- höfðingja. — Eruð það þér, Saint-Yorre? Hvert er erindið? — Joubert hershöfðingi hefur beðið mig að tilkynna yður, að lagt verði af stað klukkan tvö í staðinn fyrir klukkan fjögur. — Klukkan tvö — er það allt og sumt? — Já, hershöfðingi. — Getið þér sagt mér, hvað klukkan, er nú? — Hún var að slá eitt rétt í þessu, hershöfðingi. — Gerið svo vel að koma boð- um frá mér, að hersveit mín verði kvödd saman með lúður- kalli. ■ Dyrnar luktust aftur. Karólína og Gaston höfðu ekki hreyft sig frá glugganum. Hvorugt mælti orð og nú hlust- uðu þau á hófadyninn færast fjær og fjær. Brátt heyrðist ys og þys niðri í húsagarðinum, fótatak her- manna, hnegg hesta. Næturgal- arnir héldu áfram að syngja, en nú lagði enginn við hlustirnar eftir söng þeirra. Gaston gyrti sig belti sínu og sverði. — Þessi samverustund okkar verður skömm, Karólína. Það er hyggilegast fyrir þig, að fara að sofa til morguns. Þá verður þú að aka héðan. Segðu öku- manni, að hann eigi að aka þér til Torino eins hratt og auðið er, en þegar þangað kemur skaltu ekki halda þar kyrru fyr- ir. Þú getur hvergi verið örugg nema í Frakklandi og ég verð ekki í rónni fyrr en ég veit, að þú ert þangað komin. Ef við bíð- um ósigur æða Rússar og Aust- urríkismenn sem flóðalda niður Pódalinn. Þegar til Parísar kem- ur skaltu setjast að í húsinu við Viviennegötuna. Fari allt vel hittumst .við þar bráðum. — Gaston, reyndu að gera þér í hugarlund hver áhrif það hef- ur á mig að fara heim — eins og allt er, heim, þar sem allt er sem ég elska og einhvern veg- inn ólýsanlega er tengt minn- ingum og vonum um þig. Og ég á að fara alla þessu löngu, löngu leið — engu vísari um neitt en þegar ég kom. Ég verð að fá svar. Ég er frjáls og það ert þú líka. Við lifum aðeins einu sinni — eigum við að lifa lífinu sam- an? T A R Z A N THE E5EAST WAS IMME7IATELY FALLEN UF’OM Sy ITS STARYIN© COMP’ANIOMS-- GIVINS TARZAN AMIKACULOUS CHANCE TO ESCAPE! " x: by Únited Feature Syndlteté. Ine. Eitt af hinum óðu og hungruðu hleypa af boganum. Þegar ljónið laga sinn aí oikiili græðgi. En á ljónum ætlaði að stökkva á Tarz var dautt, stóð ekki á hinum, þau meðan þau voru með hugann við an — en hann varð fyrri til að komu þjótandi og rifu í sig fé- fæðuna, fékk Tarzan tækifæri til að reyna að koma sér undan. Copyriflhl P.I.B. fio» 6 Copenhoqcn 1 j > i i : ■ } > i ' : ’ i x Er ekki einhver í salnum sem vill koma hér upp og aðstoða mig eitt andartak? — Við sjáum nú til, Karólína. Þú gafst í skyn áðan, að menn- irnir yrðu að geta gleymt. Þeir verða líka að geta haft biðlund. — Biðlund — ég hef beðið mörg, löng ár. — En ef til vill ekki á þann hátt, sem ég hefði óskað, já, já, ég veit að það væri ekki þér að kenna. Við skulum ekki rifja það upp — við skulum reyna að gleyma því. Nú verð ég að fara. Kysstu mig og skundaðu til Parísar. Karólína — ég kem bráðum til þín, komdu ... Hann þrýsti henni að sér og kyssti hana, næstum hörkulega. Svo gekk hann til dyra. — Lifðu heil, Karólína. — Vertu sæll, Gaston, sagði hún lágt. Þegar hún enn heyrði hófa- dyn, heyrði hann aka burt, hvísl aði hún að sjálfri sér: Ég veit, að við hittumst tftur, ástin mín. í Torino, sem var kyrrlátur bær og vanalega allt með hátíð leika og alvörublæ, virtist allt á ringulreið. Þar var aragrúi af hermönnum í frönskum einkenn isbúningum og grúi franskra hermanna, vopna og skotfæra- birgðir ’og fallbyssur á götum úti, sem biðu flutnings, og þar fram eftir götunum. íbúar borg arinnar sem höfðu fyrst verið vitni að komu sigrandi franskra Ódýr vinnuföt i 11 * \ ‘ > ■ ■. v.ý-j ; ;

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.