Vísir - 15.02.1963, Síða 8

Vísir - 15.02.1963, Síða 8
8 VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 Unur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Glappaskot Framsóknar Það kom í ljós í umræðum Alþingis um Efnahags- bandalagið í fyrradag, að framsóknarflokkurinn ætlar sér að gera það mál að höfuðáróðursmáli sínu í kosn* ingunum í sumar. Þessi tíðindi sýna, að ekki er um auðugan garð að gresja í málefnasjóði framsóknar- flokksins. Upp er tekið dautt mál, aðild íslands að EBE, dustað af því rykið og áróðursvélin sett af stað. Sýnu nær hefði verið fyrir framsóknarflokkinn að leggja fram tillögur í vandamálum líðandi stundar og koma með fyrirhugaðar lausnir á ýmsum þeim erfið- leikum, sem nú steðja að íslenzku þjóðarbúi. En því er ekki að heilsa, vegna þess að flokkurinn hefir ekki skoðanir, aðeins mismunandi duttlunga. En hver er raunverulegur ágreiningur framsókn- ar og ríkisstjórnarinnar í EBE málinu? Hann er furðu- lítill, þegar málið er skoðað ofan í kjölinn. Ríkisstjórn- in vildi ekki rasa um ráð fram og kaus að bíða átekta vegna þess að enginn vissi hvað í aukaaðild eða tolla- samningi mundi felast. Framsóknarflokkurinn vissi það auðvitað ekki heldur. Jafnvel sérfræðingar í Brussel gátu í janúar enn engin svör gefið við því hvað í þessum hugtökum væri fólgið. Samningar einir hefðu leitt það í ljós, en ekkert aukaaðildarlandanna var einu sinni setzt við samningaborðið, þegar enda- lokin komu. Nú segir framsóknarflokkurinn: Ríkisstjórnin hef- ir brotið af sér gagnvart þjóðinni með að bíða átekta og ganga ekki strax til fylgis við tollasamningsleiðina. Hún hefir velt aukaaðild fyrir sér, en sú aðild myndi hafa stórskert sjálfstæði þjóðarinnar. En er það glæp- ur að velta öllum hugsanlegum möguleikum fyrir sér? Og hvemig veit framsókn, að aukaaðild hefði jafngilt fjötri um háls þjóðarinnar? Auðvitað veit flokkurinn ekki hætis hót um það. Og þetta sýnir hve rök framsóknar í málinu em undra léleg. Flokkurinn er hér að reyna að blása upp mál, sem aldrei komst af frumstiginu. Við málsmeðferð ríkisstjómarinnar var bókstaflega ekkert athugavert. Hún hafði ekkert aðhafzt nema átt könnunarviðræður, sem voru óhjákvæmilegt forspil allra samninga. Það er leitt til þess að vita að þessi óábyrgi flokk- ur skuli reyna að gera viðkvæmt utanríkismál að bit- beini í orrahríð kosninga. Betur hefði farið að allir lýðræðisflokkamir hefðu borið gæfu til þess að ganga einhuga á fund þjóða Evrópu og eiga við þær þá sam- vinnu í viðskiptum, sem efnaleg framtíð okkar hlýtur að byggjast á. VlSIR . Föstudagur 15. beb;;'nv !C Greifínn og gjaMkerim Furðulegt mál hefur nú komið upp í Dan- mörku. Fyrir um þremur ámm fór að bera tals- vert í Kaupmannahöfn á ungum manni með al- skegg, sem sagðist vera franskur markgreifi að nafni Marcel de Sade. Vakti hann talsverða at- hygli í samkvæmislífinu, enda var hann glæsileg- ur maður útlits, lifði í miklu óhófi og hélt sig á alla lund sem glæsileg ur aðalsmaður. Hann klæddist jafnvel í slag- kápu sem var fóðruð með rauðu silki að innan og hafði með sér hvar sem hann fór staf með filabeinshnúð. Var framkoma hans öll svo virðuleg og hátíð- leg, að hinn ungi maður eign- aðist marga vini sem litu á hann sem raunverulegan fransk an aðalsmann. Menn hneigðu sig fyrir honum. l?n allt I einu var draumurinn búinn og upp kemst, að ungi maður var aðeins fals- greifi. Það kom í ljós, að Marcel de Sade markgreifi af Keriolet var fæddur í Álaborg 1934 og hét þá Jörgen Larsen. Það kom ennfremur í Ijós, að hann hafði síðar skipt oft um nafn og þeg- ar hann var loksins handtekinn lifði hann tvöfaldri tilveru. Á daginn hét hann Jörgen Sch- midt og hafði starfað sem bók- ari hjá Austurasíufélaginu og Carlsberg og loks sem gjaldkeri hjá stóru efnavörufyrirtæki B. Ringsted & Co. En þegar hann kom heim til sín á kvöldin breytti hann um gervi og gerð- ist hinn glæsilegi aðalsmaður og heimsmaður í hinni virðulegu slagkápu. JJannsóknarlögreglumennirnir dönsku sem hafa rannsakað mál falsgreifans vita enn varla hvernig þeir eigia að fara með þetta einkennilega mál. Þeir hafa komizt að þvf, að hér sé ekki einvörðungu um vfsvitandi glæpastarfsemi að ræða. Hinn ungi maður þjáist af alvarlegum hugklofningi og hann stendur sjálfur í þeirri trú þar sem hann situr í fangels- inu að hann sé franskur að- alsmaður. Lítur út fyrir að f hvert skipti sem hann kom heim til sín eftir vinnu, hafi þessi hutverkaskipti mannsins orðið og það með ósjálfráðum hætti. Þannig hafi dagdraumar og ímyndanir fengið á sig veru leikablæ f huga hins unga manns. J£n málið kemur lögreglunni þó mjög við, því að það hefur nú komið í Ijós, að það Marcel de Sade markgreifi gengur í dómsal. var dýrt að halda sig sem greifi. Á daginn þegar hinn ungi mað- ur gegndi starfi sínu sem gjald- keri varð honum þannig nauð- synlegt að afla fjár fyrir eyðslu semi og fjárþörfum markgreif- ans. Þannig tengist þessu eitt alvarlegasta fjársvikamál í sögu danskra sakamála. Það mun að vísu taka Iangan tfma að upp- lýsa öll þau fjársvik, en talið er að þau muni ekki nema minna en einni milljón danskra króna eða um 6 milljónum ísl. króna. Drýgsti hluti fjársvikanna gerðist hjá fyrirtækinu sem Jörgen Schmidt vann hjá síð- ustu árin og er um að kenna algeru eftirlitsleysi með fjár- reiður fyrirtækisins. En auk þess hefur greifinn sjálfur not- að sitt góða nafn tif-að komast innundir hjá fólki og fyrirtækj- um og svíkja stórfé út úr þvf. JTngi ,,aðalsmaðurinn“ hefur ekki verið spar á fé, þenn- an tíma. Hann upplýsir sjálfur að mánaðarlegir leigubílareikn- ingar hans hafi numið um 6 þúsund dönskum krónum. Hann bjó f glæsilegu einbýlishúsi við Höeghsmindevej og barst mikið á. Það hefur t.d. komið í ljós, að hann hefur látið taka af sér ljósmyndir fyrir 30 þúsund danskar krónur og þegar hann hefur látið klippa sig hefur hann borgað í hvert skipti 100 danskar krónur. Vinum sínum gaf hann stórgjafir. Um tfma átti hann t.d. bíl, en hann gaf Framhald á bls. 5. Nafnspjald markgreifans bar virðulega kórónu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.